Menntamál - 01.06.1940, Side 3
Menntamál.
XIII. ár.
1940
Jan.—júní
GUNNAR M. MAGNÚSS:
Einar Benediktsson, skáld
(1864— 1940)
Einar Benediktsson, höf-
uðskáld íslenzku þjóðar-
innar á fyrsta þriðjungi 20.
aldarinnar, er dáinn, 75 ára
að aldri. í nálega 40 ár
hafði hann verið mjög um-
talaður maður í íslenzku
þjóðlífi og oft aðsópsmikill
á opinberum vettvangi. En
á seinustu árum varð hljótt
um Einar Benediktsson sem
mann. Hann dró sig út úr
háreisti og þys fjölmenn-
isins, og átti heima í Her-
dísarvík, afskekktri jörð
suður á Reykjanesskaga.
Þar lifði hann í kyrrþey
í umhverfi stórbrotinna
náttúruafla, þar æddu stormar af opnu hafi og brimrótið
barði ströndina án afláts. Ef til vill var þarna afskekktasti
bærinn á íslandi. En nú kvað Einar Benediktsson ekki
lengur um stórfengleika úthafsins, hamfarir stormsins,
brimrastir eða dulmögn hinnar hrjúfu, íslenzku auðnar.
Harpa hans var þögul. En eftir því sem hljóðara varð um
Einar Benediktsson sem mann, opnuðust augu fleiri og
fleiri manna fyrir honum sem skáldi. Að vísu hafði þjóð-
1