Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 67
MENNTAMÁL,
65
fyrst og fremst sé viS barnahæfi. —- Skólabörn hér gáfu líka
litla klukku, til a'Ö hafa í skólastofunni. Skólinn átti enga áð-
ur. Einnig hafa þau skoti'Ö saman aurum og sent veikum skóla-
bró'Öur jólagjöf.
Yfirlit. Eg hefi þá í fáum orðum gefið hugmynd um líf
okkar og starf, hér í þessum skóla. Sjálfsagt væri fróðlegt
fyrir lesendur að vita, hvað börnin sjálf og aðstandendur þeirra
segja um skólann. En þar þyrfti nú aÖra heimildarmenn en
mig! En geta vil eg þó þess, að börnin hafa unað sér hér ágæt-
íega. Aðeins 2 börn af 66 hafa kunnað hér illa við sig fyrst,
en það lagaðist fljótt. Er ekki að undra, þó það komi fyrir,
þegar þess er gætt, að langflest börn hafa ekki verið nætur-
langt að heiman, þegar þau koma i skólann. — Um árangur
kennslunnar ber mér ekki að dæma beinlínis. En auðséð er.
að börnin mannast mikið við skólavistina. Þau læra að liía og
starfa saman miklu betur en þau annars myndu gera og verða
því samvinnuþýðari og félagslyndari en ella. Og séð hefi eg,
að geysimikill munur er á framkomu heimavistarskólabarna og
þeirra, sem aðeins hafa notið farkennslu, hvað hin fyrnefndu
eru kurteisari. —
Svo eg aðeins nefni dóma fullorðna fólksins, þá hefi eg
heyrt menn hér yfirleitt segja, að munurinn á þessu skólafyrir-
komulagi og farkennslunni sé svo geysimikill, að það sé alls
ekki sambærilegt. Og eg efast um, að eg hafi heyrt aðra ósk
oftar hér til fullorðna fólksins, en þá, að það sjálft eða þeirra
börn hefðu átt kost á að vera í svona skóla.
Eg læt hér þá staðar numið. Það má sjálfsagt ýmislegt finna
að því fyrirkomulagi, sem eg hefi hér lýst. En i aðalatriðum
hefir þó tekist að láta börnin una hér vel. Og þá er mikið
fengið. Eg er í engum vafa um, að fræðslu barna í sveitum
væri stórum mun betur borið, ef það yrði sem allra fyrst fram-
kvæmt, að heimavistarskólar risu upp í hverri sveit á landinu.
Flúðum, 14. jan. 1935.
Ingimar Jóhannesson.
5