Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 7
 » ao ma Félag einstæðra foreldra var stofnað árið 1969 og hefur það fyrst og fremst að markmiði að standa vörð um hagsmuni einstæðra foreldra og barna þeirra á opinberum vett- vangi. Við reynum til dæmis að kynna stjórnvöldum okkar sjón- armið í einstökum málum og skoðum þingsályktunartiIlögur, t.d. varðandi húsaleigubætur, Barnahúsið, fæðingarorlof og tekju- og eignaskatt, svo eitt- hvað sé nefnt. Konur eru í meirihluta okkar félagsmanna en karlarnir í fé- laginu leita líka til okkar, enda erum við með félagsáðgjafa og lögfræðing á okkar snærum sem geta hjálpað til við að leysa úr erfiðum deilumálum, t.d. varð- andi umgengnisrétt og þess háttar,“ segir Margrét. Auk þessara verkefna rekur félagið tvö hús fyrir einstæða foreldra í húsnæðisvanda. „Húsin eru bráðabirgðahús- næði fyrir einstæða foreldra í vanda. Þau voru upphaflega hugsuð fyrir fólk sem var að skilja og vantaði tímabundna lausn, enda eru íbúðirnar í hús- hafa heyrt talað um einstæða foreldra, og þá sér- staklega einstæðar mæður, eins og þeir væru ein- hver sérstakur þjóðflokkur sem kæmi okkur hinum lítið við. Ég hef líka fundið fyrir því að sumir tala nú um að þessar einstæðu mæður hafi það nú ansi gott með allar sínar bætur og niðurgreiðslur og þær þurfi aldeilis ekki að kvarta. unum mjög litlar, aðeins 15- 40 fermetrar, og ekki ætlast til að fólk sé þar lengur en í 6-8 mánuði. Núorðið fer mikið af okkar tíma í rekstur þessara húsa og í að hjálpa fólki að fá annað húsnæði þar á eftir. Það hefur líka aukist að fé- lagsþjónusta borgarinnar bendi einstæðum foreldrum á okkur sem er bæði gott og slæmt því við önnum í raun ekki öllum þessum verkefnum og getum illa leyst úr húsnæðisvanda annarra en þeirra sem eru í al- gjörri neyð. En það er auðvitað ofboðsleg- ur biðlisti eftir íbúðum hjá Reykjavíkurborg sem veldur því aðfólk dvelur lengur í húsunum okkar en ella og færri komast því að þar,“ bætir Margrét við. Húsnæðisuandinn míkill Þrátt fyrir að einstæðir for- eldrar bendi oft á bág kjör sín og ýmsan vanda sem fylgi því að reka heimili einn, þ.e.a.s. með aðeins einni fyrirvinnu, virðist þeim skoðunum æ oftar skjóta upp kollinum að einstæðir for- eldrar hafi það í raun og veru ekki svo slæmt því þeir fái svo mikla fyrirgreiðslu í kerfinu og góðar bætur. Hefur hagur ein- stæðra foreldra vænkast á und- anförnum misserum? „Það er auðvitað erfitt að al- hæfa nokkuð en ég myndi ekki telja að svo væri. Ég veit ekki hvort hann hefur versnað en hann hefursennilega ekki batn- að. Við finnum að minnsta kosti mikið fyrir því að húsnæðis- vandi einstæðra foreldra, sem og annarra, hefur aukist veru- lega með þeim verðhækkunum sem orðið hafa bæði á fast- eignamarkaðnum og leigumark- aðnum. Leigumarkaðurinn er svo lít- ill, eftirspurnin margföld á við framboðið vegna þess aðmarg- ir hafa skiljanlega selt íbúðir sem þeir áður leigðu út vegna þess að þeir hafa grætt á þvf að selja á meðan íbúðaverð er svona hátt. Auk þess hefur fólki verið gert erfiðara fyrir með að kaupa hús- næði eftir að kaupleigukerfið var tekið af því nú þarf fólk sjálft að eiga tíu prósent af íbúðaverð- inni sem útborgun sem er mörg- um hreinlega ofviða. Áður- nefndar hækkanir á fasteigna- markaðnum hafa svo auðvitað torveldað fólki enn frekar að eiga fyrir útborgun í íbúð.“ Svo hefur fólksflóttinn utan af landi auðvitað sitt að segja því einstæðir foreldrar sem koma utan af landi geta lent í miklum vandræðum ef þeir eru enn með lögheimili í gamla sveitarfélaginu sínu. Þá eiga þeir auðvitað ekki rétt á aðstoð frá Reykjavíkurborg sem getur komið þeim í vanda því þeir hafa ekki bolmagn til að borga þá húsaleigu sem viðgengst á hinum almenna markaði í borg- inni. Það er greinilegt að húsnæð- isvandi einstæðra foreldra er Margréti ofarlega í huga, enda segir hún að meirihluti ein- stæðra foreldra sé konur í lág- launavinnu þótt auðvitað sé erfitt að setja alla einstæða for- eldra undir einn hatt. En eimir ekki enn eftir því að all ir einstæðir foreldrar séu sett- ir undir einn hatt og stimplaðir með neikvæðum stimpli? „Jú, ég held það. Égvarsjálf gift í mörg ár og man vel eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.