Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 58
Lífsreynslusaga
um að hausti til
og hún gat
varla beðið eftir
að voraði. Hún
setti niður
haustlauka í
gríð og erg
skömmu eftir
að við fluttum
og ég er ekki
frá því að stuttu
eftir áramót
Þegar við fluttum í
nýja húsið okkar var
mamma alveg yfir sig
hamingjusöm yfir því
að fá stóran og góðan
garð. Við flutt-
Maðurinn sem seldi
okkur húsið gaf
okkur sláttuvél.
Hún var gömul og
frekar óhrjáleg að sjá en hann
fullvissaði mömmu um að vél-
in væri í fullkomnu lagi og ekk-
ert að því að slá með henni.
hafi hún verið
farin að kíkja eftir því
hvort upp væru
komnir grænir sprot-
ar.
Þetta gladdi mömmu enn meira
því nú átti hún ögn meiri pen-
inga til að kaupa önnur garðá-
höld fyrir. Mamma arkaði milli
járnvöruverslana og í gróðrar-
stöðvar allan veturinn og valdi
klippur, klórur, sköfur, skóflur
og hrífur. Oft dvaldist henni
ansi lengi við búðarborðið því
hún þurfti nauðsynlega að ræða
við afgreiðslufólkið um hvernig
nota ætti þessi ágætu tæki og
tól.
Vorið nálgaðist og sól tók að
hækka á lofti. Snjóa hafði varla
leystfyllilega þegarmammavar
komin í garðinn til að tína rusl
og huga að runnum og hríslum.
Haustlaukarnir hennar skutu
upp grænum sprotum og áður
en nokkurn varði logaði garð-
urinn allur í mikilli litadýrð.
Túlípanar í öllum regnbogans
litum, stórar og litlar páskalilj-
ur, krókusar, rósalaukur, perlu-
liljurog postulínsliljur. Mamma
vissi nákvæmlega hvað var hvað
og brosti hreykin í hvert skipti
sem einhver dáðist að garðinum
hennar. Pabbi vesalingurinn var
dúðaður í dúnúlpu og vopnað-
ur klippum og sendur nauðug-
ur viljugur út í garð að klippa
um hverja einustu helgi.
Haustlaukar og sumar-
blóm
Mamma vildi fá einn runna
klipptan í glæsilega kúlu, ann-
an átti aðeins að særa lítillega
ofan af og jafna hliðarnar og
næstu runnaröð átti að klippa
nánast niður í rót. Ég dáðist að
elju konunnar við garðyrkju-
störfin og á náttborðinu henn-
ar lágu ótal bækur um garðyrkju
sem ævinlega voru dreifðar um
allt svefnherbergisgólfið á
morgnana. Ég var nokkuð viss
um að garðurinn okkaryrði verð-
launagarður sumarsins miðað
við þá alúð og þann áhuga sem
í hann var lagður. Runnar og
tré tóku að bruma og blómstra,
grasið að grænka og sumar-
blómatfminn var kominn áður
en nokkurn varði.
Nú tóku við stjúpur, fjólur,
betlehemsstjörnur og ótal teg-
undir fífla. Mamma var varla
komin heim á kvöldin þegar hún
var farin út í garð með blóma-
bakka og byrjuð að hreinsa beð
og planta sumarblómum. Fjöl-
skyldan reytti saman afganga úr
ískápnum og lifði á þeim því
garðyrkjukonan hafði sjaldan
tíma til að elda þegar hún kom
loks inn úr garðinum á kvöld-
in. En öll þessi vinna skilaði
sér og garðurinn okkar var að
verða einn sá glæsilegasti í göt-
unni. Grillið var komið út, stól-
ar og borð sömuleiðis og nú var
ætlast til að við sætum löngum
stundum f garðinum og lýstum
aðdáun okkar á handverki
mömmu. Éggettrúaðykkurfyr-
ir því að grillmatur verður leiði-
gjarn til lengdar; sérstaklega
þegar maður er neyddur til að
skófla honum í sig í mígandi
rigningu meðan brosandi og
bjartsýn kona berst við að full-
vissa mann um að þetta sé að-
eins smáskúr.
Okkur hinum í fjölskyldunni
var nefnilega farið að finnast
mamma heldur öfgafull í ást
sinni á garðinum okkar og áhug-
inn á garðyrkju hafði snar-
minnkað hjá öllum nema henni.
Til allrarguðs lukku kom fyrirat-
vik sem dró heldur betur vind-
inn úr seglum mömmu og bjarg-
58
Vikan