Vikan


Vikan - 17.10.2000, Page 53

Vikan - 17.10.2000, Page 53
Ærsladraugagangurinn á sér því stað nálægt þess- ari manneskju og kemur yfirleitt þannig fram að hlutir færast úr stað eða hendast jafnvel veggja á milli án nokkurrar eðiilegr- ar skýringar. Ærsladraugagang- ur er öðruvísi en „venjulegur“ draugagangur að því leyti að hann virðist vera bund- inn við einhverja ákveðna mann- eskju en ekki hús eða stað. Mörg slík dæmi hafa verið skrásett hérlendis og erlendis og er til dæmis hægt að nefna tvö fræg tilfelli semgreinterfrá í Sálfræðibók Máls og menning- ar. Annað þeirra átti sér stað á bænum Hvammi í Þistilfirði árið 1913 þar sem átján ára gömul heimsæta á bænum virtist valda því að hlutum var kastað til eða þeirtýndust en fundustsvo aft- ur á furðulegum stöðum. Athug- anir „virtra mannaoggætinna" eins og það var orðað, meðal annars hreppstjórans í sveitinni leiddu í Ijós að hlutirnir virtust ekki hafa verið færðir af manna völdum. Stúlkan var þá send yfir á annan bæ og hættu þá öll læti á bænum. Ekki varð vart við nein læti á hinum bænum sem stúlkan var send á. Hitt tilfellið gerðist á lög- fræðiskrifstofu í bænum Rosen- heim í Þýskalandi árið 1967. Þar fóru að gerast ýmsir dular- fullir atburðir sem ollu því að erfitt var að halda uppi eðlilegri starfsemi. Ljósperur sprungu óeðlilega oft, símareikningarnir ruku upp þótt ekki væri hringt meira en venjulega, málverk snerust í hringi og 175 kg þung- ur skjalaskápur færðist um 30 sm frá vegg. Þekktir eðlisfræð- ingar voru fengnir til að kanna málið og leita eðlilegra skýringa á látunum en að lokum urðu þeir að játa sig sigraða. Sú sem látunum olli var nítján ára göm- ul starfsstúlka á skrifstofunni sem hét Annemarie. Lætin virt- ust alltaf eiga sér stað i kring- um hana og þegar hún hætti að vinna á skrifstofunni í febrúar árið 1968 linntu látunum jafn snögglega og þau höfðu byrj- að. Eyðíleggjandí og ofbeldis- kennd fvrirbrigði Algengasta einkenni ærsla- drauga er, eins og áður sagði, hreyfing á hlutum en einnig eru alls kyns hljóð algeng. Þar má meðal annars nefna högg og smelli á hurðum, veggjum eða húsgögnum og stundum einnig háværa hvelli. Sumir hafa einnig greint frá því að þeir hafi heyrt barnsgrát þótt ekkert barn væri á staðnum. Styrkur fyrirbrigðanna virðist í flestum tifellum minnka eftir því sem fjær dregur þeim sem veldur þeim. Það sem er ef til vill óhugn- anlegast við ærsladrauga og það sem hefurorðið kvikmyndagerð- armönnum og rithöfundum uppspretta hryllingsmynda og spennusagna er ofbeldiskennd og eyðileggjandi ,,hegðun“ ærsladrauganna. Hlutir brotna og eru eyðilagðir eða jafnvel kveikt i þeim. Stórum og þung- um hlutum er hent í átt að manneskjunni sem ærsladraug- urinn ofsækir og alls kyns hljóð virðast vera framkölluð sérstak- lega til að taka viðkom- andi manneskju átaugum og gera henni bilt við. Það er því ekkert skrýt- ið að ærsladraugar vekji óhug hjá mörgum sama hvort þeir í raun trúa á fyr- irbærið eða ekki. (Heimildir: Sálfræðibókin, Time, Spiegel o.fl). um. Má þar meðal annars nefna að sá sem verður fyrir ærsla- draugaganginum eryfirleitt ung manneskja eða unglingur. Ung- lingsstúlkur verða oftar fyrir ærsladraugagangi en drengir. Þeirsem lenda í slíkum drauga- gangi eiga það yfirleitt sam- merkt að eiga við einhvers kon- ar sálræn vandamál eða erfið- leika að stríða sem valda tauga- spennu og álagi. Þó hefur ekki verið sýnt fram á hvort ærsla- draugagangurinn er orsök eða afleiðing hinna sálrænu vanda- mála því þótt almenningur hall- ist yfirleitt að þvi að hinir sál- rænu erfiðleikar séu orsök draugagangsins má með sanni segja að ærsladraugar geti tek- ið hverja heilbrigða manneskju sem er á taugum. Einnig má nefna að yfirleitt stendur ærsladraugagangur ekki yfir lengur en i nokkra mánuði og hættir ef mann- eskjan sem verður fyrir honum er send í burtu frá þeim stað þar sem atburðirnir eiga sér stað. fram að hlutir færast úr stað eða hendast jafnvel veggja á milli án nokkurrar eðlilegrar skýringar. Úháð tíma og rúmi Þrátt fyrir að við íslendingar séum þekktir fyrir að hafa mik- inn áhuga á dulrænum fyrirbær- um er ærsladraugagangur síð- ur en svo séríslenskt fyrirbæri. Stutt leit i erlendum blöðum og á Netinu leiddi i Ijós að hægt er að finna frásagnir af ærsla- draugum víða að úr heiminum og hvort sem er í nútímanum eða í fortíðinni. Finnar og Þjóð- verjar virðast hafa verið dug- legir að skrásetja frásagnir af ærsladraugum en einnig má finna mikið af frásögnum frá Ærsladraugar ásækja yfir- leitt ungar manneskjur eða unglinga. Unglings- stúlkur verða oftar fyrir ærsladraugagangi en drengir. Þeir sem lenda í slíkum draugagangi eiga það yfirleitt sammerkt að eiga við einhvers konar sálræn vandamál eða erf- iðleika að stríða sem valda taugaspennu og álagi. Bandaríkjunum, Kanada, Nor- egi og Hollandi. Það er því Ijóst að ærsladraugarnir virðast ekki vera háðir tíma eða rúmi. Ærsladraugar hinna ýmsu landa virðast eiga ýmislegt sam- eiginlegt sem greinir þá frá öðr- um yfirnáttúrulegum fyrirbær- Vikan 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.