Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL
19
En við öllu má búast, þegar á það er litið, að starf G.
G. hefir að öllu leyti verið áhugastarf, en fjárliagur
þröngur og hann þurft að leggja á sig mikla vinnu á
öðrum sviðum. — Oft hefir verið um það rætt, að ís-
lenzka þjóðin hafi ekki efni á að styrkja þá menningu
og vísindastarfseini, sem ekki skilar einhverju í ask-
ana. Það er vitanlegt, að þjóðin er skuldug og fátæk.
En liver sá íslendingur, sem vekur eftirtekt á þjóð-
inni erlendis, íyrir gáfur, framtakssemi, lærdóm eða
visindastörf, gerir þjóðinni meira gagn en flesta grunar.
Geir Gígja er einn þeirra manna, sem er að vekja
eftirtekt erlendis. Þess vegna ber okkur sjálfum skylda
til að veita honum athygli og styrkja hann í störfum
sinum, annars má búast við því, að hann neyðist til
þess að selja öðrum þjóðum árangur starfs sins.
G. M. M.
SKÓLASKRlTLUR.
Nýja aðferðin, já, hún er ekki ný, hún er hundgömul.
Eg sé bæði með eyrunum og augunum.
Menn byrja að skriða, áður en þeir byrja að ganga
og ganga áður en þeir hlaupa. í þessu liggur hundur-
inn grafinn.
2*