Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 58
56
MENNTAMÁL
hverri. Ég vil skjóta þessu máli til áhugamanna á sviði
skólamálanna. Áhugamenn fyrir skíðaíþróttinni fluttu
5—10 r.hnútna þætti í útvarpið einu sinni í viku nálega
heila vetur. Ferðafélagið hefur einnig haft slíka útbreiðslu
eða leiðbeiningaþætti í útvarpinu. Er ekki tímabært, að
skólarnir hefji slíka kynningar og fræðslustarfsemi gegnum
útvarpið; ekki með steypiflóði af löngum og ýtarlegum fyr-
irlestrum, heldur stuttum greinargerðum um hin daglegu
viðfagnsefni skólanna, samtali við fólkið um breytingar og
nýmæli á þessum sviðum, svör við fyrirspurnum eða ádeil-
um o. s. frv. Hér er vissulega um auðugan garð að gresja og
vonandi nóg af áhugamönnum, til þess að „frambera gott
úr góðum sjóði hjarta síns“.
III.
Um leikmennt.
Nokkrir athyglisverðir atburðir hafa gerzt í leiklistarlífi
höfuðstaðarins upp á síðkastið. Eins og eðlilegt er, hefur
íslenzk leiklist einna öruggasta fótfestu í fjölmenni Reykja-
víkur, þar er alla jafna beztu leikkröftum á að skipa, og
margir menningarstraumar leika ört gegnum hjarta höfuð-
staðarins. Leikfélag Reykjavíkur hefur starfað um langt
skeið, og haldið uppi leiksýningum á hverjum vetri um
40 ára skeið, oft með virðuleik og menningarbrag. Hefur
félagið hlotið opinberan styrk ríkis og bæjar. Mun sá
styrkur vera veittur í því skyni, að félagið haldi uppi þjóð-
nýtri og virðulegri leiklist.
Nú hefur svo undarlega borið við á þessu leikári (1939—
40), að þrjú af leikritum þeim, sem félagið hefur tekið til
sýninga, hafa verið bönnuð fyrir börn innan 16 ára aldurs.
Hið fyrsta var „Sherlock Holmes“, spæjaraleikur, annað
„Fjalla-Eyvindur“ Jóhanns Sigurjónssonar, og hið þriðja
skopleikurinn „Stundum og stundum ekki“. Auk þessa hafa
verið afturkallaðar sýningar á fjórða leikritinu, sem auglýst