Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 18
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r
Samskipti kynjanna
Öll erum við einn af níu mögulegum persónuleikum, samkvæmt talnafræði sem hefur verið við
lýði í margar aldir. Kenningin sem liggur að baki talnaspekinni er sú að með því að staðsetja okk-
ur í „rétt núrner" getum við öðlast betri skilning á okkur sjálfum og þeim sem við ferðumst með í
gegnum lífið. Ertu ás sem er haldinn fullkomnunaráráttu, gjafmildur tvistur, bjartsýn sjöa ....?
Ertu haldin(n) fullkomnunaráráttu?
Ég þoli ekki hroðvirkni og vil hafa hlutina
á hreinu.
Ég kynni mér allar staðreyndir áður en ég
tek ákvörðun.
Mér líður illa ef mér gefst ekki tími til þess
að gera hlutina almennilega.
Ég þoli ekki að fólk komist að því þegar ég
er reið(ur) og í uppnámi.
Ég verð þreytt(ur) og pirruð/pirraður ef hlutirnir
ganga ekki nógu vel.
Ég segi oft: „Förum yfir þetta einu sinni enn.“
Ég virðist oftar hafa áhyggjur en annað fólk.
Ég vil vera sanngjörn/sanngjarn og þoli ekki
þegar ósanngirni verður á vegi mínum.
Ég reyni alltaf að gera betur.
Ég er hrædd(ur) um að fólki hætti að þykja vænt
um mig ef ég geri ekki hlutina eins vel og
mögulegt er.
Fullkomnunarsinninn
Ásar eru góðir vinir vegna þess að sann-
girni er þeim í blóð borin. Þeir koma eins
fram við alla og sjá auðveldlega í gegnum
alla sýndarmennsku.
Þeir líta hins vegar
á fullkomnun-
aráráttu sína
sem dyggð og
eiga það til að verða
þunglyndir og geðvondir
ef þeim tekst ekki að gera allt
á fullkominn hátt.
Ásarnir verða að læra að sætta sig
1 við veröldina eins og hún er og tala út
um hlutina í stað þessað byrgja reiðina inni.
Ef þeim tekst það verða þeir hamingjusam-
ari og sáttari við sjálfa sig.
Þú getur hjálpað ásunum með
því að benda þeim á jákvæðu
hliðarnar. Mundu að þeir
gagnrýna sjálfa sig stöðugt.
Stríddu þeim svolítið og
reyndu að fá þá til þess að hlæja að
sjálfum sér. Komdu þeim í skilning um
að við hin metum þá mikils, jafnvel þótt þeir
séu ekki fullkomnir.
18 Vikan
Finnst hér betra að gefa en DiggjaP
Ég þarfnast þess að finna að einhver þarfnist mín.
Margt fólk leggur allt sitt traust sitt á mig.
Fólk á auðvelt með að treysta mér.
Stundum laumast sú hugsun að mér að fólk
notfæri sér góðmennsku mína.
Ég reiðist ef ég fæ það á tilfinninguna að fólk taki
góðmennsku mína sem gefna.
Ég væri frábær „Kæri póstur".
Þegar ég hitti fólk í fyrsta sinn spyr ég gjarnan
hvort ég geti eitthvað aðstoðað það.
Ég hef gaman af því þegar vinir mínir koma óvænt
í heimsókn.
Mér líður illa ef ég verð vör/var við að einhver
sé skilinn útundan.
Ég verð kvíðin(n) og kemst í uppnám ef mér finnst
mér vera ógnað.
Gefandinn
Tvistarnir eru góðir og hjartah lýir og njóta
trausts allra þeirra sem kynnast þeim. Þeir
leggja metnað sinn í að hjálpa öðrum og fá
mikið út úr því að finna að fólk þarfnist
þeirra. Þeir notagóðsemina og hjálpsemina
til þess að kaupa sér ást. Þeim hættir til
að móðgast ef þeir finna að fólk kann ekki
að meta viðleitni þeirra og geta orðið sárir
ef fólk sér í gegnum hjálpsemina og neitar
að láta ráðskast með sig. Tvistar eru oft
ófærir um að þiggja aðstoð annarra og það
gerir vinum þeirra
erfitt fyrir að
umgangast þá
á jafningja-
grundvelli.
Tvistarnir
verða
að læra að huga að eigin þörfum og
skilja að fólki getur þótt vænt um
þá vegna eigin ágætis, að þeir
séu ekki metnir eftir því
hversu mikið þeir geri fyr-
ir aðra.
Þú getur hjálpað tvistunum með því að
gera þeim Ijóst að vinátta þrífst ekki ef hún
er öll á annan veginn og að þeir þurfi ekki
alltaf að vera að sanna ágæti sitt.
Ertu yfirborðskenndur?
Mér líður best þegar ég hef mikið að gera.
Mér hættir til þess að loka augunum fyrir
erfiðleikum í mannlegum samskiptum.
Mér þykir gott að vinna í hópi en krefst þess að
það sé hlustað á mig.
Það kemur fólki stöðugt á óvart hvað ég er
afkastamikil(l).
Mér líður illa ef mér mistekst það sem ég tek mér
fyrir hendur.
Ég þoli ekki taugaveiklað og óákveðið fólk.
Það skiptir mig miklu máli að fólk telji mig njóta
velgengni og hamingju.
Útlit mitt skiptir mig miklu máli.
Ég kann þá kúnst að láta fólki líka við mig og dást
að mér.
Ég á erfitt með að skilja fólk sem þarfnast þess
að vera stundum eitt með sjálfu sér.
Leikarinn
Þristarnir eru svo orkumiklir og skemmti-
legir að það er erfitt að standast þá.
Þeir eru aðlaðandi og öllum líð-
ur vel í návist þeirra. Þeirgeta
hins vegar verið stjórnsamir og '
láta engan komast upp með
það að
standa í
vegi
þeirra að :
settu
marki. Þeir
meta eigið ágæti eftir velgengni og Ijúka
yfirleitt ekki því sem er efst á listanumáður
en þeir byrja á einhverju öðru. Þeir telja
að með því móti geti þeir afkastað meiru.
Þristarnir verða að læra að þroska með
sér trúmennsku og umgangast ekki bara
þá sem eru númer eitt.
Þú getur hjálpað þristunum með því að
fá þá til þess að skilja að þeir eru ekki ein-
göngu metnir eftir þjóðfélagsstöðu og
bankainnistæðu. Reyndu að fá þá til þess
að staldra við og komast í samband við til-
finningar sínar.