Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 42
40
MENNTAMÁI,
Bezt er aÖ gera sér þaÖ ljóst, aÖ þrátt fyrir þaÖ, þótt skyn-
samlegustu leiÖir verÖi farnar, má telja víst, aÖ það taki all-
langan tíma að finna nokkurnveginn áreiðanlegar aðferðir til
að velja nemendur til háskólanáms. Og því aðeins mun það
takast, að til framkvæmdarinnar fáist sérfróðir menn og vitrir.
Einn þátturinn í starfi þeirra myndi verða sá, að skrá og bera
saman alla þá reynzlu, sem smátt og smátt fengist við bættar
aðferðir hér á landi og annarstaðar. Hverskonar próf, t. d., gefi
bezta raun, borið saman við það, hvernig úr mönnunum, sem
undir þau hafa gengið, rætist síðar, hvaða kennarar komast næst
því að spá um nemendur sína, og hvernig þeir rökstyðja með-
mæli sín o. m. fl.
Austurbæjarskólanum, 2. jan. 1934.
Sigurður Thorlacius.
Eg þakka háttv. greinarhöfundum fyrir það, sem þeir
hafa lagl hér til málanna. Auk þess vil eg henda lesend-
um á þau mikilvægu alriði, sem liöf. eru sammála um.
Það er sameiginlegt álit þeirra, að prófum þurfi að
breyta til muna, að aðstöðumunur vegna fátæktar eða
fjarlægðar eigi að hverfa og vitsmunapróf í einhverri
mynd verði að koma að meira eða minna leyti í stað
gömlu prófanna, og að þjóðfélaginu beri skylda til, að
sjá gáfuðustu og hæfileikamestu unglingunum fyrir
ókeypis framhaldsnámi, svo að tryggara verði að hvert
sæti í ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins verði skipað hinum
beztu mönnum.
Menntamál munu fylgja þessum kröfum fast fram.
Verður nánar rætt um málið í næsta hefti.
G. M. M.