Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 12
10 MENNTAMÁL en þó vænlegri til betri árangurs, sérstaklega að því er snertir yngstu börnin og þau, sem erfitt reynist að nema þennan þátt málsins. Orðaforði og orðaval barnanna sjálfra skiptir vitanlega miklu máli í þessu sambandi. Stærsti flokkur talningarinnar er líka stílar barna, ritaðir eftir frjálsu vali, sem stundum var þó innan ákveðinna tak- marka. Aðrir flokkar voru svo teknir til samanburðar og viðbótar. Hefðu þeir þurft að vera fleiri, en ekki þótti það fært eins og á stóð, þar sem það hefði óhjákvæmilega aukið verulega vinnu við rannsóknina og seinkað framkvæmdum. Talningin er að vísu ekki stór, en ætti þó að geta komið að notum við að koma stafsetningarkennslunni í skipulegt horf um leið og fyrsta skrefið í þá átt er tekið. Það þarf ekki að eyða löngu máli um nauðsyn þess, að hafizt verði sem fyrst handa í þessum sökum. Öllum, sem hlut eiga aö máli, mun þörfin fyllilega ljós, enda skal því sleppt að ræða um það hér. En hvernig sem menn annars kunna að vilja haga stafsetningarkennslunni í barnaskól- unum, þá munu þó allir geta orðið sammála um, að fyrst og fremst eigi hún að snúast um algengasta orðaforðann. Og skynsamleg ályktun segir, að því fyrr sem hann sé numinn, því betra tóm gefist til nauðsynlegs framhalds- náms. Val á efni. Þar sem talningin hafði aðallega það markmið, að ákveða algengasta orðaforða venjulegs ritmáls, er síðan mætti nota til æfinga við íslenzkukennslu barnaskólanna, var efni valið þannig, að það snerti eingöngu starfssvið skólanna beint eða óbeint. Með hliðsjón af þessu var það valið úr sex eftirtöldum flokkum: stílum barna, sendibréfum full- orðinna, lesbókum, náttúrufræði, sögu og landafræði. Heppilegasta efnið til slíkra rannsókna er vafalaust stílar og bréf, því að réttmætt virðist að álykta, að þar sé að finna þann orðaforða, sem hvert barn þurfi fyrst og fremst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.