Vikan


Vikan - 17.10.2000, Síða 29

Vikan - 17.10.2000, Síða 29
mamma lesið það úr svip mín- um að ég væri tilbúin að trúa öllu sem hann segði. Hún ráð- lagði mér að gleyma honum en ég brást hin versta við. Égsagð- ist ekki vera eins og hún sem væri alltaf tilbúin að trúa hinu versta og héldi að hún hefði alltaf rétt fyrir sér. Ég endaði mál mitt með því að segja að ef hún væri ekki svona fullkom- in að eigin mati væri ekki víst að pabbi hefði gefist upp á henni. Þá loksins sagði mamma mér sannleikann. Því hefði ver- ið öfugt farið. Pabbi hafði ver- ið glæsilegur maður og hún, sautján ára, saklaus ungling- urinn, fallið kylliflöt fyrir hon- um. Hún fór frá honum þegar hún var búin að fá nóg af drykkj- unni, lygunum og framhjáhald- inu. Hún hafði aldrei vitað hvort hann skilaði sér heim eða ekki og oftast hafði hann eytt um efni fram í vini sína og aðrar konur. Hún ætlaði oft að segja mér sannleikann en þegar hann dó, áður en ég komst til vits og ára, fannst henni það ekki leng- ur skipta máli. Sannleikurínn Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá mömmu gráta. í fyrstu vildi ég ekki trúa henni þótt ég vissi að þetta hlyti að vera heilagur sannleikur. Myndin af mömmu breyttist á svipstundu. Ég upp- götvaði að hún var allt önnur en dómharða, hörkulega kon- an sem ég hafði alltaf talið mér trú um að hefði hrakið pabba minn í burtu frá sér. Myndin sem ég hafði af henni breyttist og hún varð að hræddri ungri móðursem hafði haft nógu mik- inn styrkogsjálfvirðingu til þess að losa sig og barnið sitt við ómerkilegan, illa innrættan mannoglagtmikiðásigtil þess að veita barni sínu gott l(f. Ég faðmaði mömmu að mér og bað hana fyrirgefningar. Ég sagði henni að ég væri stolt af henni, hún hafði þorað að horfast í augu við raunveruleikann og staðið sig mjög vel. Ég bar okk- ur mæðgurnar saman í hugan- um og óskaði þess að ég gæti sýnt sama styrk og hún. I fyrsta sinn þorði ég að viðurkenna fyr- ir sjálfri mér að Gústi væri í raun og veru skíthæll og var sjálfri mér reið fyrir að hafa látið hann komast upp með að fara illa með mig. Ég hafði aldrei sagt orð þegar hann lét mig bíða eft- ir sér, hann gat hagað sér eins og honum sýndist og samskipti okkar voru alltaf á hans forsend- um. Hann vissi að ég vildi ekki láta hann halda að ég væri leið- inleg nöldurskjóða eins og mamma og notfærði sér það til hins ýtrasta. Uppgjörið Ég ákvað að fara út með Gústa. Aldrei þessu vant kom hann á réttum tíma að sækja mig. Ég leit vel út, hafði varið miklum tíma í að klæða mig upp og mála mig þannig að hann sæi engin ummerki um öll tárinfyrrumdaginn. Égvarþög- ul í bílnum á leiðinni á veitinga- húsið. Þegar við vorum sest við borðið reyndi hann að sannfæra mig um að ég hefði misskilið það sem ég sá heima hjá hon- um um morguninn. Hann reyndi að sannfæra mig um að konan væri vinkona hans sem byggi úti á landi og hefði feng- ið að gista hjá honum. Meðan hann lét gamminn geysa rann allt í einu upp fyrir mér Ijós. Mér var nákvæmlega sama um Gústa. Það skipti ekki máli hver þessi kona var og það skipti heldur ekki máli hvort hann hefði haldið fram hjá mér með henni eða ekki. Samband okk- ar hafði aldrei verið eins og það átti að vera. f það vantaði mik- ilvæga hluti, svo sem jafnrétti og gagnkvæma virðingu. Ég ákvað að bíða ekki eftir matn- um, stóð upp og kvaddi. Gústi varð bálreiður og ásakaði mig fyrir að reyna að stjórna lífi hans. Hann sagði að áður en hann vissi af vildi ég örugglega ráða því hvað hann drykki, hvern hann hitti og svo framveg- is. Hann sagði mér að gæta mín, svo gæti farið að ég endaði eins og mamma mín. Ég bar höfuð- ið hátt þegar ég gekk frá borð- inu. Ég nennti ekki að eyða orð- um á Gústa. Ég vissi að hann myndi hvort sem er ekki skilja að mamma væri hetja sem hefði kennt mér mikilvæga lexíu. Hún hafði trúað mér fyrir mistökum sínum til þess að forða mér frá því að endurtaka þau. Lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. 1 lciinilistfiii^iá er: Viknn - ,.l.ífsrcynsliis:ij;:i", Selj:ive(>iir 2. 101 Kvykjavík, Nctfaii!>: vikan@frodi.is Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.