Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 55
MENNTAMÁL
53
láta nemöndunum nægilega lausan tauminn, til a'Ö þeir gefi
sig vinnunni á vald. Til þess þarf fyrst og fremst þetta: aÖ
þora að breyta til. Slík vinnubrögÖ kosta að vísu kennarann
meiri árvekni, hugkvæmni og áreynslu, en gamla aðferðin. En
þau halda honum hressum og ungum í starfinu í staðinn.
Játað skal það, að það er allt annað en hægðarleikur, að
vinna skynsamlega í íslenzkum skóla, jafnlítið og nemendur
þar geta fengið í hendur af heimildum til að vinna úr. Við
höfum ekki einu sinni, aumir menn, jafnsjálfsagða hluti og
landkortabók eða vísi að alfræðihandbók. En nauðsynjarnar
koma smátt og smátt, ef okkur er sjálfum ljóst, að ekki er
unnt að vinna eins og hugsandi maður án þeirra. Og guð hefir
skapað örðugleikana handa mönnunum að sigrast á.
(Myndirnar, sem fylgja, eru úr vinnubókum nemenda höf.).
Aðalsteinn Sigmundsson.
Heimavistarskólar.
I. Reykjanes við fsafjarðardjúp.
Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri í Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp, hefir á síðustu árum tekið fræðslumál sveitanna til al-
varlegrar rannsóknar, í þeim tilgangi að vinna að endurbótum
á þessu sviði. Hefir hann með stuðningi fræðslumálastjórnar
og í samráði við hana, látið gera teikningar að skólahúsum i
sveitum, sem eiga að vera í fullu samræmi við breytt skipu-
lag við kennsluna og svara kröfum tímans.
Eftir athuganir sínar ritaði Aðalsteinn allítarlega um málið
og flutti erindi um það í útvarpið. Ritgerðir hans um þessi
efni birtust í Menntamálum og Skinfaxa. Eins og lesendur
Menntamála kannast við af ritgerðum A. E., gerir hann ráð
fyrir, að heimavistarskólarnir verði miðstöð menningar sveit-
anna, ekki einungis barnafræðslunnar, heldur einnig unglinga-
fræðslunnar og félagsskapar; — þá gerir hann ráð fyrir nám-