Vikan


Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 10

Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 10
Samskipti kynjanna \ ónabandsmarkaður Það eru líklega rúm tvö ár síðan Vikan brá undir sig betri fætinum og fór spari- klædd á pöbbarölt. Tilgang- urinn var að forvitnast um hjónabandsmarkað þann sem sagður var í miklum blóma á pöbbunum. Nú er öldin önnur. Tæknin hefur nefnilega laumað sér inn í rómantíkina. Vissulega fer fólk enn á pöbbarölt í leit að sálufélaga númer eitt, tvö eðajafnvel þrjú. En nú er líklegra að viðkomandi aðilar þekkist nokkuð vel, jafnvel þótt þeir séu að hittast í fyrsta sinn, augliti til auglitis. ~ o I I raði nútímans býður -o « |“| ekki lengur upp á langt ^ o E 1 tilhugalíf með þreifing- = | um og væntingum. Nú þarf allt ~ = að gerast á hraða Ijóssins og ~ ^ þess vegna þykir mörgum ein- = “ faldara að nota matartímann I = eða kvöldin heima við til þess að velja sér rétta makann á Net- " inu. Margirfara inn á vefslóðina — 5 einkamal.is og skoða valmögu- * 5. leika karla og kvenna. Þessi leið 1-5 til makavals er frekar ný af nál- inni á íslandi þótt hún hafi tíðkast til margra ára úti í hin- um stóra heimi. Líklega er það út af smæð landsins sem fólk er feimið við að fara þessa leið. Smæð landsins býður upp á að ekki sé ólíklegt að þeir sem kynnst hafa á Netinu og skrifast á í gegnum það undir alls kyns dulnefnum komist að því á fyrsta stefnumóti að þeir séu í raun og veru nágrannar, skyld- menni eða gamlir vinir. Við, blaðamaðurogljósmynd- ari Vikunnar, settumst við tölv- una einn daginn og könnuðum vefsíðu einkamal.is. Við komumst að því að inni í tölvu blaðamannsins leyndist heill undraheimur. Við byrjuðum á því að finna slóðina. Það runnu á okkurtvær grímur þegar við sáum standa skýrum stöfum: Nýjustu kon- urnar og nýjustu karlarnir. Okk- ur fannst eitthvað markaðs- kennt við þetta allt saman en minntum okkur svo á að við vær- um að vinna grein um markað- inn. Við værum greinilega á rétt- um stað. Næst fórum við í valmögu- leikann Skoða auglýsingar. Þá koma upp ýmsir valmöguleik- ar. Viðkomandi er beðinn að velja kynið sem leitað er eftir. Kostirnir eru þrír: bæði kyn, karlkyn og kvenkyn. Síðan er valinn aldur þess sem leitað er að. Næsti valkostur er land- svæði. Þar koma upp valmögu- leikarnir; öll sveitarfélög, höfuð- borgarsvæðið og því næst allir helstu kaupstaðir landsins, eft- ir því sem við best fengum séð. Síðan kemur að næsta vali: Æskileg kynhneigð. Þar eru fjórir möguleikar í boði: Skiptir ekki máli, gagnkynhneigð(ur), samkynhneigð(ur) og tvíkyn- hneigð(ur). Að síðustu er hægt að velja um flokk. Ekki pólitísk- an flokk held- ur kynlífs- flokk. Þar eru möguleikarnir þessir: almenn- ur, pör og BDSM. Viðákváðumað leita að gagnkyn- hneigð- um karl- manni á höfuð- borgar- svæðinu aldrinum 25-55 ára. Flokkur: almennur. Hölluð- um okkur svo aftur í sætun- um og ýttum á valmöguleik- ann leita. Og viti menn, upp komu hvorki meira né minna en 2836 valmöguleikar. Við ákváð- um að þrengja hringinn svolít- ið og völdum aldurinn 45-55 ára. Karlmenn á þeim aldri voru 212 talsins. Ungir menn eru sem sagt í meiri hluta þeirra sem eru að leita fyrir sér á þenn- an hátt. Næst völdum við konu á sama hátt. Á aldrinum 25-55 ára voru 578 konur og á aldr- inum 45-55 ára voru þær 36. Hvað skyldi þetta segja okkur? Kannski styrkir það þá skoðun viðmælanda okkar hér á eftir að á vefnum sé fjöldinn allur af giftum mönnum í leit að við- haldi. Það sem vekur ef til vill einna helst athygli er hversu algengt það er að ungir menn séu að leita eftir kynlífssambandi við eldri konur. Það er ekki óalgengt að sjá auglýsingu sem þessa: „Sælar stelpur! Ég er ungur pjakkur (27 ára) í leit að konu upp að 45 ára aldri með kynlífs- samband í huga. Ég leita að myndarlegri, vel vaxinni, barm- mikilli konu með mikla kyn- lífslöngun. Bara gott kynlíf án nokkurra skuldbindinga. Ef þetta er eitthvað fyrir þigskildu þá eftir skilaboð.“ Það er nefni- lega það. Skildu eftir skilaboð. Þá erum við kom- in að næsta þætti í leitinni, að skrifa bréf til þess/þeirrar sem okkur líst á. Þaðgerum við með því að skrá okkur inn, velja okkur not- andanafn og lykilorð og hefj- ast handa við skriftirnar. Við notuðum ákaflega handa- hófskennt val við að skoða auglýsingarnar sem hér fara á eftir. Við völdum auglýsend- ur sem notuðu skemmtileg dulnefni, svo sem Sú róman- tíska, Ein djúsí, Bomba, Kóngsi og Picasso. Karlmaður, 50 ára; Kvæntur maður í leit að til- breytingu, án allra skuldbind- inga. Er til í allt nema samkyn- hneigð, þyki liðtækur í bólinu og kyssi svakalega vel. Opinn fyrir skyndikynnum eða föstu sam- bandi. Kona, 33 ára Hæ, hæ. Ég er hér ein sem er að leita mér að hinum eina sanna riddara á hvíta hestinum. Með því að auglýsa hér er ég að vona að hann komi í Ijós því hann hefur ekki fundist til þessa. Kannski er ég að byggja loftkastala sem eru ekki til, en ég ætla samt að halda ( þá von eitthvað lengur. Hann þarf að vera einlægur, góður, trúr sjálf- um sér og öðrum, hafa góða öxl sem hann er tilbúinn að bjóða fram þegar á þarf að halda, vera fyndinn þegar þess þarf með og hafa gaman af að gera alls konar nýja hluti og gamla. Nauðsynlegt að hann sé há- vaxnari en ég, honum þarf að finnast gott að kúra og gera ým- islegt sem ég ætla ekki að fara að telja upp hér.... Karlmaður, 53 ára Ég er gamansamur, fráskil- inn, hef yndi af klassískri tón- list, mat og eldamennsku, tölv- um, skemmtilegum umræðum og leikhús-, bíó-, og utanland- ferðum. Er að leita að félags- skap hressrar konu, sem vin- konu eða meira ef okkur lang- ar til. Byrjum að spjalla saman á Netinu og sjáum svo til. 10 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.