Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 20

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 20
T e x t i: Svanur Már Snorrason Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar Það má leggja ýmsar merkingar í orðið þjónn bæði já- kvæðar og neikvæðar, enda er þjónshlutverkið marg- þætt og fjölbreytt og kemur víða við í litrófi mannlífs- ins, jafnt hjá háum sem lágum. í raun er það svo að útlegging orðsins getur verið mörgu háð, svo sem ímyndunarafli og aðstæðum hvers og eins, svo að greinarnar sem skrifa mætti og viðtölin sem taka mætti útfrá margbreytilegu hlutverki þjónsins gætu orðið æði fjölskrúðug. Blaðamanni lék hugur á að afla sér vit- neskju um starf þjónsins á veitingahúsum borgarinn- ar og ýmsu sem þvítengist. Af þvítilefni ræddi hann við tvo fyrrverandi þjóna, þau Hildigunni Hafsteinsdóttur, sem er verslunarstjóri hjá Olís, og Þorstein Ragnars- son sem er deildarstjóri hjá BT. Þau eiga það sammerkt að hafa unnið sem þjónar um árabil og einnig það að nú eru þau bæði komin í gjörólík störf sem eru þó, að vissu leyti, svipuð því hlutverki sem þau fengust við þegar þau unnu sem þjónar. Er við höfðum komið okkur þægilega fyrir á einu af kaffi- húsum borgarinnar hófst spjallið á þessari spurningu: Af hverju völduð þið að verða þjónar? Þorsteinn: Mér fannst það hlyti að vera mjögspennandi að vinna á veitingahúsi með fullt af fólki í kringum sig, bæði vinnufélaga og litskrúðugan fjölda gesta. Þegar ég byrjaði var ég kominn á þann aldur að hafa fengið áhuga á skemmt- analífinu ogfannst öll umgjörð- in í kringum það rosalega spennandi. Þetta jók áhuga minn á að læra starfið, en svo spilaði það líka inn í að það er rík hefð fyrir góðum mat þar sem ég ólst upp og ekki dró það úr áhuga mínum fyrir starfinu. Hildigunnur: Hjá mér var þetta ósköp svipað og hjá Þorsteini. Ég var undir tvítugu þegar ég byrjaði í náminu ogfannst þetta allt mjög spennandi, enda er starfið það og líka skemmti- legt og margbreytilegt; um- gjörðin og andinn á veitingahús- unum hafði örvandi áhrif á mig til námsíþessu fagi. Þaðerein- hver Ijómi yfir þessu, sérstak- lega á unglings- og æskuárum. Það hafði líka töluvert að segja að vinkona mín var í þessu og svo hafði ég áður unnið við þrif á veitingastað. Blaðamaður: Stóð námið og starfið undir væntingum ykk- ar? Þorsteinn: Ekki gerði nú starf- ið það til að byrja með. Þaðsem mér fannst einna helst vera að, þar sem ég var að læra og komst í kynni við þennan nýja heim veitingahúsanna, var að fag- mennskan var ekki ætíð í fyrir- rúmi. Ég vann reyndar mjögvíða ogá sumum mjögfínum ogfag- legum stöðum sem ekki máttu vamm sitt vita; oftar en ekki 20 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.