Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 29
mínum þóknaðist að fara heim. Teddi gaf mér símanúmerið sitt og spurði hvort ég væri til í að hitta hann seinna. Ég svaraði með því að gefa honum síma- númerið mitt og sagði að hon- um væri velkomið að hafa sam- band ef hann vildi. Daginn eftir var ég með smá- samviskubit en huggaði mig við það að þetta skipti ekki máli, Teddi myndi örugglega aldrei hafa samband. Nokkrir dagar liðu og ég var hálft í hvoru að vona að hann hringdi. Það gerði hann svo einn daginn. Við fór- um að hittast á laun og það var eins og ég vaknaði upp af löng- umsvefni. Égfór í megrun, létt- ist um mörg kíló og keypti mér ný föt. Teddi er tólf árum yngri en ég og bjó einn þannig að það var ekkert vandamál fyrir okk- ur að hittast heima hjá honum. Ég vissi að ég var komin á hættulega braut þegar við fór- um að sofa saman. Ég var orð- in mjög hrifin af honum og ald- ursmunurinn á okkur virtist ekki skipta nokkru máli. Viðtöluðum saman, hlógum saman, horfð- um saman á sjónvarpið og kel- uðum. Mér leið eins og ég væri orðin táningur í annað sinn. Maðurinn minn tók eftir breyt- ingunni á mér og fór að gruna mig um framhjáhald. Einhvern veginn tókst mér að sannfæra hann um að ég væri saklaus af þvf, mér liði bara betur. Lengi vel trúði hann mér en svo kom að því að ég játaði allt fyrir hon- um. Maðurinn minn varð reið- ur ogsár en loksins var hann til- búinn til þess að hlusta á mig. Ég sagði honum hvernig mér væri búið að líða í hjónaband- inu og hann sagðist reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að bæta hjóna- bandið ef ég lofaði að hitta þennan mann aldrei aftur. Ég lofaði því. En það var erfitt að standa við það loforð því hjónabandið batnaði ekki hætishót. Eitt kvöldið fórum við hjónin sam- an í veislu og þar hélt maður- inn minn fram hjá mér nánast fyrir framan nefið á mér. Eftir það kvöld fór ég beint til Tedda því mér fannst tilgangslaust að reyna að bjarga svona hjóna- bandi. Við hjónin reyndum að ræða málin en ég hélt því leyndu fyrir honum að ég væri aftur farin að vera með Tedda sem hringdi í mig nánast dag- lega. Við hjónin ákváðum að reyna að komast hjá hjónaskiln- aði, þess í stað ætluðum við að reyna að verja meiri tíma sam- an. Við fórum tvö saman í sum- arfrítil útlanda og ég var ákveð- in í því að slíta öllu sambandi við Tedda. Ég vildi, þrátt fyrir allt, reyna að bjarga hjónaband- inu. Við hjónin höfðum það gott saman í fríinu og ég var sann- færð um að við gætum byrjað nýtt líf saman. Samuiskubit En Adam var ekki lengi í Paradís. Þrátt fyrir góðan ásetn- ing gekk okkur ekki vel að höndla daglegt líf og fljótlega fór allt í sama, gamla farið. Ég fór ekki lengur út með honum til þess að hitta vinnufélagana, hann fór oft einn til útlanda og áfundi úti á landi og varoftfjar- verandi dögum saman. Teddi hafði samband við mig um leið ogégkom heim úrfríinu ogvildi halda sambandi okkar áfram. Ég vissi að það var rangt en löngunin til þess að hitta hann var svo sterk að ég ákvað að hitta hann einu sinni enn áður en ég sliti sambandinu fyrir fullt og allt. Strax og ég sá Tedda fann ég hvað ég hafði saknað hans mik- ið og öll fögur fyrirheit um sam- bandsslit fóru út um þúfur. Hann átti í fjárhagsörðugleikum og þar sem ég átti varasjóð, sem enginn vissi af, lánaði ég hon- um peninga nánast (hvert skipti sem við hittumst. Þegar ég var búin að borga fyrir hann þriggja mánaða húsaleigu og kaupa handa honum mat af og til fór ég að sjá mynstrið hjá honum. Hann var einungis að nota mig. Hann leitgremi- lega á mig sem ríka, vanrækta kerlingu úti í bæ sem þyrfti á honum að halda. Hann var alltaf tilbúinn að hitta mig þegar ég vildi og að sjálfsögðu var hann alltaf blankur. Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég áttaði mig á því hvað var að gerast og var ákveðin í því að honum skyldi ekki verða káp- an úr því klæð- inu að misnota mig. Um tíma hætti égað hitta hann en ein- hvern veginn tókst honum alltaf að lokka mig til sín aftur. Jafnvel þótt ég væri ákveðin í því að lána hon- um ekki oftar peninga gat ég ekki neitað honum um að vera ábyrgðarmaður á láni sem hann varð að taka og einnig keypti ég á hann föt. Ég hef ekki séð hann eftir að hann fékk lánið, hann er hættur að hringja í mig og bjóða mér í heimsókn. Ég sakna hans og hef hringt í hann en alltaf þegar ég hef tækifæri til þess að hitta hann segir hann að sá tími henti honum ekki. Ég segi þessa sögu öðrum konum til viðvörunar. Konur ættu að hugsa sig vel um áður en þær láta undan lönguninni að halda fram hjá manninum sínum. Ég sit uppi með sára höfnunartilfinningu ogfinnstég hafa verið algjör hálfviti að sjá ekki í gegnum Tedda. Ég get ekki skilið hvernig ég leyfði hon- um að notfæra sér góðmennsku mína svo gróflega. Það er ein- læg ósk mín að einhvern tíma öðlist ég kjark til þess að segja manninum mínum allan sann- leikann en mér finnst ég ekki eiga fyrirgefningu hansskiliðog verð að vera reiðubúin að taka afleiðingum gerða minna þeg- ar að því kemur. Ég er ákveðin í því að krefja Tedda skýringa og gæta þess að falla ekki í þá gryfju að trúa einhverri fárán- legri lygasögu. Ég ætla ekki að falla fyrir honum eina ferðina enn og hann skal ekki halda að hann geti haldið leiknum áfram. Það mun svo vonandi koma í Ijós hvort mér tekst einhvern tíma að sættast við sjálfa mig. Lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, Jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilisfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga", Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Nctfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.