Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 38
36
MENNTAMÁL
skóla nái sem bezt tilgangi sínum, og hafi sem heillavænlegust
áhrif fyrir alla hlutaðeigendur, ættu helztu einkenni þess aÖ
vera eftirfarandi:
a) Að inntökuprófin séu þannig úr garði gerð, að ekki sé hœgt
að. biia undir þau með ítroðningi ákveðinna minnisatriða.
b) Að skorið sé úr um það, hvaða nemendur hafi nœgilega
leikni í undirstöðunámsgreinum, s. s. lesiri, skrift, reikn-
ingi og stafsetningu, til þess að geta notið náms í mennta-
skóla.
c) Að framúrskarandi hœfileikar komi sem ótvírœðast í Ijós,
svo að það sé scm allra tryggast, að þeir verði ekki úti-
lokaðir frá háskólanámi, sem annars myndu verða leið-
togar í einhverjum þeim greinum, er mikla þckkingu þarf
til að stnnda.
d) Að sem ákveðnastar bendingar fáist mn sérstaka hœfileika,
sem mikið reynir á við nám í menntaskólum og háskólum,
s. s. liœfileika til að nema crlend mál eða stœrðfræði. Þá
1 vœri og œskilegast, ef hœgt vœri að fá bendingdr um áhuga
nemendanna og þrek til andlegra starfa.
Eg vil nú, áÖur en eg kem að tillögum mínum um aðferðir
til aÖ komast sem næst þessu marki, til hliðsjónar benda á nokk-
ur dæmi um erlendar tilraunir í þessum efnum.
Á síðari árum hefir í flestum löndum vaknað mikill áhugi
fyrir því, að búa sem bezt að þeim æskumönnum, sem skara
fram úr í andlegum efnum, og þá vitanlega um leið áhugi fyrir
því að finna sem hezt ráð til þess að þekkja þá úr á unga aldri.
Eitt áþreifanlegasta dæmið um þennan áhuga er það, að árið
1917, þegar stríðshörmungarnar þjökuðu Þýzkalandi hvað verst,
voru í Berlín stofnaðir 3 skólar fyrir úrvalsnemendur. All-
mikið fé var í þetta lagt, og einkum vandað til eins þeirra,
menntaskóla, sem átti að útskrifa nemendur á styttri tíma og
með betri árangri en venjulegt var. 90 nemendur voru teknir
í skólann á fyrsta ári og valið úr 6000. Valið var falið .á hend-
ur sálarfræðingunum Moede og Piorkowski, og völdu þeir ein-