Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 65

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL 63 nú meir en trúr og tryggur“, eftir Friðrik Bjarnason. Þaö eru einir 10 taktar. En þar er allt sagt, sem segja þarf. Engu sleppt, engu ofaukið. Gömul tóntegund eða ný. Eða gömul og ný tóntegund. Persónulegt, þjóðlegt, frumlegt. Ennfremur er þarna, eftir Friðrik, hið vinsæla og ágæta lag, „Hafið bláa, hafið“. — Af nýjum, íslenzkum lögum, sem eru þarna, vil ég enn nefna: „Ó, faðir gjör mig lítið ljós“, eftir Jónas Tómasson og „ísland ögrum skorið", eftir Sigv. S. Kaldalóns. Ég trúi, að þau verði vinsæl. Aðeins eitt íslenzkt þjóðlag er í bókinni, og er þaö satt aö segja nokkuð lítið. En útgefandinn hefir þá gildu af- sökun, að fátt af íslenzkum þjóðlögum hefir verið raddsett fyrir blandaðan kór. — Annars er um helmingur af lög- unum íslenzk. Þau eru eftir 20 höfunda (auk þess eru raddsetningar eftir fleiri). Það liggur því við, að freistandi væri að athuga þessa framleiðslu nánar. En vist er fengur að lögunum. Reynslan mun skera úr, hver þeirra muni standast tímans tönn, því að það heldur velli, sem hæf- ast er. Prentvillur eru fáar, svo sem vera ber. í nr. 13 er í alt- rödd 4. nótan i 11. takti fis en á að vera e. Ég ætla að lokum að benda á það, sem mér finnst orka tvímælis, eða að betur hefði mátt fara. í bókinni eru lög eftir flest atkvæðameiri tónskáld okkar af eldri kynslóðinni, nema Helga Helgason. Hvers á hann að gjalda? Við syngjum þó ennþá „Buldi við brestur,“ „Þrútið var loft,“ „Öxar við ána“, „Svíf þú nú sæta,“ „Nú er glatt í hverjum hól“ o. fl. af lögum hans. Þjóðsöngvar Norðmanna og Finna eru í bókinni, en ekki þjóðsöngvar Dana, Svía og Færeyinga. Ég tel, að réttast hefði verið að gera þeim öllum jafnhátt undir höfði, og helzt að prenta þá með frumtextunum jafnhliða þýðing- unum. E. t. v. hugsar útgefandi sér að gefa út annað hefti, og væri það mjög æskilegt. Þá væri hægt að bæta úr þessu, og sömuleiðis að taka fleiri íslenzk þjóðlög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.