Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 52

Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 52
50 MENNTAMÁL mannkynsins: bækurnar. Leikni í að leita að, finna og velja einmitt það, sem við á og nota þarf. Barnið er „maður, en engin tunna“. I það er ekki hægt að ausa til geymslu hverju, sem verkast vill, hvorki af vísidómi og fróðleik né öðru. Það hugsar og ályktar, vill og finnur til. Hugsun þess er að vísu hlutlægari og nær skemmra út í víð- áttu rúms og tíma, en fullorðins rnanns, og vilji þess er frem- ur háður tilfinningum en hans. En þetta mannlega barnseðli ger- ir það að verkum, að barnið vill sjá tilgang í störfum sínum, og ef það sér hann ekki, brynjar það sig gegn þeim með andúð, vinnur aðeins það, sem ekki verður hjá komizt og verst áhrif- urn af starfinu. En ef 'barnið vinnur að settu, lokkandi tak- marki, ljósu, hlutkenndu og ekki of fjarlægu, skerpir áhuginn viljamagn þess og eykur aíköstin stórum og æfinguna, og þroskaáhrif starfsins um leið. Og þá kemur vinnugleði heil- brigðs barns, gleðin af að lifa eitthvað, skapa og finna sjálfan sig vaxa, og gerir starfið að nautn. En til þess þarf höndin að fá að vinna með heilanum. Af starfinu þarf að vera sýni- legur — og helzt fagur — ávöxtur, sem barnið getur séð vaxa, um leið og það finnur getu sína og leikni aukast. Að þessu atbuguðu, liggur það ljóst fyrir, að lexíuskólinn getur ekki unnið það verk, sem skóliun nútímans ef ætlað og þeir verða að afkasta. Fyrir honum eru námsgreinar, bókstafir kennslubókanna og námsskráin aðalatriðið, en ekki barnið — maður framtíðarinnar. Hann virðir ekki vilja barnsins, áhuga- efni, langanir, fróðleiksþrá um efni, sem leita á huga þess, starfshvöt þess, sköpunarþörf og rnarga aðra góða og helga eiginleika, sem móta eiga líf og gæfu framtíðarinnar. Jú, hann virðir þetta, ef svo óliklega vill til, að það kemur heim við kröfur, áætlanir og vilja kennarans og beinist að lexíunni, sem sett var fyrir og á að muna, í náttúrufræði Bjarna eða sögu Þorleifs. Annars treður hann það niður. Og árangurinn verð- ur og hlýtur að verða þessi, sem alkunnur er: Leiði barnanna á þessu tilgangslausa (frá þeirra hlutræna sjónarmiði) og hrút- leiðinlega lexíustagli, andúð gegn skólanámi og ósjálfráð vörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.