Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 35
Við fengum góðfúslegt leyfi
til þess að birta tvær upp-
skriftir úr bókinni Maturinn
hennar mömmu sem rit-
stýrt er af Áslaugu
Ragnars. Bókin er
eigulegt safn af upp-
skriftum af íslenskum
heimilismat og hver
blaðsíða í henni „ilmar“
af endurminningum úr
eldhúsinu hjá ömmu eða
mömmu.
Bókin er gefin út af Iðunni.
Plokkfiskur
500 g soðinn fiskur
400 g soðnar kartöflur
1 meðalstór laukur
50 g smjör
2 msk. hveiti
2 dl mjólk
1 dl rjómi
salt
pipar
flðferð :
Saxið laukinn og látið hann
krauma við vægan hita í smjör-
inu án þess að brúnast. Stráið
hveitinu yfir laukinn og smjör-
ið, hækkið hitann lítið eitt og
hrærið vel í 1 -2 mínútur. Bæt-
ið mjólkinni út í smátt og smátt
og síðan fiski, kartöflum og
rjóma. Hitið án þess að suðan
komi upp. Hrærið varlega í á
meðan svo fiskurinn verði laus
í sér og blandist jafnt í sósuna
án þess að fara í tægjur. Bragð-
bætið með salti og hvítum pip-
ar. Berið fram í skál ásamt
seyddu rúgbrauði og smjöri.
Stappaður
plokkfiskur
200 g soðinn fiskur
400 g soðnar kartöflur
1 lítill laukur
3 dl mjólk
1 dl vatn
4 kúfaðar msk. hveiti
salt
pipar
25 - 50 g smjör
Aðferð:
Saxið laukinn, látið hann í
pott ásamt vatninu og 2/3 af
mjólkinni og sjóðið í nokkrar
mínútur. Setjið fiskinn út í
ásamt helmingnum af kartöfl-
unum og stappið vel með kart-
öflustappara, svo að blandan
verði jöfn og kekkjalaus. Stráið
síðan hveitinu yfir og hrærið
mjög vel í jafningnum. Þynnið
með afganginum af mjólkinni ef
þarf og bragðbætið með salti
og pipar. Setjið smjörið út í og
hrærið. Skerið síðan afganginn
af kartöflunum í bita og hrærið
saman við. Berið fram með rúg-
brauði og smjöri.
Brauósúpa
250 g óseytt rúgbrauð
1 lítri vatn
60 g púðursykur
2 tsk. kakó
1/2 tsk. salt
2 þykkar sítrónusneiðar
1/2 kanilstöng
100 g rúsínur
flðferð:
Brjótið brauðið og bleytið í
vatninu yfir nótt. Blandið sam-
an kakói ogsykri, hrærið út í dá-
litlu köldu vatni og bætið í pott-
inn ásamt salti, kanil og
sítrónusneiðum. Sjóðið við væg-
an hita í 5 - 7 mínútur. Fjar-
lægið kanil og sítrónu og þrýst-
ið brauðmaukinu í gegnum
sigti. Hitiðsúpuna ásamt rúsín-
um og sjóðið í 5 mínútur. Ber-
ið fram með mjólk eða þeytt-
um rjóma.
imu
Vikan
35