Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 44
Þórunn Stefánsdó11 i r þýddi Smásaga Bláa hamingjublómið PÞetta lið minnir á hjörð af leikbrúðustjórnendum sem hafa misst stjórn á leikbrúð- unum sínum," sagði Lee. Hann lá á sófa á svölum fyrir ofan veislusalinn, eins og köttur ofan á bókahillu, ogvirti veislugest- ina fyrir sér. Þetta var eftir- sóttasta veislan á Manhattan þetta kvöldið; framúrstefnuleg- asta tónlistin og frumlegustu réttirnir. Gestirnir, sem voru um eitt hundrað talsins, litu út eins ogfyrirsætur í sjónvarpsauglýs- ingu. Allir svartklæddir, í svört- um buxum eða pilsum, svörtum rúllukragabolum, svörtum sokk- um og svörtum skóm. ,,Það vantar bara á þau skíðahetturn- artil þess að þetta gæti veriðat- riði í bófamynd," bætti hann við. Lee var í Ijósblárri skyrtu og úfið hárið hékk niður á ennið. ,,Hvar er Kacie?" spurði hann. Kacieerkærastan hansogyf- irmaður minn. ,,Hún sendi mig eftir þér,“ sagði ég. ,,Hún vill að þú komir og blandir geði við gestina." „Skilaðu því til hennar að ég vilji að fólkið komi hingað og blandi geði við mig,“ sagði Lee. Ég fór niður til þess að leita að Kacie. Ég kom auga á hana þar sem hún sat á barstól við hliðina á sköllóttum manni í jakkafötum. Kacie ertilvonandi útgefandi og ritstjóri tímarits sem á að verða því marki brennt að vera allt öðru vísi en öll hin tímaritin. Fyrsta tölublað verð- ur prentað um leið og okkur tekst að góma enn einn fjárfest- inn sem er til í að tapa slatta af peningum. Kacie er sannkallaður orku- bolti. Hún er hávaxin, um það bil helmingi hærri en ég, og hef- ur fjórum sinnum meiri útgeisl- un. Hún sparaði ekki persónu- töfrana á sköllótta manninn og égyrði ekki hissa þótt hann ætti eftir að leggja seðlavöndul í æv- intýrið. ,,Þetta er Claire, aðstoðar- maður minn,“ sagði Kacie og kynnti okkur. ,,Claire, viltu segja Lee að þessi maður muni eftir plötunni sem hann gaf út í fyrra. Segðu honum að mann, sem hugsanlega ætlar að leggja peninga í tímaritið, langi til að hitta hann." Lee lá í nákvæmlega sömu stöðu. Kona, með lakkaðar tá- neglur, hafði tyllt sér á sófann hjá honum. ,,Ég man eftir því að hafa séð myndir af þér. Einu sinni opn- aði maður ekki tímarit án þess að rekast á andlitið á þér,“ sagði hún. ,,Þú ert einhvers konar tónlistarmaður, ekki satt? Hvað varð um þig?“ ,,Ég hélt áfram að semja tón- Iist,“ sagði hann. ,,Það vildi bara enginn hlusta á hana." ,,Það er hræðilegt," sagði konan. ,,Ég þori að veðja að þú ert ein af þeim,“ sagði Lee. Hann starði á hana og augna- ráðið var nóg til þess að hún flýtti sér í burtu. Kacie kom upp stigann. ,,Ég skildi fjárfestinn eftir hjá konu með siIíkonbrjóst,“ sagði hún.,,Ég hef engaráhyggjur. Ég var að frétta það að hann væri hommi." Lee færði sig til á sófanum svo hún gæti sest hjá honum. „Honum fannst mikið til um það að vera boðið í veisluna." „Vesalings maðurinn," sagði Lee. „Ég varaðtala við mann sem framleiðir veggfóður og skreyt- ir það með tilvitnunum í mis- heppnaða hugmyndafræði eins og sósíalisma," sagði Kacie. „Hugmyndin erfrábær og vegg- fóðrið fallegt. Mig langar að skrifa grein um hann.“ Kacie stóð snögglega á fætur. „Ég ætla að biðja þá um að spila eitthvert lag af plötunni þinni," sagði hún. „Svo kemur þú niður og þá munu allir taka eftir þér.“ „í guðanna bænum, láttu það eiga sig,“ sagði Lee. „Þú þarft á kynningunni að halda." Hann horfði á eftir henni nið- ur stigann. „Við skulum koma okkur héð- an," sagði hann. „Ég held að Kacie sé ekki til- búin að fara strax." „Þá förum við bara án henn- ar.“ Ég skimaði eftir Kacie með- an við þræddum okkur gegnum mannþröngina. Einhverjir virt- ust kannast við Lee, muna eft- ir honum frá árinu áður, þegar hann skreytti forsíður tímarit- anna. Voru samt ekki alveg viss- ir. En ef til vi11 vakti hann eftir- tekt vegna þess að hann er há- vaxinn og myndarlegur og klæddur blárri skyrtu. Við sveipuðum um okkur yf- irhöfnunum þegar við gengum út í kuldann. Lee var í bleikum rúskinnsjakka, skreyttum fjöðr- um. Jakkann hafði hann feng- ið að gjöf árið áður frá fatahönn- uði sem sá hag sinn í því að Lee gengi í fötunum hans. Ég var í gamalli ullarkápu sem amma mín hafði átt. Sennilega minntum við á fuglategund þar sem karlfuglinn er fallegri og skrautlegri en kvenfuglinn. Ég sagði ekki eitt einasta orð. Það var svo kalt, of kalt til þess að opna heitan munninn í köldu loftinu. Mér fannst ótrúlegt að ganga við hliðina á Lee. Þegar við gengum fram hjá blaðsölu- turnunum lét ég sem ég sæi ekki ungu mennina sem skreyttu forsíðurnar þetta árið. Lee virti þá aftur á móti fyrir sér. „Þú ættir ekki að taka þetta nærri þér,“ sagði ég. „Mér er alveg nákvæmlega sama," sagði hann. Fjaðrirnar skulfu. Við vorum komin að Times Square og beygðum inn á Broadway. Á næsta horni skildu leiðir, ég tók stefnuna á hús ömmu minnará ParkAvenueog Lee tók stefnuna á West Villa- ge þar sem Kacie bjó. „Góða nótt,“ sagði ég. Hann hvarf út í nóttina. Hann varöllum gleymdur, niðurlægð- ur og fullkomlega yndislegur. Kacie var að tala í símann þegar ég kom á skrifstofuna daginn eftir. Sennilega var hún að tala við enn einn fjárfestinn. „Sjáðu til. Ég hafði hugsað mér tímaritið sem lesefni fyrir flotta fólkið í New York en lík- lega finnst því fólki það of flott til þess að borga fyrir blaðið og vilja fá það fyrir ekki neitt. Þess vegna held ég að við verðum að höfða til venjulegs fólks, eins og útgefendur Playboy verða að höfða til fólks sem eru ekki raunverulegir glaumgosar." Ég settist við skrifborðið mitt sem var þakið myndum, sem við vorum ekki búnar að borga fyr- ir, og greinum eftir hina og þessa lausapennana. Fastir starfsmenn fyrirtækisins voru aðeins við tvær en við höfðum þegar lokið fyrstu tveimur tölu- blöðunum. Þau voru tilbúin til útgáfu um leið og við eignuð- umst peninga til þess að borga fyrir prentunina. Við gerum allt sjálfar. Viðfáum hugmyndirnar, ráðum fólk til þess að skrifa greinarnar, rekum á eftir blaða- mönnunum og prófarkalesum greinarnar þegar þær loksins berast okkur. Það er reyndar að- allega ég sem sé um prófarka- lesturinn. Kacie klofaði yfir pappírs- bunkana ágólfinu. Hún var með fullt fangið af bréfum frá léleg- um lausapennum sem höfðu frétt af blaðinu áður en við vor- um búnar að koma út einu ein- asta tölublaði. Hún henti bréfa- bunkanum í ruslafötuna. Síð- an settist hún hjá mér með myndaalbúm sem var fullt af myndum af fyrirsætum sem kæmu til greina við myndskreyt- ingu greina um tískuna. „Hvernig líður Lee?“ spurði ég. 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.