Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 50
48
MENNTAMÁI.
um, eru úreltar, koma aÖ takmörkuðu gagni og vinna tjón á
sumum sviÖum. En vanafesta kennaranna sjálfra, enn méiri
vanafesta almennings og ótti hans viS nýjungar, og svo ein-
angrun og þröngur fjárhagur, gera kennurum öröugt aÖ taka
upp nýjar starfsaðferðir, eigi sizt þar sem þeir eru ekki und-
ir þaÖ búnir aÖ lærdómi.
jtxrrMl
f //yCjCt rtlL'r'0+tC firrýbaoír OC^ ix.
( ncmo- o/aÁdcc/ cc^ 'rrncc/
a/a!«»n ’tfkUfnJcs'atf *ár/
Otj 1/icLc
'yyxA.yyo cy
Áa'£/a'/n.
7,
Kennarar hafa flestif gert sér grein íyrir þvi — sumir ljósa
og rökstudda, aÖrir í þoku, — að þeir geta aldrei náÖ ákjósan-
legum árangri, með lexiuskólalaginu, sem okkur hefir sjálfum
veriÖ kennt með og viÖ höfum lært aÖ nota viÖ kennslu. Lexíu-
skólinn, meÖ námsskrá sína og stundaskrá, ■— tilsettar lexíur
í tilsettum kennslubókum á tilsettum stundum, —■ mikið af meira
eða minna óhlutrænum orðum og hugtökum, mörg hver með
óljósri þýðingu, að lesa, heyra og muna, en lítið af vinnu, lítið
af sjálfstæðri athugun og mati á því, sem lesið er, — hann
er arfur liðínna alda, þegar þekking manna á sálarlífi barna
var lítil, og þegar mannfólkið átti lítinn bókakost og varð að
geyma í minni sínu allan þann fróðleik, sem það komst yfir
og gat búizt við að þurfa síðar að nota. Nú á tímum eru
bækurnar sameiginlegt minni þjóða og mannkyns. Það er þvi