Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 60
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Fræga fólkið í klóm dj Brendan Fraser er án efa sú karlstjarna sem er hvað vinsælust meðal unglingstúlkna um allan heim. Það er engin stelpa meðal stelpna nema hún hafi séð Dudley Doolittle og George of the Jungle minnsta kosti þrisvar sinnum. Það er því spurning hvort það ætti að vera áhyggjuefni mæðra að í nýjustu mynd sinni er kappinn genginn djöflinum á hönd og er í einu atriðinu með sítt hár, tattú, fjólubláar neglur og syngur þungarokk hugs- anlega undir áhrifum ólöglegra vímuefna. mhyggjusömum mæðrum er það vafa- laust léttir að frétta að þessi sena í mynd- inni Bedazzled er ekki alvarleg og skilaboðin í lokin eru að Iffs- stíll sem þessi borgi sig ekki og í einkalífinu er þessi hetja dætra þeirra fyrirmyndarmaður. Hann er þekktur í kvikmynda- borginni fyrir kurteisi, hlýlega framkomu og góða greind. Rokkstjarnan ógeðfelIda er ein af sjö persónum sem Brendan leikur í Bedazzled en myndin er endurgerð af gamalli og góðri mynd með þeim Dudley Moore og Peter Cook. Leikstjóri endur- gerðarinnar er Harold Ramis sem er þekktastur fyrir Ground- hog Day og Analyze This. Hann valdi Brendan í aðalhlutverkið því hann taldi sig hafa séð af fyrri verkum piltsinsað þarfæri hæfileikaríkur og margbrotinn leikari. Frá því Brendan kom fyrst til Hollywood hefur hann leikið í yfir þrjátíu myndum sem eru allt frá því að vera hreinir farsar og upp í mjög dramatískar átaka- myndir. Hingað til er þó senni- lega Múmían sú mynda hans sem skilað hefur mestu í kass- ann og honum mestri athygli. Framhald af henni er fyrirhug- að og hefjast tökur á því á næsta ári í Giza eyðimörkinni. Brend- an er ekkert hræddur við að takast á hendur langt ferðalag, enda hefur hann verið á stöðug- um ferðalögum allt frá barn- æsku. Heillaðist af trúðum og leikurum í Höglum myndum Brendan Fraser fæddist í Indianapolis 3. desember árið 1968. Foreldrar hans Peter og Carol eru kanadísk og pabbi hans vann fyrir kanadísku utan- ríkisþjónustuna. Fjölskyldan flutti oft milli staða í Evrópu og Kanada meðan Brendan og bræður hans þrír voru að vaxa upp. Brendan gekk í skóla f Hollandi, London, Seattle, Ottawa og Toronto. í London kynntist hann lifandi og spenn- andi leikhúslífi og þar smitað- ist hann af leiklistarbakterí- unni. í Toronto lauk hann skóla- skyldunni og þar tengdist hann fyrst leikhúsinu meðan hann vann sem sviðsmaður og í miða- sölu leikhúss. Hann hóf nám í The Actors’ Conservatory við Seattle Corn- ish College of the Arts. f skól- anum lék hann í Shakespeare verkum og tók þátt í uppfærsl- um á klassískum leikverkum í leikhúsum í borginni. Meðal helstu áhrifavalda í lífi hans sem leikara var leikarinn, lát- bragðsleikarinn og trúðurinn Billy Irwin sem hann sá fyrst koma fram í Seattle. „Við horfðum ekki mikið á sjónvarp þegar ég var barn," segir Brendan. „Sjaldnast var annað í boði en gamlar svart- hvítar myndir með Buster Keaton ogfleirum. Ég lærði því ungur að meta skopleik sem byggir mikið á líkamlegum til- þrifum. Sömuleiðis fórum við oft í sirkus og þar sá ég trúða sem eru meistarar í slíkum leik. Ég þurfti því ekki að heyra brandara sagða á ensku til að geta skilið skopið og hlegið að því.“ Hætti námi og hélt til Hollywood Brendan ávann sérstyrktil að Ijúka framhaldsnámi í Southern Methodist University en hann fór aldrei þangað. Þessi í stað fékk hann lánaðan bíl móður sinnar og keyrði yfir til Vestur- strandarinnar til að freista gæf- unnar í Hollywood. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir tækifæri. Hann fékk lítið hlutverk í kvik- mynd sem reyndar var aldrei sýnd og fljótlega eftir það hlut- verk í tveimur sjónvarpsmynd- um. Áður en ár var liðið frá ákvörðun hans um að hætta námi fékk hann aðalhlutverk í myndinni School Ties. Mótleik- arar hans voru ekki af verri end- anum en þeir Ben Affleck, Matt Damon ogChrisO’Donnell léku einnig í myndinni sem er ádeila á gyðingahatur og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda. Fraser segir að þegar hann lék í myndinni hafi hann stuðst við reynslu sína af heimavistarskól- um í Englandi og Kanada. Hann minnist þess að hafa verið dreg- inn fram úr rúmi sínu um miðja nótt þegar hann var þrettán ára gamall og hent ofan í skott á bíl. Þar mátti hann dúsa í dágóða stund eða þar til að kvalararnir voru búnir að fá nóg af sínum leik. Mótleikararnir höfðu mikil áhrif á hinn unga Fraser og um þá segir hann: „Ég man að ég hugsaði með mér að mér tæk- ist aldrei að verða jafngóður og þeir. Þjálfun þeirra í kvikmynda- leik var svo ótrúlega mikil en ég hafði aldrei leikið nema í leikhúsi og það litla sem ég vissi um kvikmyndaleik var úr bók Michaels Caine um það hvern- ig menn yrðu að draga úr öll- um leikrænum tilþrifum þegar 60 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.