Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 46
Smásaga
sagði ég. ,,Ég skal koma með
þér og opna fyrir þér. Ég verð
að fara aftur í vinnuna."
,,Eins og þú vilt." sagði Lee.
Við tókum strætó og ég borg-
aði fyrir okkur bæði. Við fórum
út á stoppistöðinni sem er rétt
hjá húsinu á Park Avenue sem
lítur svo glæsilega út utan frá
séð. íbúðin sjálf er sjúskuð og
ég skammaðist mín svolítið
þegar ég bauð honum inn.
Amma hafði aldrei haft efni á
því að halda húsinu við. Eldhús-
ið er fullt af ósamstæðum disk-
um og glösum, sófarnir eru
drekkhlaðnir rykugum púðum
og stór ryðrönd er í baðkerinu
undir blöndunartækjunum.
Lee dáðist að íbúðinni og sér-
staklega baðkerinu.
,,Baðker!“ hrópaði hann upp
yfir sig. ,,Við áttum svona bað-
ker þegar ég var strákur.“
Hann varð enn glaðari þegar
ég vísaði honum inn í stofu.
,,Píanó,“ sagði hann lotning-
arfullri röddu. Píanóið vargam-
alt ogamma hafði spilað á það,
þau fáu lög sem hún átti nótur
af, aftur og aftur.
,,Fyrst ætla ég í bað, svo ætla
ég að spila á píanóið," tilkynnti
Lee.
Égfóraftur í vinnuna. Það var
föstudagskvöld og klukkan var
að verða átta. Kacie sat við
skrifborðið og símtækið þagði,
aldrei þessu vant.
,,Hún er komin!" æpti Kacie
um leið og hún sá mig. ,,Ávís-
unin er komin. Sköllótti fjár-
festirinn ákvað að vera með.
Sjáðu bara.“
Ávfsunin hljóðaði upp á tíu
þúsund dollara.
,,Ó, Claire," sagði hún. ,,Nú
getum við gefið út fyrsta tölu-
blaðið. Þegar okkur hefur tek-
ist að gefa það út gæti farið svo
að einhver vildi auglýsa í öðru
tölublaði og þá getum við gefið
út þriðja, fjórða ogfimmta tölu-
blað. Þá verðum við alvöruút-
gefendur."
,,Það er frábært," sagði ég.
,,Hvernig gengur með blóma-
greinina? Við verðum að Ijúka
fyrsta tölublaði í hvelIi.“ Kacie
brosti til mín og mér hlýnaði um
hjartaræturnar.
Við unnum langt fram á nótt,
lásum allar greinarnar sem okk-
ur höfðu borist og völdum þær
bestu úr í fyrsta tölublaðið.
Klukkan var orðin tvö þegar ég
loksins fór heim. Kacie var enn
að vinna og minntist ekki einu
orði á húslykla.
Það var dimmt í íbúðinni.
,,Lee," kallaði ég.
Ég leitaði í stofunni og eld-
húsinu. Svo sá ég Ijós loga á
baðherberginu. Ég bankaði á
dyrnar og opnaði varlega þegar
enginn svaraði.
Hann lá sofandi í baðkerinu
með kinnina límda upp við
heitavatnskranann. Ég hristi
hann til og reyndi að vekja hann
en hann var í djúpum svefni. Ég
var dauðhrædd um að hann
drukknaði og að lokum tók ég
það til bragðs að taka tappann
úr og fór ekki fram fyrr en allt
vatnið var runnið úr baðkerinu.
Ég er alls óvön skriftum. Mér
finnst óþægilegt að leyfa fólki
að lesa hugsanir mínar og kann
því illa að afhjúpa mínar leynd-
ustu tilfinningar. Mérfinnst það
svipað og að hengja olíumálverk
utan á hús. En þetta var fyrir
Kacie, fyrir tímaritið okkar. Ég
vaknaði eldsnemma á laugar-
dagsmorgninum til þess að
skrifa blómagreinina. Ég sett-
ist inn í stofu með hálftóma
stílabók frá háskólaárunum.
Eftir smástund stóð ég upp og
gekk um gólf. Lee lá ekki leng-
ur í baðkerinu og ég hugsaði
sem svo að líklega væri hann
farinn. En svo gekk ég inn á
hann steinsofandi í rúminu
hennar ömmu.
Ég settist aftur inn í stofu.
Blóm, skrifaði ég stórum stöf-
um efst á hvítt blaðið. Ég hafði
nákvæmlega ekkert að segja. Ég
hafði bara séð blómin einu sinni
og vissi ekkert um þau. Ég upp-
götvaði að ég hefði átt að
hringja í garðyrkjustjóra borgar-
innar og rekja úr honum garn-
irnar. Nú var það of seint. Mér
leið illa og fannst ég vera að
bregðast Kacie.
Lee var vaknaður. Hann kom
inn í stofu, berfættur í krump-
uðum buxum.
,,Áttu eitthvað að borða?"
46 Vikan
spurði hann.
„Þaðertil brauð," svaraði ég.
„Annarserekkerttil nemasæl-
gæti."
Hann fór inn í eldhús og kom
til baka með hnetur í poka.
„Hvað ertu að gera?" spurði
hann.
„Ég er að skrifa svolítið fyrir
Kacie," svaraði ég.
Hann lagði hnetupokann frá
sér á píanóið, settist niður og
byrjaði að spila. Ég hafði aldrei
heyrt hann spila nema á plötu.
Það var ótrúlegt hverju hann
náði úrgamla, falska píanóinu.
Ég veit ekki hvort lagið sem
hann spilaði var eftir hann en
það var mjög fallegt.
„Þetta er yndislegt,“ sagði
ég.
„Ekki sem verst," sagði
hann.
Meðan Lee opnaði hjarta sitt
með tónlistinni tókst mér að
opna hjarta mitt með skrifun-
um. Bláu blómin eru sendi-
nefnd frá himnum, skrifaði ég.
Þau eru hér til þess að segja
okkuraðviðhöndlumekki ham-
ingjuna með því að reisa minn-
isvarða, mála málverk eða skrifa
sögur. Blómin vilja minna okk-
urámikilvægi þessaðvera sátt-
ur við umhverfið og minna okk-
ur á að náttúran er ódauðleg og
það sama sé ekki hægt að segja
um verk mannanna. Blómin
vilja segja okkur að þannig sé
þvf alls staðar farið, jafnvel í
stórborg eins og okkar þar sem
við mannfólkið framleiðum of
mikið af Ijósum til þess að geta
komið auga á stjörnur himins-
ins. Bláu blómin, skrifaði ég,
eru smávaxnir sendiherrar Guðs
á gangstéttum New York borg-
ar.
Lee var hættur að spila. Ég
var þreytt í hendinni eftir allar
skriftirnar.
„Leyfðu mér að lesa þetta,"
sagði hann.
Ég rétti honum stílabókina,
fór inn í eldhús og smurði mér
brauðsneið.
Þegar ég kom aftur inn í stofu
sat Lee og borðaði hnetur.
,,Sá sem skrifarsvona fallega
þarfnast ekki tónlistar," sagði
hann.
„Þakka þér fyrir,“ sagði ég.
,,Ég þarf á tónlistinni að
halda,“ sagði hann.
Við sátum saman svolitla
stund og horfðum á sjónvarpið
þótt ég ætti að vera farin á skrif-
stofuna með greinina um bláa
blómið. Þegar ég loksins fór
þangað hitti ég Kacie fyrir þar
sem hún sat og las grein um
fjaðrahatta. Hún hafði ekki tíma
til þess að lesa greinina mína.
Það var mikið að gera fyrstu
vikurnar eftir að fyrsta tölublað-
ið kom út. Við höfðum hitt í
mark. Öll hin tímaritin fjölluðu
um Kacie og í næsta tölublaði
fjallaði Kacie um að hin tíma-
ritin hefðu fjallað um tímaritið
hennar og við enduðum í ein-
hvers konar tímaritaspeglasal.
Nú voru miklu fleiri viðloðandi
starfsemina, fólk sem skildi eft-
ir óhreinar servíettur og tómar
flöskur á skrifborðinu mínu. En
þetta voru góðar vikur. Ég vann
lengur en nokkru sinni og þeg-
ar ég kom heim sat Lee fyrir
framan sjónvarpið eða píanóið.
Hann hafði náð í gítarinn ein-
hvern daginn, gítarinn hafði
greinilega ekki verið í kassan-
um þegar honum var stolið.
Hann var flesta daga í íbúðinni
og að lokum flutti hann endan-
lega inn. Kacie hafði svo mikið
að gera að hún tók varla eftir
því.
Enn þá höfðum við ekki grætt
eina einustu krónu á tímarit-
inu en okkur bárust endalaus-
ar gjafir. Allir vildu fá umfjöll-
un um framleiðslu sína á síð-
um blaðsins. Það var allt sam-
an gott og blessað en pening-
arnir hefðu komið sér betur. Mig
vantaði peninga til þess að
borga hitareikninginn og kaupa
mat handa okkur Lee. Hann lá
I sófanum í stofunni liðlangan
daginn með krossgátubækurn-
ar í fanginu og kveikt á sjón-
varpinu. Stundum svaf hann
þar þegar ég kom heim.
„Það væri líklega gáfulegra af
mér að gerast einkaspæjari
heldur en að reyna að koma
saman annarri hljómsveit,"
sagði hann einn daginn.
„Allt þetta sjónvarpsgláp
hlýtur að gera góð undirbún-