Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 2

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 2
J Læknirinn var að skoða sjúkling sem var með mikinn handskjálfta: „Drekkurðu mik- ið?" „Nei, eiginlega ekkert. Það sullast allt út úr glasinu." Læknirinn kom til sjúklingsins daginn eftir uppskurðinn, alvarlegur á svip. „Því miður lítur út fyrir að ég verði að skera þig aftur því ég gleymdi öðrum hanskanum innan í þér.“ „Má ég ekki frekar kaupa nýtt par handa þér?“ spurði sjúk- iingurinn. Klósettið var stíflað heima hjá lækninum og hann fékk pípulagningamann til að losa stífl- una. Píparinn var í korter að losa stífluna og þegar hann var búinn skrifaði hann reikning upp á sjö þús- und krónur. „Hvað!“ hrópaði læknirinn, „ekki get ég rukkað mína viðskiptavini svona.“ „Nei, þess vegna hætti ég í lækning- unum,“ svaraði píparinn. Læknirinn og konan hans rifust heiftar- lega eitt kvöldið og læknirinn hreytti í kon- una sína: „Og þar að auki ertu léleg í rúm- inu!“ Hann sá eftir öllu saman daginn eftir og hringdi í konuna upp úr hádeginu til að reyna að sættast við hana. Síminn var bú- inn að hringja lengi þegar konan svaraði, móð og másandi. „Hvar varstu eiginlega? Éger búinn að láta hringja í óratíma." „Ég var í rúminu. Mér fannst réttara að fá álit annars læknis á ástandi rnínu." Svo var það dýralæknirinn sem fór til heimilislæknisins síns vegna þess að hann var svo slæmur í maganum. Heimilislæknirinn lét hann lýsa einkennunum vandlega, síð- an matar- æðinu og loks vildi hann fá að spyrja nokk- urra spurn- inga um lífs- hætti. Það var farið að síga svo- lítið í dýra- lækninn og hann sagði: „Ekki þarf ég WÆ að fá svona ítar- legar upplýsingar til að geta sjúkdómsgreint mína sjúklinga. Geturðu virki- lega ekki hjálpað mér án alls þessa spurningaflóðs?" „Jú, jú. Hérna færðu lyfseðil, þú skalt taka tvær töflur á dag og ef þú verður ekki betri eftir viku verð ég líklega að lóga þér.“ Undirbúningur fyrir brióstaskoöun Margar konur kvíða mjög að fara í brjósta- skoðun. Hér eru nokkrar sáraeinfaldar æf- ingar sem þú getur gert heima til að und- irbúa þig: l.æfing Klæddu þig úr að ofan. Opnaðu dyrnar á ísskápnum og settu annað brjóstið inn í hann. Láttu sterkasta vin þinn loka hurð- inni eins þétt og hægt er. Haltu þessari stöðu í 5 sekúndur. Endurtaktu þetta ef það hefur ekki tekist nógu vel í fyrsta skiptið eða ef þér er ekki orðið nógu kalt. 2.æfing Farðu út í bílskúr að nóttu til (til að vera viss um að hitastigið sé nógu lágt). Farðu úr öllum fötunum og sveipaðu utan um þig þunnu laki. Sittu svona í um það bil 10 mínútur. Leggstu á gólfið fyrir aftan bílinn og biddu einhvern að bakka bílnum hægt og varlega yfir annað brjóstið á þér þar til það er alveg flatt og ískalt. Endurtaktu leikinn með hitt brjóstið. 3.æfing Láttu tvær járnplötur í frystihólfið og hafðu þær þar yfir nótt. Farðu úr að ofan. Bjóddu einhverjum sem þú þekkir ekkert inn til þín. Leggðu annað brjóstið upp að annarri járn- plötunni og biddu gestinn að skella hinni á móti og pressa eins fast og hann getur. Endurtakið með hitt brjóstið. Mæltu þér síðan móti við viðkomandi gest eftir tvö ár svo hægtséaðend- urtaka með- ferðina. 2 Vikan i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.