Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 15

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 15
H r e f n a Haraldsdóttir ragjarn bókaunnandi legt, fjölbreytt og lifandi starf og auðvitað mikil vinna meðan undirbúningur stendur sem hæst. Menningarnóttin var haldin í fimmta sinn nú í sumar og ég held að það megi alveg segja að viðburðurinn hafi slegið í gegn hjá borgarbúum, eins og sjá má á þeim gífurlega fjölda gesta í miðborginni þennan dag og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem taka þátt í viðburðinum og standa fyrir metnaðarfullri dag- skrá hvert á sínum stað fyrir gesti og gangandi. Mér þykir Menningarnóttin jákvætt fram- tak og skemmtileg nýbreytni í menningarlífi borgarinnar og fannst spennandi að taka þátt í að móta þann viðburð. Menn- ingarnóttin mun auðvitað halda áfram að þróast á næstu árum og mun eflaust taka einhverjum breytingum, formið býður sem betur fer upp á það.“ Aðalstarf Hrefnu fram að þessu hefur verið kennsla. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að skipulagning jafn mikils viðburðar og Menningarnóttin er hlýtur að reyna á skipulags- gáfuna. Er eitthvað í kennara- starfinu sem undirbýr fólk und- ir verkefni sem þetta? „Vissulega sjóast maður í því að skipuleggja í kennslunni. Og svo er kennslan líka dagleg æf- ing í mannlegum samskiptum, en það er reynsla sem alltaf kemur sér vel. Ekki má heldur gleyma því að verkið er unnið í góðri samvinnu við stjórn Menn- ingarnætur, sem hefur verið nokkurn veginn sú sama frá upphafi." Frábær Skáldatími Fyrir þremur árum tók Hrefna að sér að sjá um þætti um rit- höfunda fyrir sjónvarp sem nefndir voru Skáldatími. Þess- ir þættir, sem sýndir voru á Stöð 2, vöktu mikla athygli fyrir hversu vandaðir og vel unnir þeir voru og fyrir hversu lítið áberandi umsjónarmaður þeirra var í vinnslunni. Það má segja að það hafi verið óþekkt í ís- lensku sjónvarpi fyrir þann tíma að umsjónarmenn væru ósýni- legir og viðtöl tekin án þess að spyrjandinn sæist. Var þetta með vilja gert að halda umsjón- armanninum svo vandlega á bak við myndavélina? „Já.við vildum beina athygl- inni að höfundinum sjálfum og að umræðuefnið væri fyrst og fremstskáldskapurinn. Til þess að svo mætti verða var mikil- vægt að rithöfundurinn væri í al- gjöru aðalhlutverki. Margir ís- lenskir sjónvarpsþættir eru því miður því marki brenndir að umsjónarmennirnir leika aðal- hlutverkið. Ég fékk rithöf- undana einnig til að velja tón- listina í þættina og það tel égað gefi þáttunum persónulegra yf- irbragð. Tilgangur þáttanna var einnig að draga upp mynd af persón- um höfundanna, vera svona eins og fluga á vegg meðan menn sinna daglegum störfum, eins og gefa kettinum og hella upp á könnuna, sinna um þessa litlu hversdagslegu hluti sem er svo gaman að ná á filmu. Ekki bara sitja með skáldinu í spari- fötunum inni í stofu en fyrst og síðast voru þetta auðvitað þætt- ir um bókmenntir og þann hug- arheim sem þær eru sprottnar úr. Höfundarnir tólf voru valdir með tilliti til aldurs en þeir eru allir fæddir á tímabilinu 1940- 1960 og allir hafa vakið athygli fyrir skáldsögur sínar. Ein ástæða þess að þættirnir Skáldatími urðu til var að ég fann stundum fyrir því að mig vantaði ítarefni í kennsluna en þættirnir eru einmitt mikið not- aðir þannig núna, því þeir eru bæði til í flestum framhalds- skólum og á bókasöfnum. Þeg- ar verið er að fjalla um bækur ákveðins höfundar er mjög gott að geta gripið til þess að sýna þátt um hann. Þættirnir gefa ágæta mynd af höfundinum og fjalla um allt ferlið að skrifa og það eykur fjölbreytnina í um- fjölluninni með nemendum. Auk þess sem allt slíkt efni dýpkar kennsluna. En auðvitað voru þættirnir fyrst og fremst hugsaðirfyriralmenningogmér f innst það mjög gott framtak hjá Stöð 2 að gera þá.“ Ævintýri á Ítalíu Fyrir nokkrum árum tóku Hrefna og fjölskylda hennar sig uppogfluttutil Ítalíu ísexmán- uði. Þau bjuggu í litlu fallegu fjallaþorpi á Suður-Ítalíu og þetta var gamall draumur sem ákveðið varað láta rætast. Börn- in voru fjögur svo það hlýtur að hafa verið meira en lítið átak að taka sig upp með svo stóran hóp og halda á vit ævintýranna? „Sennilega má kalla það átak að rífa sig upp til að sinna leti- lífi suður í Evrópu en þegar svona skemmtileg ákvörðun hefur verið tekin og viljinn er fyrir hendi verður ekki aftur snú- ið og þá er bara að vinna að því að framkvæma hugmyndina. Með mikilli og góðri skipulagn- ingu er þetta samt eitthvað sem flestir ættu að geta gert. Börn- in voru á öllum aldri, frá þriggja upp í fjórtán ára. Elstu börnin voru í skóla og við tókum með okkur íslensku námsbækurnar og hjálpuðum þeim að læra. Með góðri samvinnu við kenn- arana þeirra hérna heima gekk þetta alveg Ijómandi vel. Tilgangurinn með förinni var ekki að vinna að einhverjum ákveðnum verkefnum, heldur fyrst og fremst að læra ítölsku og lifa einföldu ogáhyggjulausu lífi um tíma í framandi um- hverfi. Mörgum þótti þetta und- arlegt uppátæki en miklu fleir- um þótti það spennandi, enda höfum við aldrei séð eftir þessu þvert á móti búum við að þess- ari reynslu enn í dag. í þorpinu var notalegt andrúmsloft og gott fólk og fimm árum síðar fórum við í pílagrímsförá þennan stað. Það var mjög ánægjuleg heim- sókn, en um leið kannski svolít- ið undarleg því það vakti vissu- lega saknaðarkennd að koma þangað aftur." Þattur um Svöuu Jakobs- dóttur Meðal þesssem Hrefnavinn- ur að um þessar mundir er nýtt verkefni fyrir sjónvarp á vegum kvikmyndafyrirtækisins Hug- sjón, sem maður hennar Björn Brynjúlfur Björnsson rekur. Nýi þátturinn fjallar um Svövu Jak- obsdóttur rithöfund en margir hafa saknað þess hversu lítið hefur heyrst frá henni á und- anförnum árum. Þáttur Hrefnu ætti að bæta þar nokkuð úr. „Éghef veriðað taka uppvið- töl og myndir af skáldkonunni við ólík tækifæri nú í nokkurn tíma. Mig hefur lengi langað að gera þátt um Svövu, enda er hún mjög merkilegur höfundur og brautryðjandi á mörgum sviðum. Ég er einnig að vinna ásamt fleirum að undirbúningi sjónvarpsþátta um Njálu og það er líka alveg bráðskemmtilegt verk. Góðar bækur hafa lengi verið mitt helsta áhugamál og hluti af vinnunni minni, svo þetta stúss er eiginlega sprott- ið af því." Hrefna Haraldsdóttir hefur auðheyranlega mörg járn í eld- inum þessa daga og hugsanlega er þess ekki langt bíða að af- raksturinn komi [ Ijós. Hún er augljóslega nýjungagjörn og víl- ar ekki fyrir sér að reyna sig við ný verkefni þegar svo ber und- ir og það verður spennandi að sjá hverju hún tekur upp á næst. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.