Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 45
,,Bara vel,“ svaraði hún.
,,Hann er heima í rúminu. Mér
þykir leiðinlegt að þú þurftir að
sitja uppi með hann í gærkvöldi.
Hann er svo dramatískur þessa
dagana."
Kacie fór aftur í símann og ég
sneri mér aftur að pappírshrúg-
unni. Ég var búin að vinna
þarna frá því á síðasta ári þeg-
ar Kacie ákvað að láta draum-
inn um tímaritið verða að veru-
leika. Hún hafði gengið með
hugmyndina í maganum í mörg
ár. Ég sá auglýsingu frá henni
á auglýsingatöflunni í háskólan-
um. Auglýst var eftir lærlingi á
nýtt tímarit sem væri tilbúinn
að vinna launalaust. Ég var sú
eina í skólanum sem taldi mig
hafa efni á að vinna launalaust
og öðlast dýrmæta reynslu í
leiðinni. Þá hafði amma ennþá
verið á lífi og við lifað góðu lífi
á eftirlaununum hennar. Ávís-
anirnar hættu að koma í póst-
inum um leiðogammadóoglíf-
tryggingin það eina sem var eft-
ir. Kacie hafði talið mig á að
nota líftryggingargreiðslurnartil
að fjárfesta í tímaritinu.
„Sjáðu," sagði Kacieogbentiá
eina myndina. ,,Þessi náungi
tekuraðeins myndiraf bakhlið-
um, bakhliðum myndastyttn-
anna, bakhliðum húsanna. Mér
finnst það flott hugmynd."
„Sennilega er hann að reyna
að benda á það að oft sé til
meira en það sem augað sér,“
sagði ég.
„Kannski." Kacie var þegar
búin að missa áhugann.
Þetta var langur morgunn. Ég
gægðist gegnum rimlaglugga-
tjöldin yfir á bílastæðið. Sólin
endurkastaðist á bílþökunum
oggeislarnir blikuðu eins og litl-
ar stjörnur þegar þeir gægðust
ígegnumsnjókornin. Éggat lát-
ið stjörnurnar hreyfast til með
því að hreyfa höfuðið til beggja
hliða. Ég hætti ekki fyrr en mig
var farið að svima.
„Vel á minnst Claire," sagði
Kacie allt í einu. ,,Ég verð að
biðja þig að gera svolítið."
Ég leit spyrjandi á hana.
„Mig vantar umfjöllun um
þetta nýja illgresi sem hefur
skotið upp kollinum í borginni
ogerað gera alla vitlausa. Þetta
eru blá blóm sem spretta upp
undan sprungunum í gangstétt-
arhellunum. Það voru allir að
tala um þessi blóm í veislunni
í gær, allir höfðu tekið eftir þeim
en ég hef aldrei séð neitt um
þetta fyrirbæri á prenti. Þú þarft
bara að komast að því hvaða
blóm þetta eru og hvaðan þau
koma.“
„Hvers vegna ertu að biðja
mig um þetta?“ spurði ég.
„Mér finnst þetta of ómerki-
legt til þess aðfá einhvern ann-
an til þess,“ svaraði hún. „Er
þér ekki sama þótt þú gerir
þetta í matartímanum? Þú verð-
ur að prófarkalesa greinina um
keiluboltana sem eru gerðir úr
gleri. Þeir eru ótrúlega fallegir
þótt það sé auðvitað vonlaust að
nota þá í keiluspili."
Klukkan var orðin þrjú þegar
ég komst í mat. Ég gekk eftir
gangstéttinni fyrirframan skrif-
stofubygginguna og þarna voru
þau. Blá vetrarblóm, miklu
stærri en venjulegt illgresi.
Blöðin voru lítil og hjartalaga og
fræpokarnir rauðir. Ég reyndi að
slíta upp eitt blómið en tókst
þaðekki, hvernigsem égreyndi.
Ég hafði aldrei komist í kynni
við svo sterkar rætur. Að lokum
fann ég penna í töskunni minni
og teiknaði mynd af blóminu á
pappírspoka. Síðan fór ég upp
aftur.
Lee hékk fram á skrifborðið
mitt og reyndi að manna sig í að
standa upp þegar hann kom
auga á mig.
„Sittu bara," sagði ég.
Kacie var í símanum og ég tók
utan af samlokunni minni. Lee
teygði sigyfir borðið, reif bita af
brauðinu og stakk upp í sig.
„Ég var úti að ganga," sagði
ég-
„Það er skítakuldi," sagði
Lee.
„Ég fann nokkur blóm,“
sagði ég.
Kacie virti okkur fyrir sér
meðan hún talaði í símann. Hún
hafði haft mikið fyrir því að
krækja í Lee þegar hann var
fræg poppstjarna. Hún hafði
gefið sér tíma til þess að taka
þátt í öllu sem hann gerði og
fylgt honum eftir hvert sem
hann fór. Hún fór með honum
til Parísar og London þar sem
andlit hans blasti við vegfarend-
um af stórum veggspjöldum í
miðborginni. Hann hafði verið
umvafinn konum en Kacie hafði
nennt að leggja meira á sig,
meira en nokkur önnur.
Kacie lagði tólið á, gekk til
okkarogvirti Leefyrirsér. Hann
var að ráða krossgátu.
„Það er sagt að margir lista-
menn hafi samið sín bestu verk
í þunglyndi," sagði hún. „Þú
ættir að reyna að gera eítthvað. “
Síminn hringdi einu sinni
enn.
„Claire, getur þú farið fyrir
mig á bókasafnið áður en það
lokar?“ spurði Kacie. „Mig
vantar mynd af innra eyra. Ég er
að láta skrifa grein um eyrna-
lokka ogmig langaraðsýna líka
það sem er innan í eyranu,"
sagði hún áður en hún svaraði
í símann.
Ég fór í kápuna og Lee fór í
jakkann. Viðgengum saman út
í kuldann. Sólin var á stærð við
tíukrónapening og faldi sig á
bak við skýin.
Það var kalt á bókasafninu.
Lee gekk um meðan ég Ijósrit-
aði myndir af eyrum. Lee kom
til mín með fangið fullt af bók-
um, fékk sér sæti við hliðina á
Ijósritunarvélinni og blaðaði
gegnum bækurnar. Hann leit
út fyrir að vera sáttur við tilver-
una. Mig langaði ekkert aftur á
skrifstofuna til þess að hlusta
á Kacie skamma hann.
Ég ákvað að vera aðeins leng-
ur og athuga hvort éggæti fund-
ið eitthvað á prenti um bláa
blómið. Ég rakst á hillu fulla af
gömlum bókum með slitnum
kápum og blaðsíðum sem öng-
uðu af fúkkalykt. Spássíurnar
voru þaktar minnispunktum
nemenda sem nú voru orðnir
fullorðnir eða löngu dánir.
Það voru hundruð svarthvítra
teikninga í bókunum en engin
þeirra líktist bláa blóminu
mínu. Ein af nýrri bókunum var
skreytt litmyndum en þótt
blómin í þeirri bók væru fleiri og
fjölbreyttari var ekkert þeirra
blómið mitt. Blómið mitt var
ólíkt öllum öðrum blómum. Ég
var niðursokkin í myndirnar
þegar Lee kíkti yfir öxlina á mér
og benti á eina myndina.
„Þessi mynd ertekin á æsku-
stöðvum mínurn," sagði hann.
„Ertu frá Norður-Dakóta?"
spurði ég.
Ég virti hann fyrir mér og
reyndi að staðsetja hann í hug-
anum á bóndabæ uppi á há-
sléttunni.
„Kunnir þú vel við þig þar?“
spurði ég.
,,Já,“ svaraði hann. „íbúarnir
kunnu aftur á móti ekki mjög vel
við mig.“
Það var orðið dimmt þegar
bókasafninu var lokað.
„Ætlar þú aftur á skrifstof-
una?“ spurði ég.
„Ég ætla að fá mér
göngutúr," svaraði hann. „Ég
týndi húslyklunum þegargítar-
kassanum mínum var stoltið.
Kacie er með lyklana. Hún skil-
ar sér heim fyrr eða síðar.“
„Kaciesagði mérekki aðgít-
arkassanum þínum hefði verið
stolið," sagði ég.
„Kacie er löngu hætt að
hlusta á þaðsem égsegi," sagði
Lee.
Framljós bílanna lýstu upp
myrkrið. Það var kalt úti, of kalt
til þess að ráfa stefnulaust um
í myrkrinu þartil Kacie kæmi
heim.
,,Þú getur farið heim til mín,“
Vikan
45