Vikan - 05.12.2000, Blaðsíða 52
Sakamál
~ Engu er líkara en það
■° fylgi því einhver bölv-
£ un að leika Súper-
.= mann fyrir Banda-
~ ríkjamenn. Christoph-
- er Reeve sem lék
■2 hann í kvikmyndinni
=> lenti á dögunum í
« slysi sem hafði þær
“ hörmulegu afleiðingar
E að hann er lamaður
" frá hálsi síðan. Geor-
ge Reeves, sá sem
lék ofurhetjuna í upp-
haflegu sjónvarps-
þáttunum, dó af
skotsárum aðfaranótt
16. júní 1959.
JT
Ifyrstu var talið fullvíst að
hann hefði framið sjálfs-
morð en réttarrannsóknar-
mennirnir voru fljótir að
komast að því að líklega væri
ekki svo. Vitað var að Súper-
mann átti I ástarsambandi við
eiginkonu mafíuforingja en hver
drap Súpermann og hvort hann
var yfirleitt myrtur hefur hins
vegar aldrei verið fullkomlega
upplýst. George Reeves fædd-
ist í lowa árið 1914. Hann var
af miðstéttarforeldrum og æska
hans leið tiltölulega baráttu-
laust og engin stór vandamál
komu upp í fjölskyldunni. Hann
varð fljótt heltekinn af leiklist-
arbakteríunni og vildi gjarnan
vinna við kvikmyndir.
Fyrsta tækifærið til að láta
þann draum rætast fékk hann
þegar honum bauðst að leika
annan Tarleton tvíburann í Á
hverfanda hveli. Upphafsatriði
myndarinnar gerist á veröndinni
við íbúðarhúsið á Tara plantekr-
unni. Scarlett O’Hara tekur þar
á móti tvíburunum, sem hafa
verið aðdáendur hennar lengi,
og þeir reyna hvor um sig að
ganga í augun á henni. Scar-
lett er hins vegar of upptekin
af Ashley Wilkes til að hafa
nokkurn áhuga á öðrum mönn-
um og það eina sem þeir gera
sem vekur áhuga hennar er þeg-
ar annar þeirra segir henni að
Ashley Wilkes sé kominn heim
eftir nokkurra ára fjarveru.
Úánægður með að vera
stjarna
Þrátt fyrir góða byrjun voru
þau hlutverk sem á eftir fylgdu
fremur IftiIfjörleg. Hann fékk
hlutverk í nokkrum þriðja flokks
kvikmyndum þar á meðal einni
sem hét Frumskógargyðjan og
þótti afburðaléleg. Honum var
boðið hlutverk Súpermanns í
sjónvarpsþáttaröð en þótt hann
yrði að þiggja hlutverkið vegna
þess að hann þarfnaðist vinn-
unnar var hann ekki neitt sér-
lega ánægður með það. Á sjötta
áratugnum var sjónvarpið enn
talið mun ómerkilegri miðill en
kvikmyndir og allir leikararsem
töldu sig einhvers virði kusu
fremur að ganga milli kvik-
myndavera en taka þátt í sjón-
varpsþáttagerð. Þátturinn um
Súpermann naut hins vegar
strax gífurlegra vinsælda, sér-
staklega meðal áhorfenda tólf
ára og yngri. Teiknimyndablöð-
in um Súpermann voru ein þau
mest seldu í Bandaríkjunum og
útvarpsþættir um ofurhetjuna
og stálmanninn höfðu hlotið
mikla hlustun.
George Reeves var orðinn
stjarna en ekki á þann hátt sem
hann hefði sjálfur kosið. Hann
taldi hlutverkið ómerkilegt og
búningurinn, sem var fóðraður
til að hinn herðabreiði og vöðva-
stælti Reeves virkaði enn meiri,
var mjög óþægilegur. Hann átti
erfitt með að hreyfa sig í honum
og kvartaði undan því að hann
klæjaði undan efninu. í Banda-
ríkjunum er það svo að þegar
menn hafa einu sinni náð fót-
festu sem ákveðin persóna í
sjónvarpsþáttum er erfiðara að
komast undan því en margan
grunar. George fékk hlutverk í
Óskarsverðlaunamyndinni From
Here to Eternity en var klippt-
ur út úr myndinni eftir að áhorf-
endur á forsýningu hennar
hrópuðu allir sem einn „Súper-
mann“ þegar hann birtist á
tjaldinu.
Reeves reyndi að gleyma
sorgum sínum í örmum Toni
Mannix. Hún var átta árum eldri
en hann og í sambúð með vara-
forseta MGM kvikmyndavers-
ins, Eddie Mannix. Mannix
starfaði áður sem útkastari á
næturklúbbum og þrátt fyrir fín-
an titil var aðalstarf hans að sjá
um að stjörnur kvikmyndavers-
ins lentu ekki í vandræðum.
Eins var honum ætlað að þagga
niður öll hneykslismál áður en
þau yrðu opinber. Eddie var frá
New Jersey og hafði alist þar
upp í hverfi sem var þekkt fyr-
ir félagsleg vandamál og að þar
þyrfti umtalsverða hörku til að
komast af. Sögusagnir um að
hann leitaði oft á náðir fyrrum
vina sinna úr hverfinu þegar
kvikmyndaverið þyrfti á að
halda voru lífseigar og gera má
ráð fyrir að þær hafi átt við þó
nokkur rök að styðjast. Eddie
átti sjálfur ástkonu og kippti sér
því ekki upp við það að kona
hans héldi í arm Súpermanns
á kvöldin.
Ástfanginn af samkvæm-
isljóni
Toni og George voru því ekk-
ert að leyna sambandi sínu og
þau sáust víða á skemmtistöð-
um sem fræga og ríka fólkið
sótti í Los Angeles. Toni var ör-
iát og vitað var að hún jós gjöf-
um yfir elskhuga sinn og gaf
honum meðal annars húsið sem
hann bjó í. Árið 1958 fór
Reeves hins vegar einn til New
York í viðskiptaerindum og þar
hitti hann Leonore Lemmon.
Svovirðist sem George hafi fall-
ið umsvifalaust fyrir stúlkunni
en hún var af yfirstéttarættum
og þekkt í samkvæmislífinu fyr-
ir skemmtanagirni og villt líf-
erni. Hún var einnig þekkt fyr-
ir hversu skapbráð og skapmik-
52 Vikan