Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 8
því að hafa heyrt talað um ein- stæða foreldra, og þá sérstak- lega einstæðar mæður, eins og þeir væru einhver sérstakur þjóðflokkur sem kæmi okkur hinum lítiðvið. Éghef líkafund- ið fyrir því að sumir tala um að þessar einstæðu mæður hafi það nú ansi gott með allar sín- ar bætur og niðurgreiðslur og þær þurfi aldeilis ekki að kvarta. Nýjasta dæmið sem ég sá í sjón- varpinu um daginn, var eitthvað ,,absúrd“ dæmi um einstæða móður í háskólanámi sem hafði það svo rosalega gott og var með um 200 þúsund krónur í tekj- ur á mánuði. Raunveruleikinn er í flestum tilfellum ekki svona góður og sennilega væri engin þörf fyrir hagsmunasamtök eins ogokkar ef þetta væri reyndin." MADUR ER MANNS GAMAN En ef við víkjum frá hinu ei- lífa lífsgæðakapphlaupi og á Það getur verið afar erfitt að skilja og margir ein- stæðir foreldrar einangrast mikið félagslega eftir skilnað. í mörgum tilfellum fer líka svo mikill tími í það eitt að komast af fjárhagslega að allt sem snýr að sjálfu for- eldrinu situr á hakanum. stundum jafnvel hörðu lífsbar- áttu. Hvernig tilfinning er það að vera ekki lengur annar helming- urinn af pari sem sér um börn og bú heldur einstaklingur sem þarf að endurskoða allt sitt Iff og í mörgum tilfellum að hefja annars konar félagslíf? ,,Það getur verið afar erfitt og margir einstæðir foreldrar einangrast mikið félagslega eft- irskilnað. Margir detta til dæm- is út úr þeim vinahópum sem þeir tilheyrðu þegar makinn var til staðar því vinahóparnir sam- anstanda af pörum ogeinstæða foreldrið á ekki lengur samleið með þeim. í mörgum tilfellum fer líka svo mikill tími í það eitt að kom- ast af fjárhagslega að allt sem snýr að sjálfu foreldrinu situr á hakanum. Fyrst koma börnin, svo heimiliðogfjármálin ogallt hið daglega stress og þá er kannski enginn tfmi til aðsinna sjálfum sér og fólk fær jafnvel samviskubit og sektarkennd yfir því að leyfa sér að fara út á með- al fólks eða skemmta sér á ann- an hátt. Sennilega kannast flestir ein- stæðirforeldrarvið þátilfinningu aðfinnast þeirstanda dálítiðein- ir og vanta einhvern fullorðinn til að tala við og deila með áhyggj- um sínum og sorgum. Öll erum við félagsverur að einhverju leyti og þörfnumst fé- lagsskapar annars fólks sama hvort það er maki, vinur eða aðr- ir í svipaðri stöðu,“ segir Mar- grét hugsi á svip. JOLIN ERU SKRÝTID PÚSLU- SPIL Nú styttist í jólin sem f hug- um flestra er hin mikla fjöl- skylduhátíð. Hvernig er að halda jól ein(n) með börnunum? ,,Það getur verið mjög erfitt bæði fyrir börnin og foreldrana. Flestum einstæðum mæðrum finnst mjög erfitt að sleppa hendinni af börnunum á jóladag eða aðra hátíðisdaga og því fylg- ir skrýtin tilfinning. Þetta er afar mikið álag og röskun á tilfinningum og hög- um allra, sérstaklega ef foreldr- arnir voru giftir eða í sambúð lengi, og það getur verið erfitt að púsla þessu saman þannig að allir, og þá einkum börnin, séu sáttir við sitt. Fyrstu jólin eftir skilnað valda í mörgum til- fellum hreint og beint áfalli því með skilnaðinum er verið að slíta alls kyns hefðir upp með rótum og líka verið að klippa á alls kyns tengsl sem áður voru til staðar, ekki bara við foreldr- ið sem ekki býr með börnunum heldur líka alla þess fjölskyldu, þ.e.a.s. ömmur og afa barnanna og frændur þeirra og frænkur. Ég held að jólunum geti líka fylgt talsverð streita fyrir börn- in, sérstaklega ef þau eru kom- in á legg og vön því að hafa for- eldra sína saman. Það er því örugglega mjög erfitt fyrir þau að uppgötva allt í einu að nú eru jólin allt öðruvísi, pabbi ein- hvers staðar annars staðar og ekkert eins og það áður var.“ Mörg pör kunna ekki að tala saman Nú er greinilegt af orðum Margrétar að skilnaði fylgir alltaf mikil röskun á högum allr- ar fjölskyldunnar, svo ekki sé nefnt hið fjárhagslega óöryggi sem margir lenda í eftir skiln- að. En er fólk yfirleitt búið að reynatil hlítarað laga samband- ið áður en til skilnaðar kemur? ,,Nei, alveg örugglega ekki alltaf. Sumar þær skilnaðará- stæður sem ég hef heyrt benda til þessaðfólk séallt of fljótt að rjúka til og sækja um skilnað. Ástæður eins og að makinn smjatti við matarborðið eða skilji tannkremstúpuna eftir opna eru afar lítilvægar, að mínu mati. Sem betur fer held ég að flestir reyni þó að skilja í nokk- urri sáttán þessað upp komi al- varleg deilumál. Ég hef reynd- arengartölur um slíkt við hönd- ina en ég held að fólki reyni í flestum tilfellum fyrst ogfremst að hugsa um hag barnanna og ganga frá skilnaðinum svo þau beri sem minnstan skaða af. Mér finnst líka að ástæðan fyrir því að margir skilja sé sú að fólk kann einfaldlega ekki að tala saman og leysa úr sínum málum áður en í óefni er kom- ið. Nú hafa brúðkaup dálítið ver- ið í tísku og þá vonaðist maður kannski til að skilnuðum myndi fækka en svo virðist ekki vera. Önnur mjög algeng ástæða fyr- irskilnaði er, að mínu mati, fjár- hagsvandræði og ósætti um fjármál fjölskyldunnar. Auðvit- að er það sorglegt að fjárhag- urinn geti splundrað fjölskyld- unni en það væri hræsni að segja að peningar skiptu ekki máli því þeirgera það svo sann- arlega fyrir öryggi okkar og vellíðan," segir Margrét Bernd- sen, formaður Félags einstæðra foreldra, að lokum. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.