Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 3
Menntamál
VIII. ár.
Jan.—Marz
1935.
Breyting á útgáfn Menntamála.
Samband ísl. barnakennara hefir nú keypt Mennta-
mál af hr. fræðslumálastjóra Ásgeiri Ásgeirssyni og
verður nú útgefandi ritsins. — Það hefir verið einhuga
ósk kennarastéttarinnar, að hún mætli verða þess megn-
ug, að eignast eigið málgagn. Slikar óskir komu einnig
ákveðið fram á siðasta kennaraþingi.
Þess er þvi vænzt, að hver og einn einasti kennari
geri sér ljósar þær auknu skyldur, er stéttin liefir tekið
sér á lierðar, með því að gefa út og vera áhyrg fyrir
riti, sem á að hafa á hendi forystu í uppeldismálum
og alþýðufræðslu.
Tímarit og blöð um uppeldi og menntamál hafa af
og til verið gefin út hér á landi, siðan árið 1907. Slík
útgáfa hefir þó átt fremur erfitt uppdráttar, sem von-
legt er. En útgefendurnir hafa, liver og einn á sinum
thna, barizt ótrauðir hinni góðu haráttu í þágu fræðslu-
málanna. Þeir hafa með útgáfustarfsemi sinni vakið
eftirtekt á hinni ungu kennarastétt, aflað henni Irausts
og virðingar og tekið svari hennar. Fyrir þetta eiga
þeir óskiptar þakkir kennarastéttarinnar, og þá engu
síður fyrir þau störfin, er þeim sjálfum hefir virzt á
stundum, að unnin hafi verið fyrir gig.
Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara liefir ráð-
ið Gunnar M. Magnúss fyrir ritstjóra Menntamála, en
Pálmi Jósefsson hefir tekið að sér fjármálastjórn og
afgreiðslu ritsins.
Reykjavik, 8. jan. 1935.
Avngr. Kristjánsson.
1