Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 48
Texti: Hrund Hauksdóttir
svona er lífið!
Kuöldmatur í poka!
Við á Vikunni fréttum af konu
fyrir norðan sem er einkar hag-
sýn og kann þá list að búa til
dýrindisrétti úrafgöngum. Eitt af
því sem hún gerir reglulega er
að sjóða heilan kassa af pasta í
einu, renna því soðnu undir kalt
vatn og bæta smávegis ólífuolíu
út í. Þegar pastað hefur kólnað
setur hún það í nokkra plastpoka
og geymir síðan inni í ísskáp.
Með þessu móti sparar hún bæði tíma og fyrirhöfn þegar kemur
að eldamennskunni og á tilbúið pasta til góða næstu vikuna.
Hún segist ýmist gera sérstaka pastarétti eða nota pastað sem
meðlæti með öðrum mat.
Ein af hennar uppáhaldsuppskriftum er þessi: Setjið soðið pasta
á botninn á skál sem má fara í örbylgjuofn. Setjið nokkrarteskeið-
ar af tómatsósu og rifnum mozzarella osti yfir pastað eftir smekk.
Gerið því næst annað lag með sama hætti. Hitið í örbylgjuofni í
3 - 4 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með
nýju brauði og salati. Þessi réttur er sannkallaður herramanns-
matur og er mjög fljótlegt að útbúa hann. Bráðsniðugt er að geta
gripið til svona einfaldra rétta þegar mikið er að gera á stórum
heimilum.
Sætir sokkar
Hver kannast
ekki viðeilífa leitað
samstæðum sokk-
um í skúffunni?
Það geturverið pirr-
andi að byrja dag-
inn á því að finna
sokkapör á börnin
þegar allir eru að
flýta sér í vinnuna
og skólann. Oft
virðist sem jörðin
hafi gleypt annan
sokkinn eða þá það
eru komin göt á þá.
í Rúmfatalagernum
fást alltaf barna-
sokkar á aðeins 99
krónur sem er ótrú-
lega gott verð. Þeir
eru vandaðirogým-
ist með skemmti-
legu mynstri eða
myndum af fræg-
um teiknimynda-
hetjum. Það er því
alls ekki úr vegi að
bregða sér í Rúm-
fatalagerinn og
koma sér upp góðu
sokkasafni fyrir
börnin.
Spennandí heíma-
síður fyrir börn
Mörg börn hafa aðgang
að tölvu og á Netinu eru
ýmsar skemmtilegar og
fræðandi heimasíðurfyr-
ir þau, ekki síður en fyr-
irfullorðna. Á 21. öldinni
koma börn til með að
sækja fróðleik og upplýs-
ingar í auknum mæli á
Netið en foreldrar ættu að vera
viðstaddir þegar börnin leika sér
á þessum slóðum til að koma í
veg fyrir að þau slysist inn á efni
sem ekki er ætlað börnum. Hér
koma nokkrarslóðirsem eru til-
valdar fyrir börn, en tekið skal
fram að allt efnið er á ensku.
Ask Jeeves for Kids!
www.ajkids.com
Fyrir 5 ára og eldri.
Hér geta börn leitað svara við
ýmsum spurningum eins og af
hverju himinninn sé blár eða
hver sé höfuðborg Argentínu.
JuniorNet
www.juniornet.com
Fyrir 4 ára og eldri.
Á þessari heimasíðu þarf við-
komandi að borga fyrir áskrift.
Þar er að finna sögur, fréttir fyr-
ir börn, alls kyns handverk og
leiki. Tölvan þarf að vera útbú-
in CD - Rom.
Yahooligans!
www.yahooligans.com
Fyrir 4 ára og eldri.
Þessi leitarvél gerir börnum
kleift að tengjast þúsundum
barnvænna heimasíðna.
Youth Sports Network
www.ysn.com
Fyrir 7 ára og eldri.
Þessi heimasíða er fyrir börn
sem annað hvort leggja stund
á fþróttir eða hafa einfaldlega
bara gaman af þeim. Stjörnurn-
ar á þessari síðu eru börn en
ekki fullorðnir atvinnumenn í
íþróttum. Hér er gnægð upp-
lýsinga um ýmsar íþróttir auk
þess sem áhersla er lögð á
fræðslu í skyndihjálp og nær-
ingarfræði.
Tannhirða
• Til þess að halda tönnum ungbarna
eða eldri barna hreinum er ráðlagt
að nota sérstakan barnatannbursta.
• Þú ættir að fara með barnið þitt til tann-
læknis fljótlega eftir að fyrstu tennurnar
koma í Ijós. Oftast er það á milli sex mánaða
og eins árs aldurs.
• Það er mjög gott að fara með barnið tiI sérfræð-
ings í barnatannlækningum þarsem þeireru sér-
hæfðir í að meðhöndla börn og það getur kom-
ið í veg fyrir að fælni skapist hjá barninu gagn-
vart manninum í hvíta sloppnum.
• Börn undir þriggja ára aldri þurfa ekki að nota
tannkrem. Það er Ifklegt að þau gleypi það og inn-
byrði því of mikið magn af flúor.
• Ef barnið þitt er eldra en þriggja ára og tekur flú-
ortöflur þá getur vel veriðaðtannlæknirinn ráðleggi
þér að nota tannkrem fyrir barnið sem inniheldur
ekki flúor.
• Ræðið við tannlækninn ykkar um öll atriði sem ein-
hver vafi leikur á að séu eins og þau eiga að vera.