Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 52

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 52
50 MENNTAMÁL um framförum hjá slíkum börnum. í skrift og reikningi er oft sama ástandið. Þar sem svo er ástatt, þurfa kenn- arar að hjálpa heimilunum og hvetja til úrbóta, lána bækur og leiðbeina. Það getur haft mikilvæg áhrif til bóta, ef rétt og gætilega er að farið. Hin uppeldislegu áhrif kennara í barnaskólum landsins ná því miður of sjaldan þeim árangri, sem þyrfti að vera. Margar námsgreinar eru þó tilvalið efni til þeirra hluta og gæti orðið börnunum varanlegt veganesti á lífsleið þeirra. En umhverfi þeirra, aðbúð og samvistarfólk gera þau áhrif oft að engu. Til skýringar má gefa lítið dæmi. Blótsyrði og formælingar eru algengur og ljótur málsvani meðal fullorðna fólksins, er sýnir smekkleysi og rustahátt þess í máli, þó að það geti að öðru leyti verið ágætis menn. Börn, sem alast upp hjá þessu fólki, læra auðvitað og oft furðu fljótt slíkt orðaval. Foreldrarnir vilja gjarnan forða börn- unum frá ósið þessum og nota til þess ýmsar aðferðir, oft hlægilegar og hættulegar, og sem stundum verka alveg öfugt. Skeytingarleysið og vaninn innsigla hann svo í daglegt málfar barnanna. Svo kemur skólinn með reglum og aga kennaranna, þar sem blótsyrði eru algerlega bönn- uð. Börnin vita um réttmæti þessarar kröfu og hlýða henni meðan á skóladvölinni stendur. En þegar þau koma heim í umhverfi sitt, verður reyndin allt önnur. Vaninn er lífseigur og formælingarnar greiptar í mót hans og það tekur langan tíma og mikla aðgæzlu og sjálfsaga að losna úr viðjum þeirra og hreinsa þær úr daglegu tali. Hið sama má segja um fjöldamargt, sem lýtur að upp- eldinu. Það er oft stórgallað og þarf endurbóta við. Allir foreldrar vilja ala börn sín vel upp, en þá skortir oft þekkingu og færni til þess. Þeir vita ékki hvaða ráð eru bezt, eða hvaða aðferðir eru hagkvæmastar i þvi efni. For- eldrar þurfa því á uppeldislegri menntun að halda, til að gera góða og nýta menn úr börnum sínum. Ég vil í þessu sambandi vísa til greinar minnar, For-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.