Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 56

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 56
54 MENNTAMÁL arinnar hugsar á sama kvöldi um sama málefni. Fólkiö talar um málefnið fram og aftur, rökræðir það, hugsar síðan um það lengur eða skemur, allt eftir því hvað kjarn- inn hefir fallið djúpt í jarðveg hvers einstaklings. Útvarpið hefur því hið einstaka tækifæri að vekja hóphugsanir, þjóðarhugsanir, — þjóðarsamstillingu, þegar bezt lætur. Forystu útvarpsins fylgir þess vegna menningarleg ábyrgð. Nýlega ritaði þjóðkunnugt tónskáld harða ádeilu á út- varpið fyrir lélegan tónlistarflutning þess og vanrækslu í því að kynna æðri hljómlist. Taldi það vanrækslu þessa vera hneisu fyrir slíka stofnun, sérstaklega þegar hægt væri að benda á það, að jazzinn sæti í fyrirrúmi og spillti smekk almennings. Þetta virðulega tónskáld fékk það svar hjá formanni útvarpsráðs, að réttmætt væri margt í á- deilunni, en ádeilan kæmi þó úr hörðustu átt, þar sem tón- skáldið hefði aldrei komið með neina tillögu til úrbóta eða breytinga; hér væri því um ergi og niðurrif að ræða, en ekki tillögur til úrlausnar. Þannig fer um marga, sem gagnrýna. Menn hafa ekki hugsað um annað en gagnrýnina, en láta öðrum eftir að byggja upp. Að vísu getur slíkt verið réttlætanlegt, en vafalaust er önnur aðferð heilladrýgri. Ég vil nefna nokkra dagskrárliði útvarpsins, frá þessum nýliðna vetri, sem ég álít að hafi verið mjög góðir, og sumir ágætir, hver á sínu sviði. Það eru erindi Sigurðar Nordals prófessors, „Líf og dauði", heilbrigðisþættir Jóhanns Sæ- mundssonar læknis, íslenzkuskýringar málfræðinganna Björns Guðfinnssonar og Björns Sigfússonar og útvarpssaga Kristmanns Guðmundssonar, „Ströndin blá“. Vitanlega eru fleiri atriði, sem nefna mætti í þessu sambandi, svo sem einstaka barnatíma, sum leikritin o. fl. En á þetta er bent, til þess að sýna, að hið bezta, sem völ er á, er stundum á boðstólum í útvarpinu. Stundum hefir verið talað um það, að skólar og upp- eldismálin hefðu tiltölulega lítinn og afmarkaðan tíma í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.