Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 59
aði fjölskyldunni frá hungur- dauða því flestir voru búnir að missa allan áhuga á mat sem snæddur var utan dyra. Gras- spretta var með ágætum þetta sumar og strax í byrjun júní var kominn tími til að slá fyrsta slátt í garðinum. Um svipað leyti var pabbi sendur í viðskiptaferð til útlanda en mamma taldi það nú ekki eftir sér að slá grasblett- inn okkar og halda honum við. Sláttur hefst í garðinum Sólríkan sunnudag rétt eftir hvítasunnu bretti mamma upp ermar, dró fram sláttuvélina góðu og arkaði vígaleg út í garð. Þetta var bensínvél og eins og sönnum atvinnumanni sæmir athugaði mamma fyrst hvort ekki væri nægilegt eldsneyti á vélinni. Síðan hóf hún lífgun- artilraunir, stillti á start og tog- aði snöggt og fast í þar til gert band sem koma átti vélinni í gang. Vélin hófst á loft við átök- in en hvorki heyrðist frá henni hósti né stuna. Mamrna reyndi aftur og allt fór á sama veg svo hún reyndi aftur og aftur og síð- an enn aftur. Vélin sat þarna þögul og kyrr jafn dauð úröllum æðum og risaeðlurnar. Móðir mín er betur þekkt fyrir margt annað en að gefast auðveldlega upp. Hún dró því djúpt andann og kippti enn á ný hraustlega í spottann. Vélin hófst á loft og dansaði eftir grasflötinni en ekki heyrðist einu sinni hálf- kæfð stuna né barst svo mikið sem örlítil reykjarslæða frá henni. Mamma hnykklaði brúnirnar og setti hendur á mjaðmir. Með spekingssvip skoðaði hún vél- ina í krók og kring og potaði ábúðarfull í einhverja álkassa sem sátu ofan á vélinni. Ekki kom það að neinu gagni svo hún kallaði á bróður minn og bað hann að reyna að koma ein- hverju viti í tækið. Hann tölti út í garð og líkt og mamma neytti hann aflsmunar og rykkti af öllum kröftum í bandið. Aft- ur flaug sláttuvélin góða hátt á loft, lenti með látum á flötinni og skoppaði tvö máttleysisleg skopp aftur á bak áður en hún stóð aftur kyrr en mótorinn hreyfðist ekki. Ég stakk upp á því að þau þyldu yfir kvikindinu nokkrar særingar úr Gráskinnu Galdra- Lofts en hvorugu þeirra þótti ég fyndin. Næst var brugðið á það ráð að kalla til eiginmann frænku minnar sem var svo óheppinn að búa í næsta ná- grenni og hafa asnasttil að læra rafvirkjun meðan hann var enn ungur og óþroskaður. Auk þess hafði maðurinn farið á nám- skeið í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Mannvesalingurinn blandaði sér í hópinn þarna í garðinum og hóf lífgunartilraun- ir á sláttuvélinni. Hvort meist- arapróf í rafvirkjun eða nám- skeiðin hjá Rauða krossinum gerðu útslagið er ómögulegt að segja en skyndilega hóstaði sláttuvélin, spýtti frá sér svört- um, ógeðslegum reyk og hrökk í gang. Líkamlegum refsingum beitt Mamma varð eitt blíðubros og þakkaði manninum margfald- lega hjálpina. Hann skyldi svo bara fara heim og njóta þess sem eftir væri af sunnudegin- um, héreftiryrði húneinfærum verkið. Sláttuvélarlæknirinn snjalli lét ekki segja sér það oft og hvarf á braut jafnfljótt og reykurinn aftan úr vélinni góðu. Mamma greip hins vegar þétt- ingsfast um handfangið og renndi vélinni fagmannlega inn í kafgresið. Púst, hóst, kjökt og þögn, vélin drap á sér um leið. Enn upphófust rykkir og tog í bandið góða og eftir langa mæðu hrökk vélin í gang aftur. Aftur renndi mamma henni af stað og aftur drap hún á sér jafnskjótt og reynt var að hreyfa hana. Móður minni var tekið að renna nokkuð í skap eftir þessi viðskipti, það var auðséð á eldrauðu andliti hennar, og þeg- ar hún leit á tækið góða sem stóð rólegt og kyrrt fyrir fram- Lesandi senir frá an hana, brann eldur úr aug- um hennar. Það var brúnaþung kona með samanbitnar varir sem kippti í spottann í þetta sinn og þegar vélin hrökk í gang renndi mamma henni eins var- „Þetta erekki sláttuvél, þetta er vítisvél,“ argaði mamma og æddi út í garð. Við systkinin hlupum að glugganum og horfðum undr- andi á móður okkar, sem er lega og hægt af stað og hægt var. í þetta sinn gekk vélin ágætlega fáeina metra og brún- in tók að lyftast á mömmu. En Adam var ekki lengi í Paradís. Enn einu sinni drap vélin á sér og svo aftur og aftur. Ég og bróðir minn vorum hætt að fylgjast með viðskiptum þeirra vinkvennanna þarna í garðinum, enda var þetta orðið nokkuð leiðigjarnar endurtekn- ingar. Okkur brá því nokkuð þegar mamma birtist skyndi- lega sótbölvandi inni á miðju gólfi í stofunni, stappandi nið- urfótumoghreinlega hoppandi uppog niður í stjórnlausri reiði. Við skildum ekki almennilega það sem hún sagði en höfðum aldrei fyrr heyrt móður okkar, sem er skapsti11ingarkona, tvinna svo saman blótsyrðum. Eftir að hafa fengið þannig út- rás fyrir erfiðustu tilfinningarnar snerist mamma snöggt á hæli, æddi fram í eldhús og sótti klaufhamarinn hans pabba. „Hvað ætlarðu að gera með hamarinn, mamma mín?“ spurði bróðir minn blíðlega. „Ég ætla að berja þessa helv.... vél,“ hvæsti mamma á móti. „Sláttu- vélina?" hélt bróðir minn áfram og ég dáðist að hugrekki hans. ákafleg blíð og Ijúf kona, keyra klaufhamarinn hvaðeftirannað ofan í koll sláttuvélarinnar. Bróðir minn sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann gekk út í garð, tók blíðlega undir hand- legg mömmu og leiddi hana inn. Hann sagði henni að setj- ast nú og fá sér kaffibolla hann skildi klára að slá. Sláttuvélin hefur sennilega lært sína lexíu á þessum aðgerðum mömmu því hún gekk hikstalaust þar til bróðir minn hafði lokið við að slá. Áhugi mömmu og eldmóð- ur þegar kom að garðinum hafði hins vegar minnkað talsvert og þegar pabbi gaf henni nýja sláttuvél í jólagjöf í fyrra var hún ekki næstum eins kát og þegar hann gaf henni rafmagnsrunna- klippurnar. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. lieimilisfungiA er: Vikan - „Lílsreynslusaga'1, Seljavcgur 2, 101 Reykjavik, Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.