Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 58
Siómaðurinn lét vtta af Iðti sfnu Ég bjó alla mína æsku og fram á ung- lingsár í litlu þorpi við sjóinn. Lífið snerist um fisk hjá flestum og nánast allar konurnar unnu í frystihúsinu en karlarnir voru sjó- menn. Ég fór snemma að vinna fyr- ir mér sem barnapía, enda þótti það sjálf- sagt að krakkar reyndu að vinna sér inn einhverja vasa- peninga. í næsta húsi við foreldra mína bjuggu ung hjón sem áttu tvö lítil börn. Maðurinn var sjómað- ur og sjaldan heima en unga konan leitaði mikið yfir til mömmu ef hún þurfti einhverr- ar aðstoðar við. Okk- ur varð fljótt vel til vina og ég passaði fyrir hana börnin meðan hún vann hálf- an daginn í frystihús- inu. Stúlkuna skulum við kalla Rósu en manninn Bjarna. Hún var aðkomustúlka í þorpinu okkar en hann heimamaður. Hún var mjög róleg og blíðlynd stúlka og smátt og smátt fór mér að þykja það vænt um hana að segja má að ég hafi litið frekar á hana sem stóra systur en nágrannakonu. Rósa fór sjaldan út á kvöldin og ég sat oft hjá henni og horfði á sjónvarpið eða spjallaði við hana. Mamma var alltaf að reyna að draga hana með sér í kvenfélagið en Rósa var feimin og vildi ekki taka þátt í félags- störfum. Þegar þau Rósa og Bjarni höfðu búið í fjögur ár I þorpinu hafði mamma loks er- indi sem erfiði. Rósafóraðtaka þátt í störfum kvenfélagsins og hafði gaman af. Fyrir hver ein- ustu jól komu konurnar saman og föndruðu eða unnu handa- vinnu sem síðan var seld á jóla- basar kvenfélagsins. Ágóðanum var varið til góðgerðamála í þorpinu okkar og allir sem vett- lingi gátu valdið komu á jóla- basarinn. Eftir að Rósa fór að vinna með kvenfélaginu passaði ég oftar fyrir hana á kvöldin. Á aðvent- unni tók hún að sjálfsögðu þátt í undirbúningi jólabasarsins enda var Rósa mjög handlagin og listfeng. Hinar konurnar voru yfir sig hrifnar af öllu sem hún gerði og hrósuðu henni mikið. Þetta varð til þess að ýta undir sjálfstraust Rósu og hún fór að verða opnari og líflegri. Kvöldið sem ég ætla að segja frá var Rósa óvenjuglöð þegar hún og mamma gengu af stað upp í safnaðarheimili. Hún lék á alls oddi, sagði brandara og hló hæst allra að þeim sjálf. Ég ætlaði að passa eins og venju- lega þegar Rósa fór eitthvað, og eins og oftast var besta vin- kona mín, Dfsa með mér. Við kvöddum mömmu og Rósu í dyrunum heima hjá henni og gengum inn í litlu, hlýlegu stof- una hennar. Börnin sváfu í svefnherberginu inn af stofunni og við vinkonurnar komum okk- Litli drengur- inn sat uppi í hjjónarúminu og horfði á mig. ur vel fyrir í sófanum. Við vor- um með myndband sem við ætl- uðum að horfa á og fulla skál af poppkorni. Myndin byrjaði og við urðum brátt niðursokknar í hana. Kaldur gustur fer um her- bergið Þetta var rómantísk gaman- mynd og þegar henni lauk vor- um við léttar í skapi og kátar. Umræðurnar snerust allar um rómantík og hvernig við ætluð- um að þekkja tilvonandi eigin- mann þegar við mættum hon- um í fyrsta sinn. Að sjálfsögðu gerðum við ráð fyrir því að við yrðum líkt og lostnar eldingu og enginn efi myndi nokkru sinni læðast að okkur ef við bara fyndum rétta manninn. Við flissuðum ogspunnum upp lýs- ingar á draumaprinsinum hvor fyrir aðra. Þá heyrðum við allt í einu gengið um útidyrnar. Við vorum alveg hissa á hversu snemma Rósa var á ferð- inni og litum hvor á aðra. Skyndilega fundum við að kald- ur gustur fór í gegnum stofuna. Við heyrðum báðar marr í þrös- kuldi svefnherbergisins og hálf- lokaðar dyrnar opnuðist upp á gátt. Eitt andartak vorum við báðar eins og lamaðar. Ég fann ekki fyrir skelfingu en gat af ein- hverjum ástæðum ekki hreyft mig. Eftir skamma stund sigr- aði ábyrgðartilfinningin og ég stökk á fætur og gekk inn til barnanna. Litla stúlkan svaf ró- leg í barnarúminu en litli dreng- urinn, sem var eldri, sat uppi í hjónarúminu og horfði á mig. Hann var alveg rólegur en þeg- ar hann sá migteygði hann fram hendurnar og bað mig að taka sig. Ég fór með hann fram og þegar við Dísa horfðumst í augu þá greip óttinn okkur. Við reyndum að láta ekki á neinu bera fyrir framan barnið og ég flýtti mér að fara með hann á baðherbergið og hjálpa honum þar. Ég gaf honum síð- an svolítinn djús i glas og lagði hann því næst í rúmið aftur. Ég sat hjá honum og strauk yfir hár hans þangaðtil hann sofnaði og síðan flýtti ég mérfram til Dísu. „Hvað var þetta?" spurði hún um leið og ég kom fram og ég náði varla að svara að ég vissi það ekki þegar gengið var um útidyrnar á ný og í þetta skipti kom Rósa hlaupandi inn. Gáði að börnunum Hún var náhvít í framan og æddi beint inn í svefnherbergi. Þegar hún hafði fullvissað sig um að allt væri í lagi með börn- in kom hún fram afturog stundi af feginleika. Hún sagðist hafa setið við vinnu sína með hin- um konunum þegar hún hefði skyndilega fundið ákaflega sterkt fyrir þeirri tilfinningu að eitthvað væri að. Hugboð þetta 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.