Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 23 Þau mega teljast algeng og eru lítill hópur, sem auðvelt er að athuga. Öll finnast þau í talningunni, en engin ein beyg- ingarmynd þeirra nær því að komast á orðalistann. Tíðni samanlagðra beygingarmynda hvers þeirra að meðtöldum samsetningunum er frá 10—38. Má af því ætla, að varla hafi önnur en mjög algeng lýsingarorð komizt á orðalist- ann. Sagnirnar eru sá orðflokkur, sem flestar einstakar orð- myndir hefur á orðalistanum, og jafnframt er hann hæstur að tölu endurtekinna orðmynda. Engin sagnanna getur talizt óalgeng. Töluorðin eru mjög lítill hluti talningarinnar. Hæsta tíðni hafa einingar, en nánar tiltekið tölurnar 1—20. Fornöfnin eru næstum öll á listanum, þegar undan eru skilin óákveðin fornöfn, sem ekki eru jafntakmörkuð heild og önnur fornöfn. Persónufornöfnin eru langhæst með tíðni og eru rúml. % hlutar allra fornafnanna. Allar myndir þeirra ná því að komast á listann, nema oss, vor, ykkar, yður og yðar. Af þeim koma þrjár þær fyrstu fyrir í talningunni með tíðni 6,6 og 5, en hinar fundust þar ekki. Þegar frá eru talin óákveðin fornöfn, eru fornöfnin öll á orðalistanum, nema efn. vor og spfn. hvílíkur, en þau koma þó fram í lesmáli því, sem orðtekið var. Þá eru á listanum 12 óákveðin fornöfn, og sum þeirra i flestum beygingar- myndum. Talningin hefir því reynzt næglilega stór til að sópa með svo að segja öllum fornöfnunum, en það út af fyrir sig þarf vitanlega ekki að sýna annað en það, hvað notkun þeirra er almenn. Um smáorðin, forsetningar, atviksorð og samtengingar, má að mestu leyti segja hið sama og um fornöfnin. Allur þorri þeirra kemur fyrir í talningunni og sum með mjög háa tíðni. Sérstaklega á það við um forsetningar og sam- tengingar, en atviksorðin eru ekki eins takmarkaður hópur og því erfiðara að segja um, hvenær þau eru könnuð til fulls. Hver um sig eru þessir flokkar álíka stór hluti af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.