Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 28
26
MENNTAMÁI.
ingur. Hitt er aukaatriði, hvort þau kunna ágrip af sögu, landa-
fræ'Öi og náttúrufræði, því aÖ þær greinar eru kenndar í skól-
unum og verða ekki örðugar nemendum, sem greindir eru og
vel læsir. En um lestur, skrift og undirstöÖuatriÖi reiknings er
það aÖ segja, að þeim nemendum, sem ekki hafa fengið leikni
í þeim greinum, er ónýtt nám í æðri skólum. — í Menntaskól-
unum, þar sem kennt er mikið í málum, en timi naumur, mun
og nauðsynlegt að heimta af nemendum nokkra kunnáttu í ís-
lenzkri málfræði, réttritun og dönsku, þegar þeir koma í skólann.
Nú kunna menn að spyrja, hvernig prófa eigi gáfur manna,
og er þvi þá til að svara, að til þess séu margar leiðir, þó að
ekki verði þær raktar hér. Hygg eg, að flestir kennarar hafi
nokkra kunnugleika á gáfnaprófum, þó að þau hafi ekki, mér
vitanlega, verið upp tekin við neinn skóla hér á landi sem fast-
ur liður í starfinu.
í uppkasti að reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavík, sem
nú er nýsamið, eru þessi ákvæði um inntökupróf:
7. gr. Til þess að verða tekinn í fyrsta bekk gagnfræðadeild-
ar, verður nemandi að ganga undir próf, er sýni, að hann hafi
þann þroska og þá kunnáttu, sem hér segir:
1. í munnlegri íslenzku:
Nemandinn verður að geta lesið viðstöðulaust og áheyri-
lega í heyranda hljóði venjulegt íslenzkt mál, bundið og
óbundið. — Ennfremur skal hann reyndur í hljóðlestri, og
á hann að sýna með því lestrarhraða, skilning og minni á
það, sem lesið er. — Nemandinn verður að þekkja algeng
málfræðileg hugtök og kunna meginatriði íslenzkrar heyg-
ingafræði.
2. í skriflegri íslenzku:
Nemandinn verður að geta skrifað stuttan stíl um lcunnugt
efni, með skilmerkilegu orðfæri, ritvillulítið og svo, að helztu
greinarmerki séu rétt sett.