Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 22
en sá böggull fylgdi sem var gríðarleg yfirvinna; slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengd- ar. En það er hins vegar alveg eðlilegt, þegar fólk er að læra, að það sé tilbúið til að leggja á sig mikla yfirvinnu. Blaðamaður; Mælið þið með þessu námi fyrir ungt fólk? Hildigunnur: Ég geri það hik- lausten bendiáað þetta erekki fyrir hvern sem er. Þorsteinn: Já, já, alveg hik- laust. Það er hins vegar svo að fólk finnur það mjög fljótt hvort þetta eigi við það, en þó eru alltaf nokkrir sem átta sig ekki alveg og halda þess vegna áfram og verða einfaldlega vondir þjónar. Þaðer nú yfirleitt pikkað í öxlina á slíku fólki og því bent á að kannski henti starfið því ekki nægilega vel. Hildigunnur: Ég sé það strax, til að mynda þegar ég fer út að borða, hvort viðkomandi þjónn er faglærður, ófaglærður eða nemi. Þorsteinn: Fagmenntun sést fljótt í fasi fólks; það er spurn- ing um visst öryggi og í raun og veru skiptir ekki máli hvaða geira maður talar um, ef viðkom- andi hefur þekkingu á því sem hann er að gera þá kemur sjálfs- traustið í kjölfarið. Starfið sem éger í núna er að töluverðu leyti gjörólíkt þjónsstarfinu, enda hef ég orðið að leggja nótt við nýt- an dag við að læra um alla þá hluti sem tengjast starfinu, enda nær maður engum árangri án góðrar þekkingar. Hildigunnur: Auðvitað líður engum vel í starfi nema hann búi yfir nægri þekkingu. Eng- inn kærir sig um að láta kúnn- ann rekasigágat varðandi hluti sem maður á að hafa á hreinu. Þorsteinn: Ég tel að það sé alveg óhætt að mæla með þjónsstarfinu, sérstaklega fyrir egóista því að til þess að vera góður í starfinu þarf viðkomandi í raun og veru að vera talsverð- ur egóisti. Hildigunnur: Þjónsmenntun er góð menntun og langi þjóninn til dæmisaðfaratil Norðurland- anna eða víðar þá er alveg til- valið að segja frá því að íslensk- ir þjónar hafa verið, í flestum til- vikum, í miklum metum þar sem þeir hafa komið til starfa í útlöndum. Þorsteinn: Ég hef ferðast ansi víða erlendis og farið á alls kyns veitingastaði, dýra sem ódýra og í raun allt þar á milli, og mér hefur sýnst að þjónustan út í heimi sé ekkert betri en hér á landi, ef einhverju munar þá er hún betri hér og þá er ég jafn- vel að tala um ófaglært fólk hér heima. Blaðamaður: Er þjónsstarfið góður grundvöllur, jafnvel stökkpallur fyrir önnur og betri störf? Þorsteinn: Alveg tvímælalaust og sérstaklega ef þú ferð í starf þarsem mikil pressaeroghlut- irnir þurfa að gerast hratt þá er þetta mjög góður grundvöllur. Hildigunnur: Þau eru mörgfyr- irtækin sem sækjast eftir fólki með góða þjónustulund og auð- vitað er þetta góður grunnur fyr- ir þá sem vilja fara í sölu- mennsku svo eitthvað sé nefnt, enda eru gríðarlega margir þjón- ar sem hafa gerst sölumenn og má segja að það sé oft fyrsti kost- urinn hjá flestum þeim þjónum sem hætta í bransanum. Þorsteinn: Ég get nefnt sem dæmi að áður en ég fór í at- vinnuviðtalið hjá BT þá var ég kominn með annan fótinn inn bara vegna þess að ég hafði ver- ið þjónn; atvinnurekendur vita, í flestum tilvikum, að þjónar þola pressu vel og það er ekki lítill kostur í mínu starfi. Blaðamaður: Hvers vegna hættuð þið að starfa sem þjón- ar og er mikið brottfalI úrþjóna- stéttinni? Hildigunnur: Það er óhætt að segja að það sé mikið brottfall úr stéttinni og gjarnan er það svo að fólk færir sig af stórum stöðum yfir á þá minni og það- an út úr geiranum; vert er að benda á að það er sérstaklega mikið brottfall hjá konum, en það tengist oft barneignum eins og gefur að skilja. Hvað mig varðar þá komu til nokkrar ástæður: Ég er mjög slæm í baki eftir þetta starf því að það er mikið álag á fætur og bak að vinna oft fjórtán tíma á dag á marmara og það segir sig sjálft að ekki er það mjög hollt. Eg var líka óánægð í mínu starfi því að mér fannst einfaldlega ekki borin nógu mikil virðing fyrir mér og mínum störfum og það var svona ákveðinn ágreiningur í gangi, og það var reyndar orð- ið þannig að öll tilhlökkun vegna vinnunnar var horfin. Einnigspilaði inn í aðégátti lít- ið barn sem ég sá ekki langtím- um saman; telpan mín var sof- andi þegar ég fór í vinnuna og sofnuð þegar ég kom heim svo ég missti af miklu í þroskaferli hennar sem er alveg hræðilegt. Þá hefur mér fundist þjónafé- lagið ekki standa sig nándar nærri nógu vel í kjara- og hags- munabaráttunni; það er bara alls ekki nógu sterkt félag. Þorsteinn: Það hafa nú marg- ir talað um það í gegnum árin hvað þjónafélagið sé aumt, en hvað á félagið að gera þegar langf lestir félagsmenn eru alveg óvirkir; það mæta kannski sex eðasjömannsáfund. Þaðþýð- ir lítið að væla yfir því þegar virkni og áhugi félagsmanna er svona lítill og án samstöðu þeirra getur félagið lítið gert og í raun ekkert upp á það að klaga. Hvað mig varðar var það fyrst og fremst þreyta og leiði sem var að færast æ meira yfir mig og það var ekki lengur til staðar þessi tilhlökkun að takast á við starfið; ég var svona hálf- drollandi við þetta og þá var kominn tími til að snúa sér að öðru. Blaðamaður: Hvað viljið þið segja um núverandi störf ykkar samanborið við það þegar þið störfuðuð sem þjónar? Þorsteinn: Ég er svo sem ekk- ert í mjög ólíku starf i og áður því að ég er nánast allan daginn að þjónusta fólk og selja því varn- ing þótt umhverfið sé allt ann- að og varningurinn gjörólíkur. Við höfum nú reyndar ekki kom- ið inn á það í þessu viðtali að þjónsstarfið er sölustarf út í gegn. Þjónar benda fólki á það sem er gott, þeir mæla með vissum vínum með matnum og þeir reyna auðvitað að selja fólki eins mikinn varning og þeir geta; út á það gengur þetta. Hildigunnur: Ég get nokkurn veginn sagt það sama því að í raun og veru er ég að gera það sama; helsti munurinn er kannski sá að núna er kúnninn kannski inni í fimm mínútur í staðinn fyrir fjóra eða fimm tíma. Það er reyndar meiri tölvuvinna hjá mér en áður og starfið er fjölbreyttara og press- an er ekki eins gríðarleg og ég ræð mér meira sjálf. Þorsteinn: Ég get hins vegar nefnt það að gamni mínu, svona að lokum, að það kemur stund- um yfir mann löngun til að fara að þjóna aftur; þetta virðist vera hálfgerð baktería eða sjúkdóm- ur; ég hef rætt þetta við marga fyrrum kollega mína og þeir eru samasinnis; nei, þú hættirekki í þessum bransa bara einn, tveir og þrír! 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.