Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 44
 6. kafli Charlotte var þess fylli- lega meðvituð að Daniel treysti ekki dómgreind hennar. En eftir því sem tíminn leið fór hún að velta því enn frekar fyrir sér hvort Sarah hefði haft rétt fyrir sér, að hún hafi látið vafann og lélegt sjálfsmat hafa áhrif á sig. Daniel var æ oftar farinn að spyrja hana álits varðandi dómsmálin og biðja hana að vera viðstadda á fundum með skjólstæðingunum, bæði á skrifstofunni og þegar hann hitti þá úti í bæ. Hann hrósaði henni jafnvel fyrir störf hennar í sam- bandi við máishöfðun fyrir einn skjólstæðinganna og benti henni á að hún hefði fundið mikilvægan þátt í málsvörninni sem hafði aiveg farið fram hjá honum. Charlotte var orðin vön því að hann kæmi og stæði við skrif- borðið hennar og hallaði sér upp að henni meðan hann athugaði hvað hún væri að sýsla. Aður hafði hún alltaf litið á nærveru hanssem vantraust, nú var hún farin að átta sig á, og þora að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hann kynni vel að meta störf hennar. Eitt síðdegið, þegar hún hafði af miklum eldmóði lýst fyrir honum lítið kunnu fordæmi, sem hún var viss um að myndi styrkja mál sem hafði virst sama ogtapað, hafði hann allt í einu kræktóstýrilátum hárlokki íhári hennar á bak við eyrað á henni og sagt blíðlega: ,,Þú ert svo tilfinningarík, égvildi óska þess að ..." Hann sagði henni aldrei hvað það var sem hann óskaði sér, vegna þess að Anne hafði í sama bili komið inn á skrifstof- una og sagt einn skjólstæðing- anna mættan án þess að hafa gert boð á undan sér. Daniel sat enn þá á tali við hann þeg- ar Charlotte fór heim. ,,Þú lítur miklu glaðlegar út,“ sagði Sarah þegar hún kom í heimsókn helgina eftir. Hún var með börnin með sér og þau hjálpuðu afa sínum í garðinum meðan Sarah, Charlotte og mamma þeirra undirbjuggu há- degismatinn. ,,Það skyldi þó ekki vera að það hafi eitthvað með ákveðinn, kynþokkafullan, lögmann að gera?“ Charlotte hló og neitaði að svara. Tilfinningar hennar voru enn viðkvæmar og hún vildi ekki ræða þær við nokkurn mann. Auk þess hafði Daniel ekkert sagt né gert sem gæfi til kynna að hann bæri sömu tilfinning- ar til hennar. Það er að segja ef ekki var tekið með í reikn- inginn hvernig hann brosti stundum til hennar og hversu blíðlega hann hafði strokið henni um kinnina eitt sinn þeg- ar þau sátu saman inni á skrif- stofunni hennar. Charlotte velti því dreymandi fyrir sér hvernig stæði á því að örlttil snerting frá einum karl- manni hefði meiri áhrif á konu en náin kynni af öðrum. Daniel tókst að vekja upp með henni heitari þrá með lítilli snertingu en ástríðufylIstu kossar Bevans höfðu nokkru sinni gert. Hún reyndi að hrinda þessum hugs- unum frá sér. Hún var farin að verja allt of miklum tíma í dagdrauma um Daniel. Helgin var ánægjuleg og Charlotte hafði ekki verið svo afslöppuð og sátt við sjálfa sig í langan tíma. Mamma hennar kom að henni þegar hún var að leika sér við börn Söruh úti í garði og hafði orð á því að það væri langtsíðan hún hefði heyrt Charlotte hlæja svo innilega. Þá fyrst gerði hún sérgrein fyrir því hversu lengi hún hafði kastað skugga á líf allra þeirra sem stóðu henni næst. ,,Fyrirgefðu, mamma," sagði hún. ,,Það hefur líklega ekki verið auðvelt að umgangast mig upp á síðkastið.“ ,,Þú hafðir þínar ástæður," sagði mamma hennar blíðlega. Charlotte ók glöð í bragði í vinnuna á mánudagsmorgnin- um. Hún var farin að kunna vel við sig í vinnunni og jafnvel föt- in hennar, sem höfðu skapraun- að henni svo mikið, fóru ekki lengur eins mikið í taugarnar á henni. Þegarhúngekkyfirtorg- ið áleiðis að skrifstofubygging- unni flautaði einn verkamann: anna á götunni á eftir henni. í stað þess að láta það fara í taug- arnar á sér sneri hún sér við og brosti til hans og skellihló þeg- ar hún sá að hann eldroðnaði. ,,Ja, hérna, það liggur aldeil- is vel á þér,“ sagði Anne þegar þær heilsuðust. „Áttir þú góða helgi?" spurði Charlotte. Anna stundi. „Nei, væntan- legur erfingi sparkar eins og hann sé með fjóra fætur í stað tveggja og maðurinn minn kvartar undan því að geta ekki sofið á nóttunni fyrir rápinu í mér. Ég varð því fegnust að komast í vinnuna ( morgun." Charlotte brosti og lét í Ijós meðaumkun sína. Anne var þung á sér og leit þreytulega út, enda komin langt á leið. „Þetta góða skap hlýtur að vera smitandi," bætti Anne við. „Ég sá Daniel rétt áðan og það Ijómaði af honum langar leiðir ... þið hljótiðað lauma einhverj- um töfradrykk í kaffið ykkar." Charlotte eldroðnaði og laut höfði. Daniel var önnum kafinn all- an morguninn. Um hádegið kom hann inn til Charlotte til þess að láta hana vita að ein- um málflutningnum hafði ver- ið flýtt og hann yrði í réttinum það sem eftir væri dagsins. Hún var önnum kafin þegar hann kom og roðnaði þegar hún leit upp og sá hvernig hann horfði á hana. Það var eins og heilt fiðrildabú flögraði um í maganum á henni og það lá við að hana sundlaði. Hún varð svo glöð að sjá hann að hún brosti út að eyrum. „Ég var að vona að við gæt- um borðað saman í hádeginu," sagði Daniel. „Það eru nokkur mál sem mig langar að ræða við þig. Þau verða öll tekin fyr- ir fljótlega en það lítur út fyrir að vera erfitt að finna tíma til þess að getum farið í gegnum þau saman." Hann leit á klukk- una. „Það er greinilegt að við náum því ekki í dag.“ Charlotte kinkaði kolli. Hún * þorði ekki að segja orð af ótta við að röddin kæmi upp um til- finningar hennar. „Þú ert ánægð hérna hjá okk- ur, er það ekki, Charlotte?" spurði hann allt í einu. Hún kinkaði aftur kolli. „Það er gott. Vegna þess að ég gæti ekki hugsað mér að missa þig.“ Charlotte leit á hann og svip- ur hennar lýsti einlægri undrun. „Þú ert ómetanlegur starfs- kraftur,“ bætti hann við. Hún roðnaði og hvítnaði á víxl og var of undrandi til þess að geta stunið upp orði. Eftir að hann var farinn sat hún sem fastast í stólnum og starði fram fyrir sig. Orð hans bergmáluðu í huga hennar. Hann vildi ekki missa hana. Honum fannst hún ómetanleg- ur starfskraftur. Allt í einu fannst henni sem hún gæti sigr- * að heiminn, það væri ekkert það takmark sem hún gæti ekki náð. Hana dreymdi dagdrauma það sem eftir var vinnutímans og uppgötvaði um hálffimmleytið að hún hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut allan daginn. Sér er nú hver starfskraftur- inn, hugsaði hún með sjálfri sér og reyndi að einbeita sér að vinnunni. Hún hringdi til mömmu sinnar og sagðist verða að vinna frameftir. Hún tók varla eftir þvi þegar hinir fóru og reyndi að einbeita sér að verkefnunum þótt ein- beitingin ryki oftar en ekki út í veður og vind. Hún gat ekki hugsað um annað en Daniel og það sem hann hafði sagt. Klukkan hálfátta teygði hún úr sér og hitaði sér kaffi. Hún ætlaði að vinna hálftíma í við- j bót. Hún settist við skrifborð- ið, og las yfir það sem hún var búin aðskrifa. Hún varaðvinna að erfiðu máli sem krafðist mik- ils undirbúnings. Það var ekk- ert fleira sem hún gat gert þenn- an daginn. Hún hallaði sér aft- ur í stólnum, lokaði augunum og bros lék um varir hennar. „Charlotte, ertu hér enn?“ Hún opnaði augun þegar 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.