Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 50
Tíska
Vikan
Það hafa allir gaman af
að skreyta sig með
skartgripum og á síð-
ustu árum hafa hvers
kyns líkamsskreyting-
ar færst mjög í vöxt.
Konur jafnt sem karlar
láta setja göt í eyrun,
hring í naflann, auga-
brúnina og jafnvel
tunguna. Svokallað
tannskraut, sem límt er
á tennur, er hins veg-
artiltölulega nýtt af nál-
inni en nýtur vaxandi
vinsælda hjá yngri kyn-
slóðinni.
Eva Hrönn Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri úra-
og skartgripaverslunar-
innar Rhodium í
Kringlunni, segir að tannskraut
sé það nýjasta i skartinu, enda
sé það mjög töff. „Skrautið er
úr ekta gulli og það er einnig
hægt að fá með demanti. Þetta
er búið að vera geysilega vinsælt
í nágrannalöndunum og verður
það án efa hér á landi, enda
fylgjumst við vel með öllum nýj-
ungurn," segir hún og brosir svo
glyttir í stjörnulaga skraut á
augntönninni.
„Það hefur þótt mjög svalt
meðal fræga fólksins að vera
með gulltönn og þeir sem hafa
fengið sér eina slíka eru meðal
annars Mel C, Madonna og
Goldie," segir Berglind Magn-
úsdóttir, afgreiðsl ustú I ka í
Rhodium, en sjálf lætur hún
tannskrautið nægja. ,,Tann-
skrautið er ekki jafnýkt og gull-
tennurnar og auðvitað margfalt