Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 24
Augnsjúkdómar Stór hluti fulloröinna og talsverður hluti barna og unglinga gengur með gleraugu dagsdaglega vegna þess að viðkom- andi er nærsýnn, fjærsýnn eða með sjónskekkju. að þykir ekkert tiltöku- mál í dag að ganga meðgleraugu enda úr- valið af fallegum um- o> gjörðum mikið og auðvelt að s finna eitthvað við hæfi. Sumir ganga jafnvel svo langt aðfá sér ~ gleraugu með plasti í en ekki gleri með styrkleika ef þeir hafa ^ fullkomna sjón en ~ vilja setja svip á and- c litið með fallegum | umgjörðum. Þeirsem a ekki vilja hafa þenn- an aukahlut framan í * sér geta svo valið úr " alls kyns tegundum af linsum, dagslins- um, mánaðarlinsum, langtímalinsum og hörðum linsum. Nú eru íslenskir læknar einnig farnir að framkvæma ná- kvæmar leysigeisla- aðgerðir sem geta lagað kvilla eins og mikla nærsýni, fjær- sýni og sjónskekkju svo eitthvað sé nefnt. En af hverju stafa þessir al- gengu kvillar ? NÆRSÝKI Nærsýni er eins og flestir vita kvilli sem veldur því að við- komandi sér vel hluti sem eru nálægt honum en verr hluti sem eru í ákveðinni fjarlægð. Margir verða fyrst varir við nærsýnina þegar þeirfara að sjá illa á sjón- varpið eða á töfluna í skólanum og þurfa kannski að fá dauf gler- augu til að nota við slíkar að- stæður. Orsakir nærsýni eru fyrst og fremst erfðir, þ.e.a.s. ef systkini þín og foreldrar eru nærsýn eru yfirgnæfandi líkur á að þú sért eða verðir það líka. Nærsýni kemur venjulega fram hjá börnum á aldrinum átta til tólf ára. Samt sem áður er ekki víst að nærsýnin grein- ist fyrr en börnin komast á gelgjuskeiðið, því börn gera sér ekki alltaf grein fyrir því strax þegar sjónin versnar. Foreldrar geta fylgst með sjón barna sinna með því að fara reglulega með þau til augnlæknis, ef slík þjón- usta er ekki innifalin hjá skóla- lækninum, og fylgst með því hvort barnið situr óeðlilega ná- lægt sjónvarpinu þegar það horfir á teiknimyndirnar eða sér ekki á eldhúsklukkuna upp á vegg í nokkurra metra fjarlægð. Þrátt fyrir að ýmsar goðsagn- ir varðandi orsakir nærsýni lifi góðu Iffi er fátt sem bendir til þess að eitthvað annað en erfð- ir hafi áhrif á nærsýnina. Ekki hefurveriðsannaðað lesturvið of dauft Ijós, of mikið sjónvarps- gláp, vinna við tölvu, slæmt mataræði eða það að sofa við Ijós geri fólk nærsýnt. GLERAUGUN REST Þrátt fyrir nútímalæknavfs- indi sem bjóða fólki sem er mjög nærsýnt upp á aðgerðir til að laga kvillann eru margir augnlæknar á því að í flestum tilfellum séu gleraugu eða linsur besta lausnin við nær- sýni. Það sem hafa þarf í huga þegar gleraugu eða linsur eru keyptar er helst að brennipunkt- ur gleraugnanna eða linsanna sér réttur, þannig að Ijósið hitti á réttan stað á sjónhimnu aug- ans, svo myndin verði rétt og viðkomandi sjái vel. Vel þarf að fylgjast með aug- um barna og unglinga því aug- un vaxa eins og önnur líffæri þeirra. Venjulega eykst nærsýni barna á unglingsárunum ogekki er óeðlilegt að þau þurfi sterk- ari gleraugu á um hálfstil eins árs fresti á þeim árum. Þegar viðkomandi er kominn yfir tví- tugt er ekki óeðlilegt að nærsýn- in hætti að aukast jafn hratt og á unglingsárunum, standi í stað eða minnki jafnvel aðeins. Sumir halda því fram að koma megi í veg fyrir nærsýni með ákveðnum augnæfingum og með því að nota linsur en því miður liggja engar vísinda- legar sannanir fyrir því. FJÆRSÝNI Fjærsýni er eins og nafnið gefur til kynna kvilli sem veld- ur þvf að viðkomandi sér vel hluti sem eru langt í burtu en illa hluti sem eru nálægt hon- um. Líkt og nærsýnin er fjærsýn- in yfirleitt arfgeng. Nokkuð algengt er að börn séu fjærsýn en það lagast oft þegar augun þroskast og stækka. Ekki er sjálfgefið að börn sem eru fjærsýn þurfi á gleraugum að halda til að sjá það sem er 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.