Vikan


Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 28
Lífsreynslusaga eaa and I X ramn ana a Þegar ég kynntist manninum mínum var ég viss um að hann væri sé eini rétti og við yrðum alltaf hvort öðru trú. Hann var maðurinn sem ég hafði beðið eftir allt mitt líf. Við vorum þroskað fólk og áttum bæði okkar fortíð sem við vorum viss um að geta unnið úr saman og ætluðum að hald- ast í hendur til ævi- loka. Bæði áttum við börn úr fyrri sam- böndum og héldum að við gætum staðið saman, verið hrein- skilin hvort við annað, virt hvort annað og gefið hvort öðru það svigrúm sem við þyrftum á að halda. En það var öðru nær. Stuttu eftir að við geng- um í hjónaband fór maðurinn minn að vinna á nýjum vinnu- stað. Hann var mjög metnaðar- fullur, mest allur tími hans og orka fór í starfið og hann var þreyttur og pirraður þegar hann kom heim á kvöldin. í fyrstu var ég þolinmæðin uppmáluð og taldi þetta tímabundið ástand. Því miður varð raunin önnur. Hann vann fram eftir á hverju kvöldi og um helgar og var stöðugt að fá stöðuhækkanir. Það kom í minn hlut að sjá um heimilið og þau af börnunum sem bjuggu hjáokkurogvinnu- álag mitt var þvf mikið. í fyrstu kvartaði ég aldrei og bað mann- inn minn aldrei um aðstoð við heimilisstörfin. Mér fannst ég fljótari að gera hlutina sjálf heldur en að reyna að segja hon- um til. Að lokum varð ég yfir- keyrð af álagi og áhyggjum. Ég þekki íslensku ,,súperkonuna“ af eigin raun, konuna sem vinn- ur utan heimilis, tekur á móti börnunum þegar þau koma heim úr skólanum, hjálpar þeim með heimanámið, kaupir inn, eldar, þrífur og þvær. Ég var allt of lengi slík kona, þótt svo að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því fyrr en það var orðið of seint. lfeikindi Ég veiktist af síþreytu og hætti að vinna úti. Ég stóð í þeirri trú að mér myndi líða bet- ur ef ég hvíldi mig á vinnunni. í fyrstu virtist þetta góð lausn fyrir allt heimilisfólkið og ég nýttitímann vel til þess að sofa og hvíla mig. En svo kom að því að mér fór að leiðast og ég gerði mér grein fyrir því að hitt heim- ilisfólkið hafði alltaf forgang. Ég reyndi að ræða málin við fjöl- skylduna, sérstaklega manninn minn. Ég bað þau um að taka þátt í heimilisstörfunum með mér svo ég gæti aftur farið að vinna utan heimilis. í þeim um- ræðum hétu þau mér að sjá um heimilið með mér. Ég get ekki annað sagt en þau hafi reynt að standa við það loforð en auð- vitað var alltaf eitthvað í gangi sem þeim fannst meira áríðandi en að vera heima og þrífa. Ég varð þunglynd og óhamingju- söm þegar ég sá að þetta myndi ekki ganga upp. Ég fékk ekki séð að ég kæmist aftur út á vinnumarkaðinn nema fjöl- skyldan stæði saman. En ég ákvað samt að reyna. Allir voru ánægðir með þá ákvörðun nema ég því það leið ekki á löngu áður en allt var komið í sama, gamla vítahringinn. Eftir þriggja mán- aða streð á vinnumarkaðnum var ég aftur orðin yfirkeyrð og varð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að mér væri þetta um megn. Maðurinn minn varð fyrir miklum vonbrigðum með mig og ekki bætti það sálarástand mitt sem var óbærilegt fyrir. Ég var aftur orðin heimavinnandi húsmóðir, stöðugt þreytt og óá- nægð með sjálfa mig. Mér leiddist mikið, ég saknaði fé- lagsskapar vinnufélaga minna og sálarástand mitt var í mol- um. Ég lokaði mig frá öðru fólki með þá skömm á bakinu að ég væri ekkert annað en vinnukona hjá fjölskyldu minni. Þannig leið mér í langan tíma og sjálfs- álitið minnkaði dagfrá degi. Ég hafði alltaf verið grönn og litið vel út en nú fóru aukakílóin að hlaðast á mig og ég hætti al- veg að hugsa um útlitið. Ég var jú bara húsmóðir. Fjárhagur heimilisins varð verri eftir að launin mín voru ekki lengurtil staðar. Ég hætti því að kaupa mér föt og snyrti- vörur, mér fannst ég ekki hafa efni á því og það ekki vera jafn- nauðsynlegt og áður. Maðurinn minn héltsínu striki og tókekk- ert eftir því hvernig mér leið. Það var mikið um það að fólkið á vinnustaðnum hans skemmti sér saman og hann vildi að ég tæki þátt í þeim skemmtunum. Ég fór með honum til þess að reyna að gera honum til geðsen skemmti mér aldrei vel. Satt að segja dauðleiddust mér þessar skemmtanir og mér fannst ég ekki eiga neitt sam- eiginlegt með þessu fólki. Framhiáhald Ég hitti Tedda eitt sinn þeg- ar við hjónin fórum út að skemmta okkur með vinnufé- lögum hans. Mér hundleiddist og langaði að fara heim en eig- inmanninum fannst það ekki viðeigandi. Égsatein ogvansæl úti í horni með glas í hendinni og varð drukknari eftir því sem leið á kvöldið. Allt í einu kom Teddi og spurði hvort hann mætti setjast hjá mér. Ég varð bæði undrandi og hrifin bauð honum að sjálfsögðu sæti. Hann var skemmtilegur og hafði svo sannarlega útlitið með sér. Hann var Ijóshærður og blá- eygður, grannur og hávaxinn. Við spjölluðum saman stutta stund eða þangaðtil manninum 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.