Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 47
ingsvinna,“ sagði eg.
Hann varði miklum tíma í það
að skipuleggja framtíð okkar.
Einn daginn yrðum við svo rík
að við gætum keypt heila kirkju
og breytt henni í íbúðarhús-
næði. Næsta dag vildi hann láta
nefna sérstaka rós eftir sér.
„Hvarer Kacie?" spurði hann
eitt kvöldið þegar ég kom seint
heim. ,,Er hún ennþá á skrif-
stofunni?"
,,Hún er í prentsmiðjunni að
skoða auglýsingaveggspjöld."
,,Sú var tíðin að andlitið á
mér prýddi veggspjöld um alla
borgina," sagði Lee.
Þriðja tölublað var komið út
og ennþá var Kacie ekki búin að
birta blómagreinina. Handritið
lá á sama stað á skrifborðinu
hennar, hálffalið undir boxi
fullu af jarðarberjum. Öll voru
berin skreytt litlum silkiborða
og voru gjöf frá einhverri sæl-
keraversluninni. Þaðvarhræði-
lega kalt úti en samt kom ég
auga á blómin hvert sem ég fór.
Mér fannst ótrúlegt að enginn
hefði tekið sig til og skrifað um
þau. Ég leitaði reglulega eftir
umfjöllun um bláu blómin íthe
Times, the New Yorker og New
York Magazine. Ég var farin að
halda að enginn sæi blómin
nema ég.
Tímaritið okkar var fullt af
auglýsingum en ennþá höfðum
við engan til þess að fara út og
rukka auglýsingastofurnar. Við
Kacie vorum að vinna fram eft-
ir eitt kvöldið við undirbúning
fimmta tölublaðs. Allar grein-
arnar voru vistaðar í tölvunni,
við áttum bara eftir að flytja þær
yfir á disklinga og fara með þá
í prentsmiðjuna. Þulurinn í út-
varpinu tilkynnti að klukkan
væri tvö.
,,Ertu búin að sjá myndirnar
sem fylgja forsíðuviðtaIinu?“
spurði Kacie. „Þetta er náung-
inn sem skrifar sögur á ritvéla-
borða og saumar svo ógeðslega
dýra kjóla úr borðunum."
Ég stóð við hliðina á henni
og virti fyrir mér myndirnar
meðan hún blaðaði í gegnum
pappírshauginn á skrifborðinu.
Hún raðaði saman handritum af
greinum og myndum og stakk
kvittunum, ávísunum og reikn-
ingum í skrifborðsskúffuna
„Er pláss fyrir greinina mína
um bláa blómið í þessu tölu-
blaði?" spurði ég.
Kacie hikaði og beygði sigyfir
skúffuna.
,Claire, ég er í vafa um blóma-
söguna," sagði hún. „Satt að
segja er ég ekki viss um að fólk
hafi mikinn áhuga á að lesa um
náttúruna."
„Hvað áttu við?“ spurði ég.
„Lesendur okkar eru hjálp-
arvana þegar kemur að náttúr-
unni. Þeir kunna betur við það
sem er óekta og unnið úr gervi-
efnum."
„Blómin eru skilaboð frá
Guði,“ sagði ég.
„Þá held ég að Guð ætti að
gefa út sitt eigið tímarit, “ sagði
hún. „Þetta er tímaritið rnitt."
Hún rétti mérstílabókarblað-
ið sem ég hafði skrifað grein-
ina á. Greinina fyrir tímaritið
okkar. Þetta var líka tímaritið
mitt.
„Ekki taka þetta persónu-
Iega,“ sagði Kacie.
Égfórogskildi hanaeina eft-
ir með hálfunnið tímarit. Ég
stakk greininni í kápuvasann.
Það var kalt úti en innra með
mér var mér sjóðheitt. Allt mitt
líf hafði ég viljað hafa eitthvað
að segja og nú þegar ég loks-
ins hafði fundið hvað það var
vildi enginn hlusta á mig. Ég
kom við á skyndibitastað. Ég
hafði ekkert borðað allan dag-
inn. Bak við afgreiðsluborðið
kom ég auga á Iitakassa með
krítum í öllum regnbogans lit-
um. Ég átti ekki nóga peninga
fyrir bæði samloku og krítar-
kassa þannig að ég keypti mér
eina kleinu og krítar.
Ég gekk út á gangstéttina,
beygði mig niður og teiknaði
blóm með krítunum. Ég gekk
niður götuna og teiknaði fleiri.
Alla nóttina gekk ég upp og nið-
ur götur Manhattan og teikn-
aði blóm. Ég endaði á Times
Square. Þar límdi ég handritið
að greininni á Ijósastaur og not-
aði til þess límið af litakassan-
um. Loksins hafði ég sagt það
sem mér lá á hjarta.
Sólin var komin upp þegar
éggekk heim á leið. Mértil mik-
illar furðu var Lee vaknaður
„Kacie hringdi," sagði hann.
„Hún spurði eftir þér.“ Hárið á
honum var óhreint og úfið eftir
svefninn. „Ég vaknaði við sím-
ann,“ bætti hann við.
„Það var leiðinlegt, “ sagði
ég.
Ég settist dauðþreytt niður
við hliðina á honum.
„Varst það þú sem teiknaðir
öll þessi blóm á göturnar? Kacie
sagðist hafa séð þau þegar hún
fór út að fá sér kaffi."
Ég rétti fram hendurnar útbí-
aðar í kalki.
„Hún sagði að það gerði sög-
una af blómunum að persónu-
legri frásögn. Hún segist vilja
skrifa grein um þig.“
Ég var fegin að Kacie var leið.
Égá við, auðvitað myndi égekki
segja nei ef hún vildi birta um-
fjöllun um mig í blaðinu.
„Hún bað þig líka að koma á
skrifstofuna," sagði Lee. „Hún
sagði að blaðið væri ekki tilbú-
ið og hún þarfnast aðstoðar
þinnar viðað koma því út á rétt-
um tíma.“
Lee pakkaði sér aftur inn í
sængina. Ég hugsaði um tíma-
ritsgreinina, að um leið og hún
birtist yrði ég þekkt sem konan
sem fyrst tók eftir bláu blómun-
um. Einhvern tíma kæmi að því
að gerð yrði höggmynd af mér
þarsem ég beygði migyfir blátt
blóm.
Ég tók strætó niður í bæ.
Dyrnar að skrifstofunni voru
opnar og allar tölvurnar voru
horfnar. Kaciesatviðskrifborð-
ið með ennið á borðplötunni.
Allt í kringum hana voru Ijós-
myndir og pappírar. Einhver
hafði sett Ijósmyndabunka ofan
á kassann með jarðarberjunum
og safinn úr þeim hafði rutt sér
rauðan veg í gegnum svarthvít-
ar myndirnar.
„Kacie?" sagði ég varlega.
Hún lyfti höfði.
„Við skulduðum afborganir af
tölvunum. Þeir komu og tóku
þær.“
Ég gekk um skrifstofuna. í
tölvunum voru allar greinarnar
fyrir næsta tölublað, listinn yfir
áskrifendurna og allir reikning-
arnir til auglýsendanna. Án
þeirra var alls engin leið að
rukka inn peningana sem voru
okkur lífsnauðsynlegir til þess
aðgeta haldið útgáfunni áfram.
Ég settist við hliðina á Kacie.
Það yrði aldrei birt grein um
bláu blómin.
„Mig langaði að gera eitthvað
stórkostlegt," sagði Kacie.
Ég yfirgaf skrifstofuna. Það
var kominn morgunn. í New
York er maður alls staðar umvaf-
inn háhýsum og það skiptir
engu máli í hvaða átt maður
beinir bænum sínum. Það
stendur alltaf eitthvað í vegin-
um á milli þín og Guðs.
Vinalínan
J^Þjgarþig
vantarym
& Grænt númer 800 6464
Vikan
47