Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 56
Frá lesendum
V.
Brjost
prS fppra 0pir\/
Kæri Póstur
Ég er 35 ára gömul kona og er mjög
óhress með útlitið á brjóstunum á mér. Áður
en ég eignaðist börnin mín tvö var ég alltaf
mjög ánægð með brjóstin þótt þau væru
reyndar frekar lítil en þau voru stinn og
falleg í laginu. Nú hafa þau stækkað og
eru sigin. Ég get ekki vanist því að brjóst-
in séu einsog hálffylItir húðpokarsem hrist-
ast eins og búðingur þegar ég hreyfi mig.
Þetta hefur slæm áhrif á mig varðandi
kynlífið þótt maðurinn minn segi að hon-
um finnist brjóstin bara eðlileg og falleg.
Mig dauðlangar að fara í einhvers konar
brjóstaaðgerð en er rög við það. Á ég að láta
slag standa og fara í aðgerð?
Bestu kveðjur,
Nína.
Kæra Nína
Þetta er nokkuð sem hver kona þarf að
eiga við sjálfa sig og taka ákvörðun út frá
eigin brjóstviti. Égtel að þú ættirað leggja
á vogarskálarnar hversu slæm áhrif ástand
brjóstanna hefur á andlega líðan þína. Ef
þú ert þjökuð af áleitnum hugsunum varð-
andi þetta mál þá er sjálfsagt að leita til
lýtalæknis og ræða málin við hann. Hann
geturfrætt þig um allt sem lýtur að brjósta-
aðgerðum, kosti þeirra og galla.
Þegar um brjóstasig er að ræða þarf oft
að færa geirvörtuna til og svo þarf hugsan-
lega fyllingu í brjóstin en þá er annað hvort
notast við svokallaða saltvatnspoka eða si-
íkon. Aðgerðin fer fram í svæfingu og þú
máttgera ráðfyrir að vera mjög kvalin fyrstu
dagana á eftir og aum í brjóstunum í nokkr-
ar vikur.
Fjölmargar konur, sem hafa liðið fyrir
útlit brjósta sinna, hafa farið í svona aðgerð
og segja að það hafi verið eins og nýtt líf á
eftir, sjálfstraust þeirra hafi aukisttil muna
og kynlífið orðið mun skemmtilegra þarsem
þær skömmuðust sín ekki lengur fyrir
brjóstin.Það eru lika til mörg dæmi um hið
gagnstæða. Margar konur hafa orðið
gjörsamlega miður sín eftir brjóstaaðgerðir
og ekki tekist að sætta sig við hið nýja útlit
brjóstanna, sérstaklega þegar ekki hefur
tekist vel til.
Hins vegar fylgir svona aðgerðum ákveð-
in áhætta og ef þú hyggst fara á fund lýta-
læknis þá skaltu fara fram á að hann upp-
lýsi þig um hvað geti misfarist og jafnvel
fá að sjá myndir af misheppnuðum aðgerð-
um. Eftir að þú hefur talað við lýtalækni
og fengið svör við öllum þínum spurning-
um þá skaltu íhuga málið vandlega út frá
öllum sjónarhornum, áður en þú tekur end-
anlega ákvörðun.
Mig langar þó að bæta við þessi orð mín
að brjóst eru alltaf falleg hvort sem þau
eru lítil eða stór, stinn eða
slöpp. Þau eru einfald-
lega hluti af líkama
okkar kvenna sem eðli-
lega breytist
í kjölfar
barneigna og með aldrin-
um. Margar konur eru alsælar með sín
mjúku og slöppu brjóst og finnst þær jafn-
vel kvenlegri fyrir vikið. Þær lifa í full-
kominni sátt við likama sinn og þann
þroskaferil sem hann fer í gegnum.
Ef konurgeta hins vegarómögulega sætt
sig við útlit brjóstanna og líða andlegar kval-
ir vegna þess, þá er sjálfsagt að ræða við
lýtalækni og kynna sér allt um brjóstaað-
gerðir.
Gangi þér vel.
Spurningar má
senda til „Kæri
Póstur“ Vikan,
Seljavegi 2, 101
Reykjavík. Farið er
með öll bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
r
Vikunnar
Anna María Kristjánsdóttir hafði samband við ritstjórn Vikunnar nýlega
og óskaði eftir því að Lóa Jónsdóttir á Hellu fengi rós Vikunnar: ,, Hún Lóa
CJ k. M stóð sig eins og hetja eftir jarðskjálftana í júní síðastliðið sumar en þá
W missti hún mikið af innbúi sínu og húsið hennar var úrskurðað ónýtt. Hún
..^ var ein heima þegar ósköpin dundu yfir og hún varð mjög hrædd um fólkið
sitt. Sonarsynir hennar komu þófljótt á vettvangog létu Lóu vita aðallir væru
heilir á húfi.
Lóa bjó í hjólhýsi þar til hún fékk bráðabirgðahúsnæði hér á Hellu. Það er búið að rífa niður húsið
hennar og það er tómlegt að ganga fram hjá lóðinni þar sem áður stóð tveggja hæða hús og allt fullt
af blómum í gluggunum, en Lóa elskar blóm. Því vona ég að hún verði ánægð að fá sendar rósir frá
Vikunni sem hún getur haft í nýja húsinu sínu. Ég þekki Lóu nánast ekkert en mér finnst hún aðdáun-
arverð kona sem stendur af sér erfiðleika af ótrúlegum styrkleika og svo er hún alltaf
brosandi ogtilbúin að aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda."
Rós Vikunnar
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vik-
unnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós
Vikunnar, Seljavegi 2,121 Reykjavik"
og segðu okkur hvers vegna. Einhver .
heppinn verður fyrir valinu og fær
sendan glæsilegan rósavönd frá
GRÆNUM MARKAÐI.
GRÆNN
MARKADUR
látið blómin tala
56
Vikan