Vikan


Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 38

Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 38
Samantekt: Guðríður H a r a I d s d ó 11 i r Sagan um jólasveininn s a g a n s e aldrei var sögð 1689 Sveinki, spænsk- þýsk-íslenskættaður jólasveina- iandkönnuður finnur Norður- pólinn og setur þar upp litlar búðir. 1691 Vegna hroðalegra lífs- skilyrða yfirgefur áhöfn hans Norðurpólinn. 1692 Jólasveininum er bjargað af áhöfn víkingaskips. Hann snýr aftur til Evrópu og hefur með sér ýmsa hluti frá Norðurpólnum. Honum gengur vel að selja þá og efnast nokk- uð. 1703 Sveinki hefur safnað nægu fé til að kaupa lítið skip og ræður áhöfn. Hann siglir til Norðurpólsins þar sem hann finnur búðir sínar, hálfniður- grafnar en vel nothæfar. 1704 Sveinki fer enn og aftur til Evrópu með fullan skipsfarm af smíðisgripum frá Norðurpólnum sem honum gengurvel aðselja. Hann hagn- ast nógu mikið til að geta fjölg- að í liði sínu og keypt bygginga- efni til að stækka búðirnar á pólnum. 1705 Hann fer til Norður- pólsins á nýjan leik og byggir skála fyrir sig og áhöfnina og setur á laggirnar PólaútfIutn- ingsfyrirtækið. 1716 Eftir sex skipshlöss af varningi fyllist evrópski markað- urinn af minjagripum frá Norð- urpólnum. Jólasveinninn ákveð- ur að fjárfesta I leikfangaverk- smiðju í Þýskalandi. 1720 „Sveinkadót" verður stærsta leikfangaverksmiðja í Þýskalandi vegna mikilla við- skiptahæfileika jólasveinsins. Sá orðrómur gekk að hann ætti einnig viðskipti við óvinalönd. Samkeppnisaðilar í leikfanga- bransanum hvetja yfirvöld tiI að hefja rannsókn á Sveinkadóti. 1721 Nægarsannanirfinn- ast til að fara með Sveinkadót fyrir dómstóla. Jólasveinninn neitar að afhenda gögn verk- smiðjunnar. 1722 Hæstiréttur Þýska- lands dæmir Sveinka sekan um skattsvik og svindl. Starfsmenn verksmiðjunnar snúast allir gegn honum og fyrirtækinu. 1723 Sveinki erdæmdurtil útlegðar á Sikiley en skömmu fyrir brottförina tekst honum að koma öllum sjóðum Sveinka- dóts undan. 1724 Rannsóknarmenn eru sendir til að endurheimta sjóð- ina en jólasveinninn fær veður af komu þeirra og flýr ásamt sikileyskri eiginkonu sinni. Sumir segja að hann hefði far- ið til Norður-Afríku en sú saga var bara til að slá ryki í augu leit- armanna. Hann ertalinn hafa snúið til búða sinna á Norður- pólnum. 1725 Sveinki annar fæðist á Norðurpólnum. 1725-1734 Sveinka- fjölskyldan lifir rólegu lífi. Sveinki kennir syni sínum við- skiptafræði og listina að búa til leikföng. 1735 Orðrómurer uppi um að Sveinki hafi ráðið norræna byggingamenn til að reisa kast- ala fyrir sig á Norðurpólnum og notað næstum helming sjóða Sveinkadóts til að greiða fyrir kastalann. 1739 Kastalinn er fullbú- inn og er einn sá stærsti í heim- inum. Sveinki annar heldur upp á 15 ára afmælið og sama ár deyr móðir hans þegar hún dett- ur niður af einum svölum kast- alans. 1740 Sveinki fyrsti syrgir konu sfna ákaft og veikist illi- lega. 1745 Sveinki annar hefur þroskast við mótlætið og tekur að sér umsjón kastalans og hugsar um veikan föður sinn. 1747 Sveinki annar notar megnið af því sem eftir er af sjóðum Sveinkadóts til að byggja lítið þorp í kringum kast- alann í þeim tilgangi að laða að handverksmenn og verka- menn. 1748 Flýgur fiskisagan. Álfarnir í Austur-Evrópu, sem þykja annars flokks þjóðfélags- þegnar, flykkjasttil Norðurpóls- ins í leit að betra lífi og gerast innflytjendur þar. 1753 Allir álfar hafa yfir- gefið austur Evrópu og eru komnir með lögheimili á Norð- urpólnum. Sveinki annar end- urreisir leikfangaverksmiðju föður síns og hefur 30 þúsund álfa í vinnu hjá sér. Sveinki fyrsti deyr, 89 ára að aldri. 1755 Norðurpóllinn verð- ur formlega að ríki og Sveinki annar og kona hans eru krýnd sem þjóðhöfðingjar. Leikfanga- iðnaðurinn blómstrarogálfarnir gleðjast yfir velsældinni. Sveinki þriðji fæðist. 1757 Risastór gripahúseru byggð og vísindamenn eru leynilega ráðnir af Sveinka öðr- um til að vinna að metnaðar- fullu verkefni - að búa til og þjálfa hreindýr sem geta flog- ið. 1773 Fljúgandi hreindýr verða til og Sveinki annar og sonur hans nota þau sem aðal- farartæki sín. 1774 Stökkbreyttur hrein- dýrskálfur fæðist með blikkandi Ijós á nefinu og er gefið nafnið Rúdolf. Hann verðurfyrireinelti í hópi hinna hreindýranna en Sveinkarnir taka hann upp á arma sína. Sveinki annar held- ur upp á fimmtugsafmæli sitt og býður öðrum þjóðarleiðtog- um í heimsókn í tilefni þess. Til að ganga í augun á þeim er hann afar rausnarlegur við þá og það á kostnað álfanna. Hann lætur líta út fyrir að hann sé nokkurs konar konunglegurein- ræðisherra. Álfarnir gera sér fyllilega grein fyrir þessu og fyrstu fræjum uppreisnar hefur verið sáð. 1777 Ástandið verður sí- fellt erfiðara og álfarnir fara að leita að leiðtoga til að leiða bylt- ingu. Rúdolf, enn í miklu upp- áhaldi hjá Sveinkunum, finnur þetta og fer að upphugsa leiðir til að færa sér þetta í nyt. 1 784Ásextugsafmæli sínu fer Sveinki annar í sleðaferð niður aðalgötuna og er myrtur úr launsátri af álfum sem til- heyra róttækari hlutanum. Sveinki þriðji, 29 ára að aldri, tekurviðaf föðursínum ogkem- ur á herlögum á öllum Norður- pólnum. Borgarastyrjöld brýst út og Rúdólf leiðir uppreisn álf- anna. 1785-1792 Verk- fallsárin sjö. Álfarnir neita að búa tii leikföng og Sveinkadót riðar á barmi gjaldþrots og Norðurpóllinn lendir í efnahags- legri lægð. Sveinki þriðji, sem óttast um líf sitt, verður fangi í eigin kastala. Rúdolf nýtir sér yfirburðastöðu sína og gerir sjálfan sig að leiðtoga álfanna. 1796 Rúdolf og her hans ráðast inn í Noreg en tekst ekki að hertaka landið. Rúmlega 10 þúsund álfar falla. 1800 Sveinki fjórði fæðist í kastalanum. Álfarnir fá ekki veður af því. 1802 Eftir nokkur pólitísk glappaskot finnur Rúdolf að hann nýtur ekki lengur trausts álfanna. Snæfinnur snjókarl er búinn til, gefið líf og gerður að pólitískum blóraböggli. 1804 Snæfinnur er tekinn af lífi opinberlega, eða brædd- ur, og álfarnir róast um tíma. 1819-1826 Eftir langt óánægjutímabil er Rúdolf steypt af stóli og Sveinki þriðji, 71 árs að aldri, látinn réttilega taka við krúnunni. Sveinki prins fjórði er kynntur opinberlega fyrir álfunum í fyrsta skipti. 38 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.