Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 53

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 53
Ærsladraugagangurinn á sér því stað nálægt þess- ari manneskju og kemur yfirleitt þannig fram að hlutir færast úr stað eða hendast jafnvel veggja á milli án nokkurrar eðiilegr- ar skýringar. Ærsladraugagang- ur er öðruvísi en „venjulegur“ draugagangur að því leyti að hann virðist vera bund- inn við einhverja ákveðna mann- eskju en ekki hús eða stað. Mörg slík dæmi hafa verið skrásett hérlendis og erlendis og er til dæmis hægt að nefna tvö fræg tilfelli semgreinterfrá í Sálfræðibók Máls og menning- ar. Annað þeirra átti sér stað á bænum Hvammi í Þistilfirði árið 1913 þar sem átján ára gömul heimsæta á bænum virtist valda því að hlutum var kastað til eða þeirtýndust en fundustsvo aft- ur á furðulegum stöðum. Athug- anir „virtra mannaoggætinna" eins og það var orðað, meðal annars hreppstjórans í sveitinni leiddu í Ijós að hlutirnir virtust ekki hafa verið færðir af manna völdum. Stúlkan var þá send yfir á annan bæ og hættu þá öll læti á bænum. Ekki varð vart við nein læti á hinum bænum sem stúlkan var send á. Hitt tilfellið gerðist á lög- fræðiskrifstofu í bænum Rosen- heim í Þýskalandi árið 1967. Þar fóru að gerast ýmsir dular- fullir atburðir sem ollu því að erfitt var að halda uppi eðlilegri starfsemi. Ljósperur sprungu óeðlilega oft, símareikningarnir ruku upp þótt ekki væri hringt meira en venjulega, málverk snerust í hringi og 175 kg þung- ur skjalaskápur færðist um 30 sm frá vegg. Þekktir eðlisfræð- ingar voru fengnir til að kanna málið og leita eðlilegra skýringa á látunum en að lokum urðu þeir að játa sig sigraða. Sú sem látunum olli var nítján ára göm- ul starfsstúlka á skrifstofunni sem hét Annemarie. Lætin virt- ust alltaf eiga sér stað i kring- um hana og þegar hún hætti að vinna á skrifstofunni í febrúar árið 1968 linntu látunum jafn snögglega og þau höfðu byrj- að. Eyðíleggjandí og ofbeldis- kennd fvrirbrigði Algengasta einkenni ærsla- drauga er, eins og áður sagði, hreyfing á hlutum en einnig eru alls kyns hljóð algeng. Þar má meðal annars nefna högg og smelli á hurðum, veggjum eða húsgögnum og stundum einnig háværa hvelli. Sumir hafa einnig greint frá því að þeir hafi heyrt barnsgrát þótt ekkert barn væri á staðnum. Styrkur fyrirbrigðanna virðist í flestum tifellum minnka eftir því sem fjær dregur þeim sem veldur þeim. Það sem er ef til vill óhugn- anlegast við ærsladrauga og það sem hefurorðið kvikmyndagerð- armönnum og rithöfundum uppspretta hryllingsmynda og spennusagna er ofbeldiskennd og eyðileggjandi ,,hegðun“ ærsladrauganna. Hlutir brotna og eru eyðilagðir eða jafnvel kveikt i þeim. Stórum og þung- um hlutum er hent í átt að manneskjunni sem ærsladraug- urinn ofsækir og alls kyns hljóð virðast vera framkölluð sérstak- lega til að taka viðkom- andi manneskju átaugum og gera henni bilt við. Það er því ekkert skrýt- ið að ærsladraugar vekji óhug hjá mörgum sama hvort þeir í raun trúa á fyr- irbærið eða ekki. (Heimildir: Sálfræðibókin, Time, Spiegel o.fl). um. Má þar meðal annars nefna að sá sem verður fyrir ærsla- draugaganginum eryfirleitt ung manneskja eða unglingur. Ung- lingsstúlkur verða oftar fyrir ærsladraugagangi en drengir. Þeirsem lenda í slíkum drauga- gangi eiga það yfirleitt sam- merkt að eiga við einhvers kon- ar sálræn vandamál eða erfið- leika að stríða sem valda tauga- spennu og álagi. Þó hefur ekki verið sýnt fram á hvort ærsla- draugagangurinn er orsök eða afleiðing hinna sálrænu vanda- mála því þótt almenningur hall- ist yfirleitt að þvi að hinir sál- rænu erfiðleikar séu orsök draugagangsins má með sanni segja að ærsladraugar geti tek- ið hverja heilbrigða manneskju sem er á taugum. Einnig má nefna að yfirleitt stendur ærsladraugagangur ekki yfir lengur en i nokkra mánuði og hættir ef mann- eskjan sem verður fyrir honum er send í burtu frá þeim stað þar sem atburðirnir eiga sér stað. fram að hlutir færast úr stað eða hendast jafnvel veggja á milli án nokkurrar eðlilegrar skýringar. Úháð tíma og rúmi Þrátt fyrir að við íslendingar séum þekktir fyrir að hafa mik- inn áhuga á dulrænum fyrirbær- um er ærsladraugagangur síð- ur en svo séríslenskt fyrirbæri. Stutt leit i erlendum blöðum og á Netinu leiddi i Ijós að hægt er að finna frásagnir af ærsla- draugum víða að úr heiminum og hvort sem er í nútímanum eða í fortíðinni. Finnar og Þjóð- verjar virðast hafa verið dug- legir að skrásetja frásagnir af ærsladraugum en einnig má finna mikið af frásögnum frá Ærsladraugar ásækja yfir- leitt ungar manneskjur eða unglinga. Unglings- stúlkur verða oftar fyrir ærsladraugagangi en drengir. Þeir sem lenda í slíkum draugagangi eiga það yfirleitt sammerkt að eiga við einhvers konar sálræn vandamál eða erf- iðleika að stríða sem valda taugaspennu og álagi. Bandaríkjunum, Kanada, Nor- egi og Hollandi. Það er því Ijóst að ærsladraugarnir virðast ekki vera háðir tíma eða rúmi. Ærsladraugar hinna ýmsu landa virðast eiga ýmislegt sam- eiginlegt sem greinir þá frá öðr- um yfirnáttúrulegum fyrirbær- Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.