Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 16
14
MENNTAMÁL
mér það hin mesta fjarstæða og misskilningur. Og það
er einmitt i þessu liirðuleysinu um félagslif barnanna,
sem fólgin er ein höfuðsynd skólanna, eins og þeir hafa
verið algengastir til þessa dags. Með einræðis- og yfir-
heyrzlufyrirkomulaginu eru börnin einangruð í hugsun
og starfi allan timann, sem þau dvelja í skólanum, og
lengur þó, því að einangrunarstefna skólans fylgir þeim
inn á heimilið, þar sem þeim er ætlað, hverju í sínu
lagi, að búa sig undir yfirheyrzlu næsta dags. Félags-
þörfunum eru börnin þess vegna neydd til þess að full-
nægja utan skólans og utan heimilsins eða með ö. o. á
götunni. Afleiðingin verður sú, að börnin lifa tvenns-
konar tilveru, annarsvegar félagslífi götunnar, þar sem
sjálfstraust og gagnrýnisandi hefir skilyrði til að þrosk-
ast í viðskiptum við jafningja, og hinsvegar lifi undir-
gefninnar og andlegrar einangrunar í yfirheyrzlu-skól-
anum, og á heimilum með samskonar uppeldisaðferð-
um. Þar sem svona er ástatt, er mjög hætt við, að jafn-
skjótt og sjálfstraustið og félagssamtökin eflast, snúizt
hin tápmeiri börn, leynt eða ljóst, til mótþróa gegn for-
eldrum og kennurum og jafnvel öllu fullorðnu i'ólki, og
lenda sennilega allmargir unglingar af þeim ástæðum
út á glapstigu lögbrota, eða falla hugsunarlaust i fang
pólitískra ofstopamanna.
Allt siðafar er fólgið i reglum, sem einstaklingarnir
bera virðingu fyrir. En virðingin er tvennskonar, einhliða
virðing og gagnkvæm virðing. Hinni einhliða virðingu
fvlgir siðafar undirgefninnar, réttlínuhyggjunnar, skyn-
helginnar, en upp af gagnkvæmri virðingu sprettur siða-
far gagnrýninnar, persónuleikans og kærleikans, eða hið
eiginlega siðgæði.
Ungum börnum er eðlileg undirgefni og auðsveipni við
fullorðna, jafnvel fram yfir aldurinn ’þegar þau byrja
að ganga i skóla. Þetta tímabil ættu kennarar og foreldr-
ar að nota til þess að öðlast, vináttu barnanna og undir-