Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 19
Ertu raunalegur rómantíker?
Mér finnst oft sem lífið sé í raun og veru ekki
byrjað.
Ég ver löngum tíma í hugsanir um barnæskuna
og gamla kærasta/gamlar kærustur.
Það skilur mig engin(n).
Engin(n) er næmari á tilfinningar annarra en ég.
Það er mikilvægt fyrir mig að þróa minn eigin stíl.
Að mínu mati eru þeir ekki upp á marga fiska sem
líta hjónaskilnaði mildum augum.
Ég verð eirðarlaus ef hlutirnir ganga ekki nógu
hratt fyrir sig.
Ég á mér leyndarmál sem ég segi fáum.
Stundum finnst mér sem ég sé að leika hlutverk
sem aðrir ætlast til að ég leiki.
Ég verð reið(ur) þegar mér finnst mér vera
hafnað.
Raunalegi rómantíkerinn
Ertu eftirtektarsamur?
Ég þoli ekki þegar mér finnst ég ekki hafa fast
land undir fótum.
Mér líður oft eins og ég sé áhorfandi að lífinu
þegar ég er innan um annað fólk.
Ég segi ekki margt nema þegar mér f innst ég hafa
eitthvað til málanna að leggja.
Ég á erfitt með að treysta fólki og fáir þekkja
mig eins og ég er.
Ég hata að eyða tímanum til einskis.
Ég vil helst komast hjá því að hamingja mín sé
háð duttlungum annarra.
Fólk spyr mig oft um hvað ég sé að hugsa.
Ég vil fá eitthvað fyrir peningana mína.
Fólk ásakar mig oft fyrir að hafa kaldhæðnis-
lega kímnigáfu og ég á auðvelt með að koma auga
á eitthvað spaugilegt við flestar aðstæður.
Ég á erfitt með að biðja um hjálp.
Ertu efahyggjumaður?
Mér hættir til að ofvernda þá sem mér þykir
vænt um.
Það þarf ekki mikið til þess að ég verði
áhyggjufull(ur).
Ég hef stöðugar áhyggjur af því að mér
mistakist það sem ég tek mér fyrir hendur.
Að mínu mati er allur mótþrói tilgangslaus.
Ég skil ekki fólk sem gerir sér lífið erfitt.
Það er yfirleitt litið á mig sem trausta(n) og
duglega(n) konu/mann.
Það tekur mig yfirleitt langan tíma að Ijúka verki
þannig að ég sé ánægð(ur).
í dagdraumum mínum er ég í hlutverki
hetjunnar.
Ég hef samúð með lítilmagnanum.
Ég geri bara það sem ég hef áhuga á.
Efahyggjumaðurinn
Fjarkar eru sjarmerandi og næmir á líð-
an annarra. Þeir hafa samúð með þeim sem
eiga í erfiðleikum því þeir eiga auðvelt með
að setja sig í þeirra spor. Fjarkar gera allt
til þess að komast hjá því að lifa tilbreyting-
arlausu lífi. Þeir telja sig mjög sérstaka og
fá það oft á tilfinninguna að aðrir skilji þá
ekki. Þeir leyna þessum staðreyndum með
því að vera eðlilegir og blátt áfram í hegð-
un og klæðaburði. Það aftur á móti kyndir
undir þeirri skoðun þeirra að þeir séu leik-
arar í leikriti. Fjarkar halda því fram að
þeirvilji lifa venjulegu ogrólegu lífi þótt þeir
séu í raun ogveru spennufíklarog lifi sjaldn-
ast í núinu.
Fjarkar þurfa að læra að framkvæma í
stað þess að hugsa. Einnig verða þeir að
læra að njóta andartaksins og hætta að lifa
í ótta við að verða skildir eftir, einir og yf-
irgefnir.
Þú getur hjálpað fjörk-
unum með því
að
sleppa
því að gefa
þeim ráðlegg-
ingar. Gerðu þér
grein fyrir því að
þótt þér finnist
þeir háttstemmdir til-
finningalega þá líta þeir máliðallt
öðrum augum.
Athugandinn
Fimmur eru góðir hlustendur. Þær eru
rólegar og blíðlegar og laða fram það besta
í fólki, sérstaklega yngra fólki. Þær segja
ekki margt, forðast orkuþjófa og gæta þess
að flækjast ekki um of í tilfinningaleg mál-
efni. Fálæti þeirra fer oft í taugarn-
ar á fólki. Fimmunum finnst
oft sem þær séu hafðar út-
undan á mannamótum og
eiga það til að
vera hálfgert f
felum.
Fimmur eru
fróðleiksfúsar og
leggja meiri áherslu á hugann en hjartað,
jafnvel þótt þær séu í rauninni tilfinninga-
verur.
Fimmur þurfa að læra að oft er betra að
gefa en þiggja, þær geti ekki ætl-
asttil þessaðöðlastvináttu ef þær
gefi ekkert af sér í staðinn. Þær
þurfa að sætta sig við það að innsæi
er ekki síður mikilvægt en góð greind.
Þú getur hjálpað fimmunum með því að
virða þörf þeirra fyrir einveru en jafn-
framt með því að hvetja þærtil þess
að gera meira af því að vera
innan um annað fólk. Það
er líka afar mikilvægt að
vera samkvæmur
sjálfum sér í sam-
skiptum við fimm-
una.
Sexur eru tryggir og góðir vinir. Þeim
finnst erfitt að lifa og varkárni og öryggis-
þörf er þeim eðlislæg. Sexur eru yfirleitt
feimnar en kunna svo vel að leyna því að oft
er litið á þær sem herskáar frekjur. Þær
eru mjög viðkvæmar og móðgast af minnsta
tilefni. Þar sem sexurnar eru alltaf viðbún-
ar hinu versta eru þær oft góðir sátta-
semjarar.
Sexurnar þurfa að læra að hætta
að hafa stöðugar áhyggjur og taka ekki líf-
ið svona alvarlega. Þær ættu að spyrja vini
sína oftar ráða og ræða við þá um áhyggj-
urnar sem oftar en ekki eru sprottnar af
hræðslu og eiga sér enga stoð í raunveru-
leikanum.
Þú getur hjálpað sexunum með því að
sýna þeim fram á að ein röng ákvörðun
boði ekki heimsendi. Ekki neyða sexurnar
til þessaðtakaákvarðanir, gefðu þeimsvig-
rúm til þessaðtaka þær á eigin forsendum.