Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 2
J
Læknirinn var að skoða sjúkling sem var
með mikinn handskjálfta: „Drekkurðu mik-
ið?"
„Nei, eiginlega ekkert. Það sullast allt út
úr glasinu."
Læknirinn kom til sjúklingsins
daginn eftir uppskurðinn,
alvarlegur á svip. „Því
miður lítur út fyrir að
ég verði að skera
þig aftur því ég
gleymdi öðrum
hanskanum
innan í þér.“
„Má ég ekki
frekar kaupa
nýtt par
handa þér?“
spurði sjúk-
iingurinn.
Klósettið var stíflað heima
hjá lækninum og hann fékk
pípulagningamann til að losa stífl-
una. Píparinn var í korter að losa
stífluna og þegar hann var búinn
skrifaði hann reikning upp á sjö þús-
und krónur.
„Hvað!“ hrópaði læknirinn, „ekki get
ég rukkað mína viðskiptavini svona.“
„Nei, þess vegna hætti ég í lækning-
unum,“ svaraði píparinn.
Læknirinn og konan hans rifust heiftar-
lega eitt kvöldið og læknirinn hreytti í kon-
una sína: „Og þar að auki ertu léleg í rúm-
inu!“
Hann sá eftir öllu saman daginn eftir og
hringdi í konuna upp úr hádeginu til að
reyna að sættast við hana. Síminn var bú-
inn að hringja lengi þegar konan svaraði,
móð og másandi.
„Hvar varstu eiginlega? Éger búinn að láta
hringja í óratíma."
„Ég var í rúminu. Mér fannst réttara að fá
álit annars læknis á ástandi rnínu."
Svo var það dýralæknirinn
sem fór til heimilislæknisins
síns vegna þess að hann var
svo slæmur í maganum.
Heimilislæknirinn lét hann lýsa
einkennunum
vandlega, síð-
an matar-
æðinu og
loks vildi
hann fá að
spyrja nokk-
urra spurn-
inga um lífs-
hætti. Það var
farið að
síga svo-
lítið í dýra-
lækninn og
hann sagði:
„Ekki þarf ég
WÆ að fá svona ítar-
legar upplýsingar
til að geta sjúkdómsgreint
mína sjúklinga. Geturðu virki-
lega ekki hjálpað mér án alls
þessa spurningaflóðs?"
„Jú, jú. Hérna færðu lyfseðil,
þú skalt taka tvær
töflur á dag og
ef þú verður
ekki betri eftir
viku verð ég
líklega að lóga
þér.“
Undirbúningur fyrir brióstaskoöun
Margar konur kvíða mjög að fara í brjósta-
skoðun. Hér eru nokkrar sáraeinfaldar æf-
ingar sem þú getur gert heima til að und-
irbúa þig:
l.æfing
Klæddu þig úr að ofan. Opnaðu dyrnar á
ísskápnum og settu annað brjóstið inn í
hann. Láttu sterkasta vin þinn loka hurð-
inni eins þétt og hægt er. Haltu þessari
stöðu í 5 sekúndur. Endurtaktu þetta ef það
hefur ekki tekist nógu vel í fyrsta skiptið
eða ef þér er ekki orðið nógu kalt.
2.æfing
Farðu út í bílskúr að nóttu til (til að vera
viss um að hitastigið sé nógu lágt). Farðu
úr öllum fötunum og sveipaðu utan um
þig þunnu laki. Sittu svona í um það bil
10 mínútur. Leggstu á gólfið fyrir aftan
bílinn og biddu einhvern að bakka bílnum
hægt og varlega yfir annað brjóstið á þér þar
til það er alveg flatt og ískalt. Endurtaktu
leikinn með hitt brjóstið.
3.æfing
Láttu tvær járnplötur í frystihólfið og hafðu
þær þar yfir nótt. Farðu úr að ofan. Bjóddu
einhverjum sem þú þekkir ekkert inn til þín.
Leggðu annað brjóstið upp að annarri járn-
plötunni og biddu gestinn að skella hinni
á móti og pressa eins fast og hann getur.
Endurtakið með hitt brjóstið.
Mæltu þér síðan móti við
viðkomandi gest
eftir tvö ár svo
hægtséaðend-
urtaka með-
ferðina.
2 Vikan
i