Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 28
26 MENNTAMÁI. ingur. Hitt er aukaatriði, hvort þau kunna ágrip af sögu, landa- fræ'Öi og náttúrufræði, því aÖ þær greinar eru kenndar í skól- unum og verða ekki örðugar nemendum, sem greindir eru og vel læsir. En um lestur, skrift og undirstöÖuatriÖi reiknings er það aÖ segja, að þeim nemendum, sem ekki hafa fengið leikni í þeim greinum, er ónýtt nám í æðri skólum. — í Menntaskól- unum, þar sem kennt er mikið í málum, en timi naumur, mun og nauðsynlegt að heimta af nemendum nokkra kunnáttu í ís- lenzkri málfræði, réttritun og dönsku, þegar þeir koma í skólann. Nú kunna menn að spyrja, hvernig prófa eigi gáfur manna, og er þvi þá til að svara, að til þess séu margar leiðir, þó að ekki verði þær raktar hér. Hygg eg, að flestir kennarar hafi nokkra kunnugleika á gáfnaprófum, þó að þau hafi ekki, mér vitanlega, verið upp tekin við neinn skóla hér á landi sem fast- ur liður í starfinu. í uppkasti að reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavík, sem nú er nýsamið, eru þessi ákvæði um inntökupróf: 7. gr. Til þess að verða tekinn í fyrsta bekk gagnfræðadeild- ar, verður nemandi að ganga undir próf, er sýni, að hann hafi þann þroska og þá kunnáttu, sem hér segir: 1. í munnlegri íslenzku: Nemandinn verður að geta lesið viðstöðulaust og áheyri- lega í heyranda hljóði venjulegt íslenzkt mál, bundið og óbundið. — Ennfremur skal hann reyndur í hljóðlestri, og á hann að sýna með því lestrarhraða, skilning og minni á það, sem lesið er. — Nemandinn verður að þekkja algeng málfræðileg hugtök og kunna meginatriði íslenzkrar heyg- ingafræði. 2. í skriflegri íslenzku: Nemandinn verður að geta skrifað stuttan stíl um lcunnugt efni, með skilmerkilegu orðfæri, ritvillulítið og svo, að helztu greinarmerki séu rétt sett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.