Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 21

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 21
L. vantaði þó herslumuninn á fag- mennskuna því að alltaf og alls staðar var verið að spara. Það virtist alls staðar vera sam- keppni við staði sem eru með ófaglært fólk þar sem diskunum er jafnvel kastað á borðið og ^ annað eftir því; það er eins og fólk átti sig ekki á því eða kunni ekki að meta þegar verið er að veita því góða þjónustu; þar af leiðir að hin faglega þjónusta missir marks nema ef til vill á dýrustu og fínustu stöðunum. En ég vil nú reyndar taka það skýrt fram að það er til fullt af góðu, ófaglærðu fólki sem vinn- ur við þetta fag. Hildigunnur: Ég er alveg sam- mála þessu, en talandi um námið þá lærði ég reyndar og vann á Hótel Sögu. Þar er hægt að læra allt frá a til ö sem við- kemurstarfinu. Þarvar, því mið- ur, litið á nema sem hálfgerða þræla, enda ódýrt vinnuafl. Þar lenti ég í því að námi loknu að vera vaktstjóri á móti ófaglærðu fólki sem var kannski með hálfs árs starfsreynslu; að bjóða upp * á slíkt rýrir virðingu fyrir starf- inu og þá stenst það ekki vænt- ingar manns. Maður lýkur þriggja ára námi og er svo boð- ið upp á slíkt sem þetta og laun- in, eins og þau eru í dag, eru nú ekki til að hrópa húrra fyrir. Þau eru engan veginn nógu góð, sérstaklega eftir að prósentu- kerfið var aflagt, en það gaf mun meira af sér. Þorsteinn: Ég er ekki sam- mála þegar þú talar um að litið sé á nema sem ódýrt vinnuafl ogþræla. Vissulega er reynt að fá sem mest út úr hverjum nema meðan hann er við nám, en það má ekki gleyma því að námið er rosalega góður undir- búningur fyrir þá pressu sem alltaf fylgir þessu starfi. Blaðamaður: 1 beinu fram- haldi af því sem þið voruð að segja skulum við ræða um já- kvæðar og neikvæðar hliðar þjónsstarfssins. Hildigunnur: Þetta er - fyrir það fyrsta - ofsalega gefandi og skemmtilegt starf, það er fjöl- breytt og það er gaman að gera viðskiptavininn ánægðan. Mað- ur kynnist mörgu fólki í þessu starfi og í heild séð er starfið mjög skemmtilegt. Hinsvegar er vinnutíminn mjögslæmurog alls ekki fjölskylduvænn. Þá kemur það auðvitað fyrir að maðurfærerfiða kúnna; égget nefnt sem dæmi að einu sinni fékk ég til mín mjög fúl hjón, sem höfðu allt á hornum sér, en ég bara vann í því á fullu að sleikja þau upp og gera þeim til hæfis; það endaði með því að þau skildu eftir þúsund krón- ur í þjórfé og það er vægast sagt óalgengt þegar (slendingar eiga í hlut. Maður verður að vera meðvitaður um kosti og galla starfsins og vinna út frá því. Þorsteinn: Það hlýtur að vera eitthvað í þetta starf varið þeg- ar maður sér að það eru þjónar hérna á betri veitingastöðum borgarinnar sem eru búnir að vera í þessu í 20-30 ár - jafn- vel 40 ár. En ef við komum að- eins inn á það neikvæða þá er það fyrst og fremst vanþakklæti, skiIningsleysi og dónaskapur yfirsmávægilegustu mistökum; það er alltaf viss hópur fólks sem lætur svona og lítur niður á þjóna og þjónsstarfið almennt - en ég held að slík hegðun end- urspegli ágætlega hvernig manneskjur þetta eru og mað- urgetur ekki tekið slíkt inn á sig til lengdar. Það er hins vegar nokkuð hátt hlutfall þjóna sem hættir í bransanum; mérskilst að meðalaldur þjóns í starfi sé eitthvað um tíu ár. En ég hef kynnst alveg gríðarlega mörgu og skemmtilegu fólki í þessu starfi; ég get nefnt sem dæmi að þegar ég hætti á Hótel Borg þá hringdi í mig kúnni og vildi fá mig út með sér því það væri svo langt síðan hann hefði hitt mig. Svona lagað er auðvitað m jög ske m m t i I egt og j á k vætt og sýnir að maður hafi líka verið ( góðum málum. Hildigunnur: Það var einn kúnni sem gaf mér fimm þús- und krónur eftir að ég kom úr barneignarfríi og það segir sig sjálft að það er gaman að finna að störf manns hafa verið vel metin a.m.k af sumum; svona nokkuð gefur manni mikið. Þorsteinn: Það er einn stór og jákvæður punktur við þetta starf og það er að fólkið sem vinnur við þetta er upp til hópa skap- gott og glaðlynt, svolítið klikk- að náttúrlega því þjónar þurfa helst að vera dálítið klikkaðir, sérstaklega á þeim stundum þegar þeir þurfa að hlusta á sví- virðingar fólks í eigin garð fyrir ekki neitt. En ég er reyndar búinn að eignast mikið af góð- um og traustum vinum í gegn- um starfið og það er ekki svo lít- il umbun. Blaðamaður: Tekur starfið breytingum? Þróast það? Þorsteinn: Tvímælalaust. Það hefur átt sér stað hérna á (s- landi mikil þróun í vínmenningu og matargerð og úrvalið og fjöl- breytnin er orðin slík að I raun má tala um byltingu og flestir, sem sækja veitingahús reglu- lega, gera sér vel grein fyrir því. Þetta er mjög jákvæð og skemmtileg þróun og fólk virð- ist vera æ opnara og meðvitaðra um gildi aukins framboðs vína og fjölþreytileika matargerðar- innar. Hildigunnur: Ég vil taka und- ir þetta, en mérfinnst vanta dá- lítið á það innan veitingageirans að manni séu kynntar nýjungar í víni og mat; einnig finnst mér vanta stefnu í menntamálum stéttarinnar; markviss endur- menntun er öllum til góðs en að sjálfsögðu gerir maður sér grein fyrir því að slíkt kostar peninga og kann vel að vera að þar liggi hundurinn grafinn, enda er mjög dýrt að reka veitingahús svo vel sé. Blaðamaður: Er borin virðing fyrir þjónum og þjónsstarfinu? Þorsteinn: Það er borin virð- ing fyrir okkur þegar við stönd- um okkur vel í starfi og við erum verðlaunuð á ýmsan hátt, t.d. með þjórfé, sem kemur þó að- allega frá útlendingum, en einnig með þessum tveimur orðum sem segja svo mikið og gefa: „Takkfyrir." Þettaermik- ið stemmningsstarf og maður veit í raun aldrei hvernig næsti dagur eða næsta vakt verður. Hildigunnur: Mér finnst aðal- lega vanta virðingu fyrir þjónum innan veitingageirans sjálfs. Þegar ég var í barneignarfríi þá var til að mynda ófaglærð manneskja látin vinna mín störf. Ráðamenn veitingahús- anna mættu bera meiri virðingu fyrir náminu sem slíku. Á Hót- el Sögu, þar sem ég var, eru tvær konur veitingastjórar og ég veit að önnur þeirra hefur ekki nám að baki sér. Þorsteinn: Nú ert þú að tala um þann stað sem hefur einna mest haldið í það að vera með faglært fólk í vinnu og fáir gert betur hvað það varðar. Það verður líka að segjast eins og er að framboð á framreiðslu- nemum er ekki mikið og þar spila auðvitað launamál inn í en fólk verður líka að muna að það er að fá góða menntun í leið- inni. Hildigunnur: Mér finnst að ég hafi fengið ágætis heiIdarlaun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.