Vikan


Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 26

Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 26
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r Forlögin spinna oft furðulegan vef og oft eru það þeir sem síst eiga það skilið sem hljóta ill örlög. Wanda Emelina Norewicz var af pólskum uppruna og kom til Banda- ríkjanna í leit að betra lífi. Hún mátti hins vegar bíða lengi eftir því að líf hennar tæki já- kvæðari stefnu og það var ekki fyrr en hún var orðin þrjátíu og fjögurra ára að hún fann hið lang- þráða frelsi. Þá átti Wanda ekki langt eftir ólifað. Wanda fæddist í Lodz í Póllandi 14. febr- úar árið 1946. Síð- ari heimstyrjöldinni var nýlokið og allan uppvöxt sinn varð Wanda vitni af þeirri eyðileggingu og tortlmingu sem stríðið hafði valdið í heimalandi hennar. Wanda var af miðstétt- arfólki komin og hún tók kenn- arapróf og vann fyrir sér sem barnakennari. Árið 1975 hélt hún til Bandaríkjanna til að heimsækja móðursystursína og heillaðist af landinu. Gnægt- irnarogmöguleikarnirsem hún sá hvarvetna blasa við fundust henni stórkostlegir. Wanda ákvað þvf að ílengjast í Banda- ríkjunum og sótti um stöðu ráðskonu hjá fimmtíu og átta ára fasteignasala Robert Lewis Touchstone. Lew, eins og hann varalltaf kallaðurvarforríkurog hafði gott auga fyrir kvenlegri fegurð. Wanda var dökk yfirlit- um, grannvaxin og mjög lagleg, því leiðekki á löngu þartil ráðs- konan unga var farin að gera fleira en að sinna heimilistörf- um. Wanda hafði einungis venju- lega vegabréfsáritun ferða- manns til Bandaríkjanna og landvistarleyfi hennar var því fljótt útrunnið. Lew vildi ekki sjá að baki ráðskonunni ungu en þar sem hann var sjálfur enn giftur, þótt þau hjónin væru skilin að borði og sæng, fékk hann son sinn til að giftast Wöndu. Skilnaður Lew gekk þó í gegn stuttu síðar og Wanda og sonurinn skildu eftir nokkurn tíma. Lewvirtist þóekkert liggja á að giftast konunni sem hann bjó með. Hann krafðist þess að hún skrifaði undir kaupmála sem kvað á um að hún ætti enga kröfu á nokkrar eignir úr búi hans kæmi til skilnaðar þeirra í milli. Wanda vildi ekki ganga að slíkum afarkostum og sneri aftur til Póllands. En enginn veit hvaðátt hefur, fyrren misst hefur og Lew elti hana fljótlega. Ekkert varð úr sáttum á milli þeirra í þessari heimsókn en ári síðar kom hann aftur og þá ákváðu þau að gifta sig. Nískur eiginmaður Hjónabandið virtist farsælt í fyrstu en brátt tók að síga á ógæfuhliðina. Lew virðist hafa búistviðað kona hansværi und- irgefin og gamaldags kona frá gamla heiminum en í stað þess komst hann fljótt að því að hún var bæði nútímaleg, ákveðin og vel menntuð stúlka sem ekki lét segja sér fyrir verkum. Wanda kvartaði undan því í bréfum til vina og vandamanna að eigin- maður hennar væri nískur. Hann hafði gefið henni stórgjaf- ir bæði bíl og skartgripi en ef hún hlýddi ekki skipunum hans tók hann gjafirnar af henni aft- ur. Wanda var þreytt á þessari framkomu og fannst hún bæði ruddaleg og barnaleg. Hún hafði búist við því að þau gætu búið saman sem jafningjar og að hún myndi njóta ákveðins fjárhaglegs sjálfstæðis. Þeim hafði greinilega báðum skjátl- ast illilega í mati sínu á per- sónuleika hins. Wanda gafst því upp á sambúðinni og flutti út árið 1980. Hún var ekki ágjörn eða ósanngjörn á nokkurn hátt við hinn vellauðuga eiginmann sinn. Það eina sem hún fórfram á var að Lew greiddi fyrir hana skólagjöld í háskóla meðan hún lyki námi og 600 dollara fram- færslueyri á mánuði meðan á námi stæði. Þetta voru ekki háar upphæðir ef tekið var til- lit til hversu ríkur Lew var. Wanda hefði í raun réttri getað heimtað mun hærri fjárhæðir og fengið þær. Til gamans má geta þess að skólagjöld Wöndu numu 71.000 dollurum en hús- ið sem þau Lew höfðu búið í saman var metið á 100.000 dollara og auk þess átti hann nokkur önnur hús sem voru metin mun hærra. Hann var á sama tíma og skilnaðurinn var að ganga í gegn að selja eitt þessara húsa og útlit var fyrir að hann myndi græða yfir milljón dollara á sölunni. Hann átti einnig byggingarfyrirtæki í full- um rekstri sem var vel búið tækjum, íbúðir í Washington og nokkra rándýra bíla. Margur verður af aurum api og svo virðist að Lew hafi ekki getað hugsað sér að sjá að baki einni krónu af sínum mikla auði. Þótt kröfur Wöndu næmu ekki hærri upphæðum en svo að menn í svipaðri stöðu teldu þetta lítið meira en skotsilfur til einnar helgar var hann ákveðinn I því að greiða sem minnst. Samkomulag náðist loks um að 26 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.