Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 3 falli hans. í raun og veru hefur hún ekkert misst. Hitt má frekar segja með miklum sanni, að nú hafi þjóðin eignast Einar Benediktsson. Hann var fyrir löngu hættur að yrkja, en við fráfall hans vaknar þjóðin, sem af draumi við þá hamingjusömu hugsun, mitt í hverfulleika mannlífsins, að hún er auðug af þeim verðmætum, sem aldrei verða frá henni tekin, að hún er hamingjusöm þjóð fyrir að hafa átt Einar Benediktsson, og borin til mikils og veglegs arfs. Þess verður vart á síðustu tímum, að það fer að þykja vöntun í menningu íslendingsins, ef hann þekkir ekki brot af Einari Benediktssyni. Ég hef veitt því athygli, að á þess- um vetri, sem nú er að líða, hafa óvenjulega margir ræðu- menn og fyrirlesarar sótt tilvitnanir í Einar Benediktsson. Ekki er rétt að reikna slíkt sem fordild, þó að það geti stundum orðið tizka að vitna til stórra manna, án mikils skilnings. Hitt mun sannara, að fleiri og fleiri hugsandi menn dragist að Einari Benediktssyni og finni þar, ef til vill í fyrsta sinn, voldugt vængjablak í andans heimi. Það hlaut að fara svo, að hann drægi þjóðina til sín. Hann fór eigin ferða út af alfaraleiðum og hirti ekki um sam- fylgd annarra. Hann kaus að vera í einrúmi; einveran var honum fyrsta skilyrði til þess að móta hið dýra gull andans. Og þessa einveru skapaði hann sér á hinum ólíklegustu stöðum, stundum ef til vill í glymjandi þysi stórborgar úti í heimi. Og á þessum stóru stundum varð Einar Benedikts- son segull, sem dró að sér voldugar, víðfeðmnar hugsanir, kjarna andlegra hreyfinga í nútíð og fortíð og yndisleika og vísdóm hinnar eilífu gróandi. Og margt af þessu tjáði hann í ljóðum sínum á svo óvenjulega fullkominn hátt, að manni verður á að láta sér detta í hug, að hann hafi legið undir húðfeldi, og hugsað þar hverja ljóðlínu í dægur þrjú, áður en hann felldi hana í kvæðið. Tökum þessu til dæmis kvæðið „Hafís". Þar lýsir hann 1»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.